Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 53
VERÐ ÁÐUR 49.990 VERÐ ÁÐUR 49.990 39.990 34.990LENOVO IDEAPAD V110Frábær í fríið með háhraða AC þráðlausu neti og aðeins 1.65kg 4GB RX 570 SKJÁKORT Ótrúlegt tilboð á öflugu leikjaskjákorti frá GIGABYTE RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast Af töskum og bakpokum Allt að90%Afsláttur RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast Allt að RÝMINGARSALA 10.000Afsláttur Af fartölvum, mikið úrval Allt að60.000Afsláttur Aðeins 50 stk1 á mann! 14” HD LED 1368x768 AntiGlare skjár INTEL N3350 2.4GHz Tubo Dual Core örgjörvi 4GB minni DDR3 1600MHz 128GB SSD diskur VERÐ ÁÐUR 29.990 VERÐ ÁÐUR 89.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 KOSS BT190iB Fislétt og þægileg þráðlaus heyrnartól frá Koss sem henta vel í sportið ICONIA B3-A40 Ný kynslóð enn öflugri og þynnri spjaldtölva frá Acer með 10’’ FHD IPS fjölsnertiskjá 62.993 3.49523.992 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Útsölutilboð gilda 2-31. maí eða meðan birgðir endast. BENQ EX3200R Glæsilegur 32” Curved 144Hz leikjaskjár á ótrúlegu verði meðan birgðir endast :) 20%Afsláttur 50%Afsláttur32” 144Hz FHD1920x1080, VA-LED Curved 1800R RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast 9.995STAR WARS DRÓNAR3 gerðir dróna frá Propel með Laser keppnisham VERÐ ÁÐUR 14.990 Aðeins 300 stk1 á mann! 33%Afsláttur Af móðurborðum og skjákortum Allt að 30%Afsláttur Af lyklaborðum og músum Allt að 50%Afsláttur Af flökkurum Allt að 33%Afsláttur BROT AF ÞVÍ BESTA Á SUMAR ÚTSÖLU TÖLVUTEKS! Aðeins 50stk 30%Afsláttur 30%Afsláttur 24. m aí 2018 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl TÓNLIST Kammertónleikar ★★★★★ Verk eftir Webern, Schubert, Brahms og Strauss. Sæunn Þorsteinsdóttir og Alexandra Joan léku. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 20. maí Fyrir nokkru fór um internetið orð­ rómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum. Þeir hefðu komið skila­ boðum til annarra njósnara í Bandaríkjunum og Bretlandi með því að dulkóða þau í tónverkum sínum. Tónlistin byggðist á tólftóna­ tækninni, sem getur af sér ómstríð, tormelt tónverk. Þegar sagan komst í hámæli mun bandaríska tónskáld­ ið John Adams hafa sagt: „Allt frá því ég kynntist fyrst verkum Arnolds Schönberg hef ég velt því fyrir mér hvern fjandann fólk heyrði í þeim. Núna veit ég það.“ Að öllum líkindum er þetta bull. En hver veit? Kannski var það sem Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Alexandra Joan píanóleikari spil­ uðu á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn í raun dulin skilaboð til njósnara nasista í seinni heimsstyrjöldinni! Á dagskránni var m.a. tónlist eftir Webern. Hún var prýðilega flutt, af aga og fínlega mótuðum blæbrigðum. Hvert svo sem raunverulegt inntak tónlistar­ innar var, þá var hún alltént full af dulúð sem var afar lokkandi. Fyrsta verkið á tónleikunum var töluvert eldra, Arpeggione sónatan eftir Schubert. Nafnið er dregið af öðru hljóðfærinu sem tónsmíðin var samin fyrir. Það er eins konar ofvaxinn gítar með sex strengjum og þverböndum, en þó eru streng­ irnir ekki plokkaðir, heldur stroknir með boga. Hljóðfærið er haft á milli fótanna eins og sellóið. Það sést varla í dag, og því er sónatan eftir Schubert yfirleitt leikin á selló eða víólu, auk píanós. Verkið hljómaði vel í meðförum þeirra Sæunnar og Joan. Eins og alltaf hjá Schubert þá eru laglín­ urnar innblásnar, unaðslega fagrar. Flæðið í framvindunni er óheft og hápunktarnir magnaðir. Sæunn spilaði af einlægri tilfinningu; túlkun hennar var gædd djúpum skáldskap. Því miður voru nokkrir tónar ekki hreinir, sem skyggði aðeins á upplifunina. Kannski átti taugaóstyrkur þar hlut að máli. Joan píanóleikari var hins vegar með allt á tæru, leikurinn var lifandi og nákvæmur í senn. Næst á dagskránni voru sex lög eftir Brahms. Þar á meðal var vögguvísan, sem allir þekkja, enda til í milljón spiladósum. Hér var vald Sæunnar yfir hljóðfærinu sínu óskert, laglínurnar voru dásamlega mótaðar og píanóleikurinn mjúkur og draumkenndur. Lokatónsmíðin á dagskránni var sónata eftir Richard Strauss. Hún telst til æskuverka hans, en snilldin er engu að síður til staðar. Sérstaklega er hægi kaflinn magn­ aður, þrunginn myrkri. Hinir tveir kaflarnir eru fjörlegir, jafnvel man­ ískir eins og svo oft er þegar Strauss er annars vegar. Flutningurinn var í fremstu röð, hraðar tónahendingar voru fullkomlega af hendi leystar af selló­ og píanóleikara, túlkunin var spennandi og full af dirfsku. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Athyglisverð tónlist og glæsilegur flutningur. Falin skilaboð njósnara í tónlist Alexandra Joan píanóleikari og Sæunn Þorsteins- dóttir sellóleikari. Sönghópurinn Spectrum fer á dul­ magnaðar slóðir og flytur seiðandi söngdagskrá í Salnum í Kópavogi, næstkomandi sunnudag kl. 20.00. Spectrum vakti athygli í Kórum Íslands fyrir að velja sér krefjandi útsetningar eftir ýmsa þekktustu tónsmiði samtímans. Hópurinn er saman settur af fólki á ólíkum aldri og úr mjög ólíkum áttum. Spectrum hefur markað sér ákveðna sérstöðu með fjölbreyttu lagavali og frum­ legum sviðsetningum en stjórnandi er Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Á dagskránni að þessu sinni verða lög sem eru í senn mögnuð, fögur og brjáluð á borð við Mad World sem Tears for Fears gerði frægt og Far over the Misty Mountains (úr The Hobbit) og svo perlur eins og Underneath the Stars, Glow, Let it be og Bésame mucho. Tónskáld og útsetjarar á borð við Eric Whitacre, Eric Esenvalds og Morten Lauridsen eru ríkjandi í laga­ valinu. Lög úr smiðju íslenskra tón­ skálda toppa svo veisluna. Með Spectrum munu þjóðþekktir hljóðfæraleikarar mynda latin band, en það eru Vignir Þór Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Ársæll Másson á gítar og Þorvaldur Ingveldarson á slagverk. – mg Spectrum efnir til tónlistarveislu M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 33F I M M T U D A G U R 2 4 . M A Í 2 0 1 8 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -5 3 B 0 1 F E 3 -5 2 7 4 1 F E 3 -5 1 3 8 1 F E 3 -4 F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.