Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 54
Vatnsheldir gæðaskór Skornirthinir.iS Verð 22.995 Stærðir 36-47 Lytos Cosmic Run Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðs- heiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp fal- leg. Hvernig hann breytist úr sjálfs- elskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherfor- ingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúm- lega tveggja metra urrandi geim- górilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehren- reich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-mynd- inni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harr- ison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron How- ard, hefur upplýst í viðtali við Van- ity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skap- aðan hlut. Hann sé algerlega heill- aður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hug- myndavinnunni að for- sögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádeg- isverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi per- sónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm. Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Alden Ehrenreich, hinn ungi Han Solo, má vel við una þar sem sá gamli, Harrison Ford, hrósar honum í hástert fyrir frammistöðuna í Solo. KVIKMYNDIR Solo: A Star Wars Story HHHHH Leikstjórn: Ron Howard Aðalhlutverk: Alden Ehrenreich, Emilia Clarke, Donald Glover Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðs- myndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru mögu- leikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. Þetta frelsi er nýtt til hins ýtrasta í Solo: A Star Wars Story sem er samt alveg þvottekta Star Wars. Han Solo er að sjálfsögðu ein allra skemmti- legasta persónan í gervöllum myndabálkinum og þar sem þessi mynd er fyrst og fremst ofboðs- lega skemmtileg er óhætt að segja að andi hans svífi yfir öllum hama- ganginum. Han Solo er margbrotinn, ef ekki hreinlega margir. Hann er kúreki, orrustuflugmaður, smyglari, sjó- ræningi og glæpamaður en samt sem áður góði gæinn, þótt hann rembist við að afneita því. Þessi mynd er líka margar mynd- ir; stríðssaga sem bergmálar jafnvel fyrri heimsstyrjöldina, falleg ástar- saga, smá vestri en aðallega glæpa- mynd með sterkum film noir undir- tónum. Og sem betur fer gengur þessi spice-kryddaða uppskrift upp og skilur eftir sig ljúft eftirbragð. „Never tell me the odds“ Líkurnar voru ekki með þessari mynd og full ástæða til að óttast. Skipt var um leikstjóra í miðjum klíðum og sá frekar steríli fagmað- ur Ron Howard fenginn til þess að klára verkið. Þá mátti eðlilega hafa efasemdir um Alden Ehrenreich í hlutverki hins unga Han Solo. Persónu sem er svo nátengd Harrison Ford að það var nánast gefið að hann myndi klúðra þessu. En ef það er eitthvað sem Han Solo hirðir ekki um og nennir ekki að ræða þá eru það líkur og hann lætur þær ekki trufla sig hvorki fyrr né nú. Ehrenreich skilar bara býsna skemmtilegum og sjarmerandi Solo og er dyggilega studdur öðrum leik- urum þar sem þeir glansa sérstak- lega Woody Harrelson og Donald Glover sem töfrar fram bráð- skemmtilegan Lando. Emilia Clarke sýnir síðan á sér margar hliðar og gerir Solo og áhorfendum nokkuð erfitt fyrir. Hinn trausti Chewbacca hefur aldrei fengið að njóta sín jafn vel og núna og ekki verður hjá því komist að minnast á feminíska byltingar- vélmennið L3-37. Það verður ekki af Disney tekið að því bákni hefur tekist að tengja Star Wars bráð- smekklega við samtímann og breytta tíma frá 1977. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Ofboðslega skemmti- leg og sprellfjörug mynd. Og við fáum að sjá bestu vini í vetrarbraut- inni fara the Kessel Run á 12 para- secs. Þetta verður ekki mikið betra. Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað Loksins fáum við að fylgjast með fyrstu kynnum þessara góðu vina og traustu vopnabræðra, Han Solo og Chewie. Meira á frettabladid.is 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 3 -5 8 A 0 1 F E 3 -5 7 6 4 1 F E 3 -5 6 2 8 1 F E 3 -5 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.