Fréttablaðið - 31.05.2018, Side 43

Fréttablaðið - 31.05.2018, Side 43
Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistara- mótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian- meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsam- bandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylf- ingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingar- hringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golf- sambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir doll- ara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna vænt- ingunum til þess að njóta upp- lifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“ – kpt Gerir Ólafía atlögu að fyrsta risatitlinum? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Alabama. Nordicphotos/Getty Úrslit í NBA hefjast í nótt körfubolti Úrslitaeinvígi NBA- deildarinnar í körfubolta hefst í nótt. Fjórða árið í röð mætast Golden State Warriors og Cleveland Caval- iers í úrslitum. Golden State varð meistari 2015 og 2017 en Cleveland vann titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins eftir sigur í oddaleik fyrir tveimur árum. Golden State er miklu sigur- stranglegra enda færri veikleikar á þeirra liði og þá eru Stríðsmennirnir með heimavallarréttinn. Helsta ástæðan fyrir því að hið skringilega samsetta lið Cleveland er komið í úrslit er frammistaða LeBrons James sem hefur verið magnaður sem aldr- ei fyrr í úrslitakeppninni. James er með 34,0 stig, 9,2 fráköst og 8,8 stoð- sendingar að meðaltali í 18 leikjum í úrslitakeppninni í ár. Næststiga- hæsti leikmaður Cleveland í úrslita- keppninni (Kevin Love) er með 13,9 stig að meðaltali í leik. Golden State er með fleiri og beittari vopn í sínu vopnabúri. Kevin Durant, Stephen Curry og Klay Thompson draga sóknarvagn- inn og Draymond Green er límið í vörninni. Óvíst er með þátttöku Andres Igoudala sem hefur oft feng- ið það hlutverk að dekka James. Að sama skapi er óvíst hvort eða hve- nær Love getur byrjað að spila eftir höfuðmeiðslin sem hann varð fyrir í einvíginu gegn Boston Celtics. – iþs LeBron James og stephen curry mætast í úrslitum NBA fjórða árið í röð. Nordicphotos/Getty Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Af tölvuskjám Allt að20%Afsláttur Af fart ölvum Allt að 60.000 Afslátt ur Af yfir 1000 vörum Allt að 90% Afslátt ur 31. m aí 2018 • Útsölutilboð gilda 2-31. m aí eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl SÍÐASTI SÉNS AÐEINS Í DAG SUMAR LOKADAGUR ÚTSÖLU GEGGJUÐ TILBOÐ ÚTSÖLU BÆKLING UR Golf Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lenti í því óláni á leiðinni á golfmót að golf- settið hennar skilaði sér ekki í flug- inu til Frakklands á dögunum. Hefst Jabra-meistaramótið sem er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu, í dag en settið skilaði sér til hennar í tæka tíð og verður hún því klár í slaginn. Þetta er í annað skiptið í ár sem golfsett Valdísar skilar sér ekki en hún þurfti að sækja kylfurnar sjálf út á völl á þriðjudags- kvöldið. Er hún orðin vön þessu en hún hefur nokkrum s i n n u m lent í því að flugfélög- in skilji eftir golfsettið að hennar sögn. Þ e t t a e r f y r s t a m ó t hennar á LET- mótaröðinni í n o k k r a r vikur en leikið verður á Evian- golfvellinum sem er við l a n d a m æ r i Sviss. – kpt Settið skilaði sér á endanum S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 23f i M M t u D A G u r 3 1 . M A í 2 0 1 8 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 8 5 C 1 F F 5 -1 7 2 0 1 F F 5 -1 5 E 4 1 F F 5 -1 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.