Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2018, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 31.05.2018, Qupperneq 43
Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistara- mótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian- meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsam- bandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylf- ingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingar- hringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golf- sambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir doll- ara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna vænt- ingunum til þess að njóta upp- lifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“ – kpt Gerir Ólafía atlögu að fyrsta risatitlinum? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Alabama. Nordicphotos/Getty Úrslit í NBA hefjast í nótt körfubolti Úrslitaeinvígi NBA- deildarinnar í körfubolta hefst í nótt. Fjórða árið í röð mætast Golden State Warriors og Cleveland Caval- iers í úrslitum. Golden State varð meistari 2015 og 2017 en Cleveland vann titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins eftir sigur í oddaleik fyrir tveimur árum. Golden State er miklu sigur- stranglegra enda færri veikleikar á þeirra liði og þá eru Stríðsmennirnir með heimavallarréttinn. Helsta ástæðan fyrir því að hið skringilega samsetta lið Cleveland er komið í úrslit er frammistaða LeBrons James sem hefur verið magnaður sem aldr- ei fyrr í úrslitakeppninni. James er með 34,0 stig, 9,2 fráköst og 8,8 stoð- sendingar að meðaltali í 18 leikjum í úrslitakeppninni í ár. Næststiga- hæsti leikmaður Cleveland í úrslita- keppninni (Kevin Love) er með 13,9 stig að meðaltali í leik. Golden State er með fleiri og beittari vopn í sínu vopnabúri. Kevin Durant, Stephen Curry og Klay Thompson draga sóknarvagn- inn og Draymond Green er límið í vörninni. Óvíst er með þátttöku Andres Igoudala sem hefur oft feng- ið það hlutverk að dekka James. Að sama skapi er óvíst hvort eða hve- nær Love getur byrjað að spila eftir höfuðmeiðslin sem hann varð fyrir í einvíginu gegn Boston Celtics. – iþs LeBron James og stephen curry mætast í úrslitum NBA fjórða árið í röð. Nordicphotos/Getty Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Af tölvuskjám Allt að20%Afsláttur Af fart ölvum Allt að 60.000 Afslátt ur Af yfir 1000 vörum Allt að 90% Afslátt ur 31. m aí 2018 • Útsölutilboð gilda 2-31. m aí eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl SÍÐASTI SÉNS AÐEINS Í DAG SUMAR LOKADAGUR ÚTSÖLU GEGGJUÐ TILBOÐ ÚTSÖLU BÆKLING UR Golf Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lenti í því óláni á leiðinni á golfmót að golf- settið hennar skilaði sér ekki í flug- inu til Frakklands á dögunum. Hefst Jabra-meistaramótið sem er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu, í dag en settið skilaði sér til hennar í tæka tíð og verður hún því klár í slaginn. Þetta er í annað skiptið í ár sem golfsett Valdísar skilar sér ekki en hún þurfti að sækja kylfurnar sjálf út á völl á þriðjudags- kvöldið. Er hún orðin vön þessu en hún hefur nokkrum s i n n u m lent í því að flugfélög- in skilji eftir golfsettið að hennar sögn. Þ e t t a e r f y r s t a m ó t hennar á LET- mótaröðinni í n o k k r a r vikur en leikið verður á Evian- golfvellinum sem er við l a n d a m æ r i Sviss. – kpt Settið skilaði sér á endanum S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 23f i M M t u D A G u r 3 1 . M A í 2 0 1 8 3 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 5 -1 8 5 C 1 F F 5 -1 7 2 0 1 F F 5 -1 5 E 4 1 F F 5 -1 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.