Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 27
fjórum áratugum hef ég komið fram á fjölmörgum skemmtunum, í skemmtiferðaskipum og í sjón- varpsþáttum í Skandinavíu, Asíu og Ameríku.“ Það er ekki hrist fram úr erminni að verða góður töframaður. Er það? „Onei. Það þarf margt fleira til en að hrista ermar. Góður töfra- maður þar feikilega nákvæmni, aga, þolinmæði og þrotlausar æfingar svo þetta gangi allt saman upp. Ég hef oft æft sum atriði í mörg ár áð- ur en ég sýni þau. Mörg töfrabrögð eru klassísk, ganga frá einum til annars, en góðir töframenn skapa einnig mörg ný og frumleg töfra- brögð. Þá reynir á sköpunargáfuna. Síðan tekur við útfærsla og þrot- lausar æfingar. Loks er það leikræni þátturinn sem einnig er mjög mikilvægur. Töframaður er nokkurs konar leik- ari. Hann þarf að kunna að magna upp spennu og dulræna stemningu svo áhorfendur njóti þess sem þeir komu til að upplifa: Að láta blekkja sig. Auðvitað byrjaði ég á því að taka upp töfrabrögð annarra og líklega má rekja þennan áhuga minn til þess að pabbi gaf mér bók þegar ég var strákur sem heitir Töfrabrögð Houdinis, en sá meistari hefur heill- að marga gegnum tíðina. Baldur Brjánsson á einnig heiður skilinn fyrir allar sínar leiðbeiningar en við Baldur erum enn perluvinir þótt hann sé 20 árum eldri en ég.“ Ingó var í Fellaskóla og Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hann stundaði tónlistarnám á unglings- árum í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem hann nam klassískan gítarleik og tónfræði. Ingó hefur getið sér gott orð sem gítarleikari og laga- og textahöf- undur með þungarokkssveitinni Dimmu, sem hann stofnaði árið 2004, ásamt Sigurði Geirdal Ragn- arssyni, yngri bróður sínum. Auk þess að leika með Dimmu hefur Ingó spilað inn á plötur og á tónleikum víða um heim, m.a. með hljómsveitunum Stripshow, Quar- ashi og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Þá hefur hann spilað og gefið út efni með Bubba Morthens auk þeirra Dennis Dunaways, Michaels Bruce og Neals Smiths úr upphaf- lega Alice Cooper-bandinu. Ingó heldur upp á 40 ára starfs- afmæli sem töframaður með stórri töfrasýningu í Salnum í Kópavogi nk. sunnudag, 13.5., kl. 16.00. Fjölskylda Dóttir Ingós er Katrín Jenný, f. í Gautaborg í Svíþjóð 17.5. 2008. Hún er búsett í Svíþjóð ásamt móður sinni, Theódóru Björgu Lofts- dóttur. Systkini Ingós eru Kolbrún Svala, f. 20.1. 1970, húsfreyja í Reykjavík, og Sigurður Geirdal, f. 3.4. 1973, tónlistarmaður í Reykja- vík. Foreldrar Ingós: Ragnar Geirdal Ingólfsson, f. 18.6. 1943, d. 28.4. 2018, bifvélavirki í Reykjavík, og k.h., Jenný Hjördís Sigurðardóttir, f. 26.5. 1948, félagsliði í Reykjavík. Ingólfur H. Geirdal Kristín Helga Jensdóttir húsfr. í Hafnarfirði Sigurður Kristján Sigurðsson sjóm. í Hafnarfirði Steinþóra Margrét Sigurðardóttir verslunark. í Rvík Jenný Hjördís Sigurðardóttir félagsliði í Rvík Sigurður Steindórsson verkam. í Rvík Guðrún Pálsdóttir húsfr. í Rvík Steindór Jóhannesson verslunarm. í Rvík Kolbrún Svala Ragnarsdóttir húsfr.í Rvík Sigurður Geirdal Ragnarsson tónlistarmaður í Rvík Gunnþóra Freyja Jóhannsdóttir sérkennari í Rvík Anna Vigfúsdóttir húsfr. í Rvík Guðbjörg Tómasdóttir fyrrv. kennari við VÍ Tómas Guðbjartsson hjartalæknir Tómas Vigfússon húsasmíða­ meistari, hann byggði fyrstu verkamanna­ bústaðina v. Hringbraut í Rvík argrét Steindórsdóttir húsfr. í Rvík MErla Axelsdóttir húsfr. á Siglufirði og í Hafnarfirði Ingimundur Einarsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari Valdís Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur Svanhildur Vigfúsdóttir fyrrv. stjónarform. Skeljungs Vigfús Geirdal kennari og sagnfræðingur og skólastj. á Flateyri Arndís Sævarsdóttir sérkennari Sigursteinn Sævar Sigurðsson alþjóða knattspyrnudómari Guðbjörg Árnadóttir húsfr. í Rvík Vigfús Sigurðsson trésmiður í Rvík. Fór með J.P.Koch í leiðangur þvert yfir Grænland 1912 Svanhildur Vigfúsdóttir húsvörður í Rvík Ingólfur Guðmundsson Geirdal kennari í Rvík Vilhelmína Steina Pétursdóttir húsfr. á Ísafirði Úr frændgarði Ingólfs H. Geirdal Ragnar Geirdal Ingólfsson bifvélavirki í Rvík Halla Eyjólfsdóttir skáldkona á Laugabóli Freyja Geirdal húsfr. í Keflavík Sigurður Geirdal bæjarstj. í Kópavogi SJÓN skáld og rithöfundur Steinólfur Geirdal skólastj. og útgerðarm. í Grímsey Hreiðar E.Geirdal kennari í Grímsey, söðlasmiður á Húsavík og verslunarm. á Ísafirði Guðmundur Eyjólfsson Geirdal kennari og skáld á Ísafirði, af Bjarna Pálssyni landlækni í beinan karllegg ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2018 Jóhann fæddist á Elliða í Stað-arsveit 9.5. 1905, sonur Sæ-mundar Sigurðssonar hrepp- stjóra og Stefaníu Jónsdóttur húsfreyju. Stefanía var dóttir Jóns Jónssonar, hreppstjóra á Álftavatni, bróður Árna, langafa Böðvars, föður Sturlu, fyrrv. alþm. og ráðherra. Systir Sæmundar var Oddfríður, móðir Guðmundar heitins Ingólfs- sonar djasspíanósnillings. Eiginkona Jóhanns var Sigríður, dóttir Árna Thorsteinson tónskálds, og eignuðust þau dæturnar Helgu þjóðlagasafnara og Gyðu skólastjóra. Jóhann var fimm ára er hann missti föður sinn og fór þá í fóstur að Mið- hrauni í Miklaholtshreppi. Jóhann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1926, embættisprófi í lækn- isfræði 1931, stundaði framhaldsnám í taugalækningum í Kaupmannahöfn og Árósum og var viðurkenndur taugasérfræðingur 1938. Jóhann var ráðinn fyrsti trygginga- yfirlæknirinn við stofnun emb- ætt- isins í ársbyrjun 1937, varð prófessor í lyflæknisfræði við HÍ og yfirlæknir við lyflæknisdeild Landspítalans 1948. Hann sat í manneldisráði frá stofnun 1939, í læknaráði frá stofnun 1942, í skólanefnd Lyfjafræðingaskóla Ís- lands, sat í stjórn Rauða kross Íslands og gegndi ýmsum nefndarstörfum. Jóhann varð félagsmálaráðherra í utanþingsstjórn dr. Björns Þórð- arsonar 1942, sem Sveinn Björnsson ríkisstjóri skipaði. Hann sagði hins vegar af sér ráðherradómi í apríl 1943 vegna óánægju með afstöðu og að- gerðaleysi Alþingis gagnvart verð- bólgunni. Jóhann var afburðanámsmaður, bráðskarpur, vinnusamur og afar virtur læknir. Hann var ekki síður dáður af sjúklingum sínum, enda var hann yfirlætislaus, alúðlegur og nær- gætinn læknir sem lét sér ekki síður annt um andlega líðan þeirra en lík- amlega heilsu. Hann var því mörgum harmdauði er hann lést á besta aldri 6.6.1955. Merkir Íslendingar Jóhann Sæmundsson 95 ára Kristín Lilja Óskarsdóttir 90 ára Kristján Ólafsson 85 ára Jóhanna Rósinkrans Kristín Magnúsdóttir Rögnvar Ragnarsson Örn Ingólfs Ingólfsson 80 ára María Þórdís Sigurðardóttir Sonja H. Thorstensen 75 ára Arndís Ármann Einar Magnússon Hallur Sturlaugur Jónsson Hildigunnur Halldórsdóttir Hulda Garðarsdóttir Jón Zophoníasson Rósa Arilíusardóttir Sigrún Stefánsdóttir Þorbergur Kristinsson 70 ára Guðjón Sólmundarson Halldóra J. Jónasdóttir Halldór Jóhannsson Inga Harðardóttir Jón Ingi Guðjónsson Jónína Erla Valgarðsdóttir Soffía Laufey Tryggvadóttir Sólveig Stefanía Kristinsdóttir Svanborg Ágústa Kristjánsdóttir 60 ára Bergdís Hrönn Kristinsdóttir Guðný Edda Gísladóttir Hörður Sigurðsson Jón Þrándur Steinsson Kristín A. Sigurðard. Hammer Maija Upeniece Marjolijn Tiepen Óskar Arnar Hilmarsson Pétur Pétursson Sigurborg Oddsdóttir Sigurlína Gísladóttir Wanda Lucja Ferenc Wieslaw Mysliwiec 50 ára Auður Jóhannsdóttir Birgitta Sveinsdóttir Eyrún Sigurjónsdóttir Fanney Reynisdóttir Galina A.G. Andersen Guðlaug Sigurðardóttir Ingólfur H.R. Geirdal Sigurbjörg K. Bóasdóttir Sverrir Sigurðsson Þorgerður Þorvaldsdóttir 40 ára Aðalheiður Þórisdóttir Anna S. Halldórsdóttir Hafdís Jónsdóttir Jóhann Sveinn Sveinsson Kristbjörg Þórisdóttir Petruk Blazej Riccardo Manzi Sigurdís Laxdal Helgadóttir Stefán Þór Karlsson 30 ára Arna Sif Ásgeirsdóttir Bjarki Erlingsson Dariusz Jacek Runowski Elín Auðbjörg Pétursdóttir Ívar Guðnason Katrín Ottesen Qiong Wang Samúel Þór Smárason Sebastian Mariusz Tkaczyk Svala Sif Sigurgeirsdóttir Thelma Diljá Ólafsdóttir Tiberiu Sucala Til hamingju með daginn 30 ára Thelma ólst upp í Kópavogi, býr í Mos- fellsbæ og stundar nú nám í tækniteiknun við Tækniskólann. Maki: Zamir Jukaj, f. 1996, bílamálari. Foreldrar: Svanhvít Jóns- dóttir, f. 1945, nuddari og kírópraktor, og Ólafur Garðar Þórðarson, f. 1935, múrarameistari og byggingarstjóri. Þau eru búsett í vesturbænum í Kópavogi. Thelma Diljá Ólafsdóttir 30 ára Svala býr á Ísa- firði, stundar nám í sál- fræði og er sundþjálfari. Maki: Samúel Sam- úelsson, f. 1982, fram- kvæmdastjóri Fiskmark- aðar Vestfjarða. Sonur: Samúel Máni Samúelsson, f. 2015. Foreldrar: Sigurgeir Steinar Þórarinsson, f. 1963, og Guðrún Bene- diktsdóttir, f. 1965. Stjúp- móðir: Ragnhildur Stef- ánsdóttir, f. 1970. Svala Sif Sigurgeirsdóttir 30 ára Ívar ólst upp í Þór- isholti í Mýrdal og er bóndi þar. Maki: Kristina, frá Slóvak- íu, f. 1985, húsfreyja. Sjúpsonur: Alex Ragnar, f. 2015. Systkini: Íris, f. 1981; Ein- ar, f. 1996, og Þorgeir, f. 1996. Foreldrar: Guðni Ein- arsson, f. 1957, og Halla Ólafsdóttir, f. 1961, bænd- ur í Þórisholti. Ívar Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.