Saga


Saga - 2006, Page 237

Saga - 2006, Page 237
í að verða sér úti um vímugjafa á bannárunum þegar ekki var hægt að fá áfengi keypt (I, bls. 200–203). Vissuð þið til dæmis að árið 1907 bar vinstri umferð hærri hlut af hægri umferð í lagasetningu vegna tillitssemi við söðul- ríðandi kvenfólk (I, bls. 70)? Eða að árið 1933 útvarpaði RÚV miðilsfundi (I, bls. 191)? Skyggð innskot eru samkvæmt formála brot úr bókum sem Örlygur Hálfdanarson hefur valið (I, bls. 14). Yfirleitt er þetta smekklegt en þó finnst mér orka tvímælis að setja inn í bók af þessu knappa tagi heila grein úr Húnvetningi (um fyrstu póstferð sem farin var á bíl milli Reykjavíkur og Akureyrar 1933) eins og gert er á bls. 159–165. Fleira en brot úr bókum er skyggt, þá eru einnig tilvitnanir með smáu letri úti á spássíum, skáleturs- og gæsalappakaflar inni í aðaltexta. Mikið er um hnyttinn kveðskap og fróðleiksmola sem Árni hefur fundið til að krydda með hér og hvar, aðal- textinn rennur vel og er skemmtilegur aflestrar. Góður fengur er að þessari ágætu samantekt, enda lítið um að millistríðsárin séu til umfjöllunar í al- mennum yfirlitsritum út frá öðru sjónarhorni en stjórnmálum og atvinnu- vegum. Í seinni hluta fyrsta bindis eru myndir af íslenskum gripum í þjóð- fræðasafninu í Hamborg, Hamburgisches Museum für Völkerkunde und Vor- geschichte. Safnið var stofnað formlega 1879 og þar eru nú rúmlega 400 grip- ir af íslenskum uppruna. Hans Kuhn safnaði flestum, eða 378 þeirra, á Ís- landi árið 1927 á vegum Þjóðfræðasafnsins. Um þann safnauka gerði hann skrá með ítarlegum upplýsingum, en fremur lítið er skráð um aðra íslenska gripi í Þjóðfræðasafninu. Kuhn má teljast forgöngumaður í vísindalegri söfnun íslenskra nytjahluta en fram að henni höfðu safnarar hér fyrst og fremst beint athygli að mjög fornum, óvenjulegum eða listrænum gripum. Vandaðar teikningar sem Þjóðfræðasafnið lét gera af langflestum hlutanna eru uppistaðan í þessum hluta bókarinnar. Árni notar texta sem fylgja teikningunum, frumskrár Kuhns og styðst að auki við sérfræðinga um af- mörkuð svið við gerð viðbótarskýringa. Hann velur að láta texta Kuhns standa þó að í sumum tilfellum orki það tvímælis — eins og til dæmis þar sem sagt er um kláru að hún sé notuð til að raka skarn af túni (I, bls. 319). Það kann að vísu að vera svo í einstökum tilfellum en aðalhlutverk klár- unnar var að mylja húsdýraáburð og hrífur voru hentugri áhöld til rakst- ursins. Nafnorðið kríla sem þarna er notað nokkrum sinnum (I, bls. 379–380) um kríluð bönd finn ég ekki í nýjustu útgáfu íslensku orðabókar- innar og Elsa E. Guðjónsson textílfræðingur kannast ekki við að hafa rekist á það. Hins vegar kemur nafnorðið kríli fyrir í þessari merkingu í riti frá 18. öld (sjá ritmálsskrá Orðabókar H.Í.). En þessar aðfinnslur — ef aðfinnslur skyldi kalla — eru smámunir miðað við þær fróðleiksgnægðir sem felast í myndunum og myndatextunum. Þessi hluti bókarinnar ætti að vera skyldulesning fyrir safnafræðinema, þar sem námsefni um nytjahluti og vinnubrögð sem þeim tilheyra er af skornum skammti en þekkingin nauð- synleg öllum sem sinna íslenskum minjasöfnum. R I T D Ó M A R 237 Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 237
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.