Jökull


Jökull - 01.01.2001, Síða 110

Jökull - 01.01.2001, Síða 110
Páll Theodórsson um. Dansgaard hafði sýnt að samsætuhlutföll vetnis og súrefnis í Grænlandsjökli geymdu mikilvægar upp- lýsingar um veðurfar á liðnum öldum. Ekki var útilok- að að svipaðan fróðleik væri að finna í Vatnajökli, þótt þetta væri með öllu óvíst vegna þess að íslenskir jöklar eru við frostmark, ef undan er skilið efsta lag hjarnsins sem frost er í á vetrum. Á sumrin seytlar leysingarvatn í gegnum ísinn. Var nú tekið að kanna möguleika á að bora í Vatna- jökul og ná þar samfelldum ískjarna. Fyrsta skrefið var tekið 1968 þegar einfaldur bræðslubor var smíðað- ur á Raunvísindastofnun og hann reyndur um sumarið á Bárðarbungu með hjálp manna úr Jöklarannsókna- félaginu. Borinn stöðvaðist fyrst á 35 metra dýpi á þykku öskulagi en alls náðist 41 metra langur kjarni (sjá greinar í 18. árgangi Jökuls). Næstu tvö árin var tilraunaborunum haldið áfram á Langjökli og á Bárð- arbungu. Þessar boranir gáfu ýmsar gagnlegar upplýs- ingar en sýndu að beita yrði bor sem skæri sig niður í gegnum ísinn. En ljóst var að djúpborun yrði um- fangsmikið og kostnaðarsamt verkefni. Stuðningur við hugmyndina, sem reyndist afger- andi, kom óvænt. Bragi sótti ráðstefnu í Vín haustið 1970 sem haldin var á vegum IAEA og greindi þar frá fyrstu jöklamælingum sínum. Niðurstöður Braga þóttu gefa óvæntar og áhugaverðar niðurstöður og var hann hvattur til að fylgja þessum rannsóknum vel eft- ir. IAEA bauðst til að styrkja fjárhagslega borun í Vatnajökul. Í framhaldi af þessu gerði Raunvísinda- stofnun rannsóknarsamning við IAEA um djúpborun og fylgdi honum drjúgur fjárstuðningur. Við Bragi höfðum þegar kynnst því hversu sterk- an stuðning við gátum fengið frá Jöklarannsóknafé- laginu, en engu að síður þurfti töluverða bjartsýni til að ráðast í verkefni sem krefðist fjölda sjálfboða- liða í margar vikur á jökli. Á fundi í ársbyrjun 1972 heima hjá Sigurði Þórarinssyni, sem þá var formað- ur félagsins, var rætt um hugmyndina í hópi nokkurra traustra félagsmanna og kom þar fram fullur stuðn- ingur við verkefnið. Nauðsynlegt var talið, ef í verk- efnið yrði ráðist, að félagið eignaðist nýjan snjóbíl, en gömlu jöklabílar félagsins, tveir víslar, voru orðnir lúnir. Féllust menn á að skrifa upp á víxil til að mögu- legt væri að panta nýjan snjóbíl hið fyrsta. Borinn Vinna við smíði borsins hófst við Raunvísindastofnun haustið 1971. Karl Benjamínsson, tækjasmiður Raun- vísindastofnunar, sá um hönnun og smíði borsins, bor- palls, spils og gálga. Við hönnun þessa bors var ekki við neina beina fyrirmynd að styðjast. En Karl var afburðagóður tækjasmiður, fann jafnan einfaldar og áreiðanlegar lausnir, og það var næsta ótrúlegt að hann skyldi geta smíðað allan borbúnaðinn með hinum fá- breyttu tækjum sem voru á verkstæði Raunvísinda- stofnunar. Teikning var ekki gerð af bornum fyrr en ári síðar þegar grein var skrifuð um borunina í Journal of Glaciology. Borinn samanstóð af tveimur sammiðja stálrörum. Á ytra rörinu (kápunni), sem var um þriggja metra langt, voru þrír skautar, lóðrétt 20 sm löng eggstál sem áttu að skorða rörið við holuvegginn þegar borað var. Innra rörið, sjálfur borinn, var um 2ja metra langt og var snigill soðinn utan á það og lá hann þétt upp að kápunni. Snigillinn þrýsti ísspónunum upp í hólf fyrir ofan borrörið, milli öxulsins og kápunnar. Rafmótor með gírkassa, sem knúði snúning borsins, var efst í ytra rörinu. Þegar borinn var hannaður var okkur að sjálfsögðu ljóst að við gætum lent í margvíslegum erfiðleikum við borunina því verkefni okkar var í raun frumtilraun til djúpborunar í þíðjökul. Bandaríska heimskauta- stofnunin CREEL, sem var mjög virk í jöklaborun- um á heimskautasvæðunum á þessum tíma, kom sér upp gervijökli í stóru frystihúsi þar sem nýir bor- ar voru reyndir og var þá auðvelt að endurbæta þá í ljósi fenginnar reynslu. Þetta gátum við því miður ekki leyft okkur, við urðum að kljást við vandamálin á jökli. Óvissa ríkti því óhjákvæmilega um ýmsa þætti. Hvernig mátti tryggja að snigillinn bæri átakslítið alla ísspænina upp í geymsluhólfið fyrir ofan borinn? Ef eitthvað af spónunum træðust upp á milli holuveggs og fóðurrörs var hætta á að þeir gætu fest ytra rör- ið í holunni. Mundu skautarnir skorða ytra rörið við holuvegginn þegar borað var án þess að festa borinn þegar hann var dreginn upp? Þá gengu tvær skertennur inn í kjarnann og slitu hann. Hver var hentugasta lög- un þeirra? Hver átti lögun hnífanna, breidd og skurð- arhorn að vera til að borinn skæri ísinn jafnt? Þetta myndi fyrst koma í ljós við borun á jökli. 110 JÖKULL No. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.