Jökull


Jökull - 01.01.2001, Síða 142

Jökull - 01.01.2001, Síða 142
Magnús T. Guðmundsson Veðurathuganir á Vatnajökli Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raun- vísindastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli samhliða afkomumælingum. Háskólinn í Utrecht í Hollandi gerði samskonar mælingar á Breiðamerkur- jökli. Tilgangur þessara mælinga er að rannsaka leys- ingu og hvernig hún er háð veðurþáttum. Rannsóknir í Öræfum og á Skeiðarársandi Rannsóknahópur á vegum háskólans í Keele í Englandi í samstarfi við Óskar Knudsen jarðfræðing vann að rannsóknum á setlögum á Skeiðarársandi, einkum í tengslum við Skeiðarárhlaupið 1996. Einnig vann þessi hópur að rannsóknum við Jökulsá á Sól- heimasandi og við Jökulsá á Fjöllum. Rannsóknir á botnseti Langjökuls Hópur frá Lundúnaháskóla vann síðastliðið sumar að rannsóknum á botnseti undir Langjökli, m.a. með því að bora gegnum hann nærri sporði og gera mælingar í botni holnanna. Tilgangur verkefnisins er að kanna tengsl botnsetsins og ísskriðs. Framhlaup í Hagafellsjökli Eystri Hagafellsjökull Eystri hljóp fram af fullum krafti síðastliðið vor og fram á sumar, eftir að hafa tek- ið sér hvíld yfir háveturinn, en fyrstu merki fram- hlaups sáust síðastliðið haust. Gekk jökullinn langt inn í Hagavatn, olli vatnagangi í Farinu og tók af göngubrúna á barmi Nýjafoss. Þóttu þessar aðfar- ir hinar merkilegustu í fásinni sumargúrkutíðar fjöl- miðla. Nam framskrið jökulsins um 1 km og liggur hann nú á svipuðum stað og laust fyrir miðja öldina. Framhlaup í Dyngjujökli Vísbendingar um óvenjulega sprungumyndun og hraðaaukningu sáust á Dyngjujökli haustið 1998. En síðastliðið vor var framhlaup komið í fullan gang. Í vorferðinni í júní sást að framhlaupsbylgja átti um 10 km eftir niður á sporð. Undir áramót bárust þær fréttir að jökullinn væri farinn að ganga fram á öllum jaðrin- um frá Kverkfjöllum í austri og langleiðina að Kistu- felli í vestri. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort fram- hlaupinu er enn að fullu lokið. Grímsvatnahlaup Tvö Grímsvatnahlaup urðu á árinu. Það fyrra varð í byrjun febrúar og varð það nokkuð snöggt af Gríms- vatnahlaupi að vera, þó svo vatnsmagn hafi verið fremur lítið, eða tæplega hálfur rúmkílómetri. Ann- að hlaup kom í nóvember. Við hlaupið í febrúar sigu Grímsvötn um rúmlega 60 metra en eitthvað minna í hlaupinu í nóvember. Jarðhiti á ísstíflu Grímsvatna veldur því að þar verða hlaup við lága vatnsstöðu, um eða undir 1390 m. Atburðir í Mýrdalsjökli Aðfararnótt 18. júlí síðastliðinn kom skyndilega hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi og var rennsli þess allmikið í hámarkinu, svo ekki mátti miklu muna að af tæki brúna, sem er þó um 150 m löng. Töluverður sig- ketill myndaðist í upptökum Sólheimajökuls og var ljóst að þaðan var hlaupið ættað. Í kjölfarið tóku all- ir sigkatlar í Mýrdalsjökli að síga og springa. Orsökin er talin vera skyndileg aukning jarðhita, líklega vegna kvikuinnskota. Sennilegt er að nýji ketillinn upp af Sólheimajökli hafi orðið til vegna smágoss upp á jök- ulbotninn undir honum. Í kjölfar atburðanna var hafin vöktun Mýrdalsjökuls og standa að henni allmargar rannsóknastofnanir. Ekki er talið ólíklegt að atburð- irnir séu forboði eldgoss í Kötlu. Hvort svo er mun framtíðin skera úr. FUNDIR Aðalfundurinn var haldinn 25. febrúar og að loknum venjulegum aðalfundarstörfum og kaffidrykkju sýndi sá sem hér talar myndir af jólagosi í Grímsvötnum. Vorfundurinn var haldinn 27. apríl og þar flutti Ósk- ar Knudsen erindi um aurasvæðin framan við Brúar- jökul. Eftir hlé sýndi Magnús Hallgrímsson myndir frá Tindfjallajökli en þangað var sumarferðinni heit- ið. Haustfundurinn var haldinn 26. október og fjallaði hann um óróa í Mýrdalsjökli, þar sem Helgi Björns- son, Bryndís Brandsdóttir og Hafþór Jónsson sögðu frá. Eftir hlé sýndi Magnús T. Guðmundsson myndir úr Grímsvötnum, bæði vorferð og haustferð. ÚTGÁFA JÖKULS Ágangur Jökuls nr. 47 kom út á árinu. Í honum eru greinar um loftslag eftir lok síðasta jökulskeiðs, 142 JÖKULL No. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.