Jökull


Jökull - 01.01.2010, Síða 200

Jökull - 01.01.2010, Síða 200
Oddur Sigurðsson Norðurlandsjöklar Búrfellsjökull – Sveinn Brynjólfsson segir í mæl- ingaskýrslu: „Endagarður að verða íslaus og útflatt- ur. Sporðurinn hefur þynnst frá 2007 og er nú fyrst ákvarðaður jaðar jökulsins innan við endagarðinn frá framhlaupinu 2004. Segja má að þetta 17 m hop sé uppsafnað a.m.k. síðan 2005.“ Langjökull Kirkjujökull – Í skýrslu segir Einar Hrafnkell frá mikl- um aur sem færði eitt merki á kaf. Aurinn virðist hafa komið með norðurjaðri jökulsins. Svipað gerðist árið 2000. Leiðarjökull – Að sögn Kristjönu G. Eyþórsdóttur var jökulsporðurinn í Jökulkróki sléttur að framan og jafnt hallandi og ekki brattur. Jökuláin kom undan jöklin- um nær Hengibjörgum en miðjum jaðri. Gangan fram og aftur frá Þröskuldi og mælingin tóku 5,5 tíma. Kerlingarfjöll – Loðmundarjökull eystri Jökulsporðurinn liggur niðri í þröngu gili og er að ét- ast þar upp og lækka. Einari Hrafnkatli finnst jaðarinn mjög rytjulegur þar sem lækurinn kemur úr íshelli. Hofsjökull Nauthaga- og Múlajökull – Farnar voru tvær ferðir. Sú fyrri lenti í miklu vatnsveðri og voru þá mældir tveir austustu punktarnir. Merki eru um mikinn vatna- gang við jökulsporðinn nálægt Hjartafelli. Afkoma Hofsjökuls – Mass balance of Hofsjökull Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.- mál lína Year area Winter Summer Net ELA km2 m m m (m y.s.) Sátujökull 2007–2008 81,6 1,74 -2,31 -0,57 1340 1987–2008 -10,64 1320 Þjórsárjökull 2007–2008 235,9 1,84 -2,63 -0,79 1210 1988–2008 -11,32 1220 Blágnípujökull 2007–2008 51,5 1,59 -2,52 -0,93 1360 1988–2008 -9,40 1320 Eyjafjallajökull Steinsholtsjökull – Úr mælingaskýrslu Ragnars Th. Sigurðssonar: „Eins og undanfarin ár liggur mjór rani úr dauðís, að mestu þakinn jökulurð, út frá virka jökulsporðinum að stækkandi lóni. Að þessu sinni var ákveðið að dæma hann úr leik að hálfu og miða fjarlægðarmælinguna við skarð í rananum.“ Þetta er ástæðan fyrir mikilli breytingu á mælingatölum fyrir stöðu jökulsporðsins (sjá 1. mynd). Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Að undanförnu hefur verið mælt frá stórum steini sem jökullinn skildi eftir er hann gekk lengst fram 1997. Áin velti steininum og ekki er ljóst hvort hann færðist úr stað. Önnur merki eru á sín- um stað svo það er ekki áhyggjuefni. Lítið lón, sem varð til trafala við mælingu í fyrra er horfið en áin gengur þar yfir mælilínu þannig að aftur var mælt eft- ir hliðraðri línu eins og í fyrra. Í skýrslu Einars og Gunnlaugs, sem er glæsileg að vanda, er einnig sagt að sporðurinn sé þunnur og auðveldur uppgöngu. Kötlujökull – Sporður jökulsins er snarbrattur vegna þess að vikurlagið frá 1918 liggur ofan á honum og hindra leysingu ofan frá. Af blásporðinum hrynur og skolast vikurinn og bráðnar hann nær einvörðungu framan frá. Þetta er ekki ólíkt því sem gerist við sjáv- arbjörg sem brotna ört í sjó fram en eyðast lítt að ofan. Vatnajökull Skeiðarárjökull vestur, miðja – Hannes Jónsson segir frá mikilli geil næst jökli og óttast að brátt verði ófært til mæling vegna lóns. Einnig telur hann að stutt sé í að Súla færist yfir í Gígjukvísl. Skeiðarárjökull austur – Ragnar Frank Kristjánsson segir sýnilega á renna meðfram jökuljaðrinum til vest- urs. Þetta reyndist merkilegur fyrirboði þess sem varð tæpu ári seinna er Skeiðará breytti um farveg. Fremsti partur jökulsins er úfinn og tengist það framgangi jök- ulsins. Hins vegar er jökulyfirborðið slétt nokkru ofar svo að ekki virðist um framhlaup að ræða. Austustu merkin voru umflotin Skeiðará og varð því ekki kom- ist að þeim til mælinga. Morsárjökull – Lón framan við jökulinn torveldar mælingu og er hún því ekki mjög nákvæm. 200 JÖKULL No. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.