Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 36

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 36
34 BREIÐFIRÐINGUR orðnar algengar og skilvindur voru þegar farnar að syngja á málum sinn einfalda hjólasöng. 011 þessi heimilistæki voru á Reykhólum í tíð Arndísar og Hákonar. Eldhús voru þar tvö á bænum: Stórt, gamalt hlóða- eldhús í frambænum og auk þess annað eldhús milli aðal- stofu, „innstu stofu“, er svo var nefnd, og hjónahússins. I því eldhúsi stóðu tvær, svartar járneldavélar hlið við hlið, og í þeirri stærri logaði eldur alla daga. Þetta eldhús var með trégólfi og þiljað allt í kring og gekk ávallt undir nafninu Pallurinn. Þarna fór hin daglega matsreiðsla fram að mestu leyti, og þarna deildi húsfreyja út matnum til heimilisfólksins og skammtaði hverjum fyrir sig á sinn disk. Var því ekki lítið starf sem livíldi á húsfreyju um hverja máltíð dagsins, og þurfti bæði glöggskyggni, rétt- sýni og móðurlega nærgætni til, ef vel átti að fara úr hendi og enginn telja sig bera skarðan hlut frá horði. Þetta mun þó Arndísi húsfreyju hafa vel tekizt. Ekkert var henni fjær skapi en að gera upp á milli fólks eða láta einhvern ungl- inginn gjalda þess, ef hann heyrði ekki til hennar eigin fjölskyldu. Hygg ég miklu frekar að henni hafi fundizt sem hver heimilismaður væri að nokkru hennar barn. Það var Arndísi til happs, að hún hafði venjulega nóg- um stúlkum á að skipa til heimilisverka. Hafði hún alltaf vissar stúlkur til skiptis við eldhússtörfin, og sérstaka barnfóstru hafði hún meðan börnin voru ung. En þrátt fyrir góð stúlknaráð, liafði Arndís sjálf alltaf nóg að starfa. Auk hinna umfangsmiklu húsmóðurverka, vann hún mikið að fínni ullarvinnu, því að hún var tóvinnukona ágæt og yfirleitt hög, hagsýn og vandvirk á alla handavinnu sem önnur störf. Heklaði hún mikið af fallegum ullarhyrnum,

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.