Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 37

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 37
BRÉF TIL MÓÐUR 35 hana. Ýmsir fræðimenn hér hafa verið að lesa hana og hefi eg talað við suma þeirra. Láta þeir vel af henni og sumir hæla henni svo, að fram úr hófi keyrir. En hvað sem því líður, þá er eg þess sannfærður, að eg hafi uppgötvað það í málinu, sem aðrir höfðu litla og jafnvel enga hugmynd um. Eg vil biðja þig að lána Guðbrandi bróður mínum þessa bók, ef hann hefði gaman að glugga í hana og sömuleiðis Sigþóri. Eg býst ekki við, að eg geti sent þeim hana, af því að eg verð að biðja útgefandann að láta mig fá öll þessi eintök til fræði- mannanna erlendu. Háskólakennarinn, sem mælti mest með því að eg fengi styrk úr Sáttmálasjóði, vill að eg sendi hana út. Heilsufar milt er ekki eins gott og eg vildi að það væri. Eg er lasinn öðru hvoru eða réttara sagt: oftast nær. Magasárið virðist ekki gróið og það er verra en ekki. Eg á að fara á morg- un til Halldórs Hansen, læknisins, er skar mig í fyrra, og láta hann rannsaka mig. Býst eg svo við, að hann vilji að eg legg- ist inn, enda mun það vera hyggilegt. Ekki er það óhugsandi, að eg skáni eftir eina eða tvær vikur. Mér hefur efalaust versn- að sakir þess, að eg hef reynt meira á mig, bæði andlega og líkamlega en eg var maður fyrir. Bókin kostaði mig mikla hugsun og margar ferðir ofan í bæ. Annars hefi eg ekkert að segja í fréttum. Eg hitti Alexander smið hérna á dögunum og sagði hann mér þá, að þú værir flutt inn að Völlum, blessuðum Brimilsvöllunum gömlu, og að þú værir í Nýjabæ eða Götu, eg man ekki hvort bæjarheitið er réttara. Eg skrifa þig því á Brimilsvöllum. Þær eru ekki marg- ar, Þorkötlurnar, þar að eg vona. Eg bið ástsamlega að heilsa Önnu og öllu hennar fólki, Bjama í Einarsbúð, að Kletta-koti og Geirakoti, og svo öllum kunningjunum og þar á meðal Hans á Holti. - Jú, eitt er eftir, sem eg var nærri búinn að gleyma. Maður nokkur, er heitir Brynjólfur Þórðarson, var fyrir vestan hjá ykkur. Hann málaði ýmsar myndir og þar á meðal eina af Snæfellsjökli og Nón- fjalli og Hólbúðarbænum. Þessa mynd gaf hann mér. Var það ekki fallega gert og ástúðlegt? Svo nú hefi eg mynd af jöklin- um og hluta af Völlunum hangandi á þilinu hjá mér. Myndin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.