Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 32

Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 32
/\)ý Dögurv Hringt hefur verið yfir tuttugu þúsund sinnum á síðustu fimm árum. Stúlkur eru í miklum meirihluta þeirra sem hringj a og þ ótt símaþj ónustan sé hugsuð fyrir fólk undir tvítugu eru 20% símtalanna frá fullorðnum. Meirihlutiþeirra sem hringj a er til að leita ráða vegna barnanna sinna. Flest eru börnin sem hringja á aldrinum 12- lóára. Oftasterhringt síðdegismilliklukkan 13 og 17. Þetta er sá tími sem grunnskóla- nemar eru að koma heim úr skóla og foreldr- arnir ókomnir heim úr vinnu. Ástæður hringinganna eru margvíslegar og nánast engin takmörk fyrir því hvað krakkarnir vilja ræða. Ákveðnir þættir eru þó meira áberandi en aðrir og tengjast flestir gelgjuskeiðinu. Spurningarnar snúast um getnaðarvarnir, kynlíf, líkamann, ástina, tilfinningar, samskipti við foreldra, sam- skipti við gagnstæða kynið, vímuefni, sjálfsmyndina, einelti, ofbeldi og vanlíðan af ýmsum toga. Hvernig fær unglingur útrás fyrir tilfinn- ingaleg viðbrögð sín þegar hann hefur misst ástvin í dauða? Leitar hann til foreldra, afa og ömmu, vina, eða til vandalausra? Þegar skoðuð eru símtöl Rauðakrosshússins þar sem skráð hefur verið ástæða hringinga "sorg /söknuður"síðastliðin tvöoghálftár, kem- ur í ljós að það eru aðeins innan við 1% símtala, eða um 170 skráð sem ástæða hring- ingar sorg eða söknuður. Hægt er að álykta að börn og unglingar eigi erfitt með að tjá tilfinningar sínar með orðum. Reynsla mín af unglingum staðfestirþað, að unglingsárin eru oft miklir umrótatímar í tilfinningalífi einstaklingsins. Tilfinningaviðbrögð vegna ástvinamissis eru því ekki sett í samhengi hvorki af full- orðnum né einstaklingnum sem í hlut á. Fyrsti missirinn er þ ví oftar en ekki geymdur þar til næsta áfall verður. Manneskjan getur svæft tilfinningaumrótið, oft um margra ára skeið, skilur svo ekkiþegar t.d. á fullorðins- árum föðurmissirinn, sem hann eða hún varð fyrir í bernsku, leitar stöðugt á. Eg tel að mikilvægt sé fyrir börn og unglinga að þekkja sjálfa sig. Geta skilgreint fyrir sjálfum sér gleði og sorg. Til þess að geta hjálpað ungviðinu að öðlast slíkan þroska, verðum við uppalendur að vera í stakkbúin að tjá okkur sjálftilfinningalega. Mikilvægasteraðbyrja strax ífrumbernsku að viðurkenna og skapa svigrúm fyrir ein- staklinginn til að fá útrás tilfinninga sinna. Að öll tilfinningaleg viðbrögð eru eðlileg og ekki til að skammast sín fyrir. En uppalendur bæla oft tilfinningalega útrás barna sinna með ómeðvituðum viðbrögðum á borð við eftirfarandi setningar: " Þú ert nú orðin svo stór strákur. Ekki gráta ", " Svona lítil sæt stelpa á ekki að reiðast, þá verður hún ekki lengur sæt" . Ef einstaklingur missir ástvin á unglings- árunum, er það mín reynsla að oftar en ekki lokar hann á tilfinningar sínar, byrgir inni sársauka og söknuð, lærir að lifa með innibyrgðum tilfinningum. Oft brýst sár- saukinn út við notkun áfengis eða annarra vímuefna. Slík gerviútrás gerir þó illt verra og leiðir oftar en ekki til óöryggis og birtist í lélegri sjálfsmynd. Nánari athugun á símtölunum. Skoðuð voru 44 símtöl þar sem ástæða hringingar var sorg/söknuður nánar. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem hringdu, eða 37 konur á móti 7 karl- mönnum. Ég tel það eðlilegt því konur eiga yfirleitt auðveldara með að tjá tilfinningar sínar í orðum en karlar. Þó svo að símaþjónustan sé miðuð við börn og unglinga nota fullorðnir þjónustuna jafn mikið og börn og unglingar í þessum málaflokki. En hlutfall hópsins er 21 full- orðinn (20 ára og eldri), og 23 einstaklingar undir tvítugu. Flestir voru á aldrinum 13-15 ára. Hvenær sólarhrings er hringt? Flest símtölin eru milli klukkan 13-16 eða 16 samtals. Á kvöldin og nóttunni hringdi tæpur helmingur, eða 20. Athyglisverter að meðal- lengd símtalanna er um 23 mínútur en meðal- lengd allra símtala á tímabilinu er innan við 5 mínútur. Víðmælendum líður illa, þeir eru oft grátandi, einmana og örvæntinga- 32

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.