Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2018, Blaðsíða 78
78 1. júní 2018 11. desember, 2007, komu fangaverðir fangelsis í Mexíkóborg að José Luis Calva Zepeda hengdum í fangaklefa hans. Zepeda var í varð-haldi grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti þremur mann- eskjum að bana á árunum 2004–2007. Fórnarlömb sín hafði hann sundurlimað og jafnvel lagt einhver þeirra sér til munns.Sakamál M arty Theer og Michelle Forcier voru að mati flestra sem til þeirra þekktu hið fullkomna par. Þau voru bæði úr hermanns- fjölskyldu, voru metnaðarfull og opinn persónuleiki Michelle og rósemd Martys virtust skapa full- komið jafnvægi. Þau höfðu kynnst í mennta- skóla og að námi loknu sneru þau sér að eigin hugðarefnum; Marty skráði sig í flugher Bandaríkjanna og Michelle gekk til liðs við varalið flughersins. Næstu árin viðhéldu þau fjar- sambandi enda tíðum flutt á milli herstöðva. Síðan skall Flóa-stríð- ið á, árið 1991, og þau ákváðu að ganga í það heilaga. En þessi blanda af herstöðvalífi og fjarsam- bandi var enginn dans á rósum og þá sjaldan sem þau hittust fór mikill tími í hnútukast. Michelle var einmana og eitthvað þurfti að breytast, sem það og gerði. Breytingin fólst í John Mikael Diamond, kvæntum liðþjálfa, sem Michelle kynntist á spjallsvæði á Netinu. Eldheitt samband Árið 1998 tókust kynni með Michelle og John. Þegar þar var komið sögu var John í sínu öðru hjónabandi sem þá þegar riðaði til falls, að sögn vegna eilífrar ótryggðar hans. John var, líkt og Theers-hjón- in, upprunninn úr hermannsfjöl- skyldu. Höfðu hann og Michelle um margt að tala og brátt tók dað- ur við af meinlausum samskipt- um. Skilaboð þeirra í netheimi urðu sífellt heitari og að lokum ákváðu þau að hittast í raunheimi. Þegar þau loks tylltu sér nið- ur á kaffihúsi small allt saman hjá þeim. Síðar hafði John á orði að það hefði verið ást við fyrstu sýn og Michelle sagði að hann hefði verið „einstaklega heillandi“. Hjónabandsráðgjöf Þaðan í frá vörðu þau öllum sínum lausa tíma saman, stunduðu nætur klúbba Fayetteville og síðar sving-klúbba og þá sem hjón væru. Bæði nutu þau út í ystu æsar þessari þróun sambands þeirra og samband þeirra varð heitara en nokkru sinni fyrr. Þá kom Marty heim. Hann hafði verið á sex vikna námskeiði í Arkansas og skynjaði samstund- is að mikil vandræði steðjuðu að hjónabandi hans. Það varð úr að þau hjónin leituðu til hjónabands- ráðgjafa sem megnið af tímanum hlustaði á þau kvarta hvort yfir hinu. Marty hafði á orði að Michelle mætti sjá betur um heimilið og hún svaraði því til að hann þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun. Michelle sagði að hún vildi fara oftar út en Marty, sem var löngum að heiman, vildi frekar vera heima í rólegheitunum. Haltu mér, slepptu mér Á endanum, sumarið 2000, fór Michelle frá Marty og bjó með John í íbúð utan herstöðvarinnar. Þau fóru í frí til Antilla-eyja og til tals kom að þau settust þar að. Michelle sótti meira að segja um inngöngu í læknaskóla þar, og skráði John sem eiginmann sinn á umsóknareyðublaðinu. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin við girðinguna og brátt rann upp fyrir Michelle að samband hennar og Johns átti enga framtíð. Var í raun ekkert skárra en hjónaband hennar og Martys, en engu að síður fór hún heim til hans. Sambandi Michelle og Johns var þó engan veginn lokið en varð „haltu mér, slepptu mér“-sam- band. John sendi tölvupóst og smá- skilaboð þar sem hann tjáði Michelle ást sína og spurði í mörg- um tilfellum hvernig hún gæti verið manni sem hún sjálf segði að hún elskaði ekki lengur og ylli henni hugarangri og eymd. Skot úr skugga Þann 17. desember, 2000, hlaut þessi ástarþríhyrningur sviplegan endi. Að kvöldi þess dags voru Marty og Michelle á leið heim úr jólahófi. Michelle bað eigin- mann sinn að koma við á vinnu- stað hennar, hún hefði gleymt þar nokkrum bókum sem hún þyrfti að glugga í. Þangað komin fór Michelle inn í skrifstofubygginguna en Marty sat og beið í bílnum. Að nokkrum mínútum liðnum var Marty óþol- inmóður og ákvað að kanna hvað tefði eiginkonu sína. Þegar hann gekk upp úti- tröppurnar að vinnustað Michelle var hann skotinn fjórum sinnum af einhverjum sem beðið hafði komu hans í skugga. Marty féll niður tröppurnar og var skotinn fimmta skotinu þar sem hann lá neðst við tröppurnar. Síðar var úr- skurðað að þetta fimmta skot hefði verið banaskotið. Símtal síðla kvölds Síðar bar Michelle því við að hún hefði hraðað sér af skrifstofu sinni Michelle, John og Marty n tíminn var fjarsambandi theer-hjónanna ekki hliðhollur n Michelle fann nýjan sálufélaga „Skilaboð þeirra í netheimi urðu sífellt heitari og að lokum ákváðu þau að hittast í raunheimi Einmana eiginkona Að lokum leitaði Michelle á spjallsvæði á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.