Mosfellingur - 20.10.2016, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 20.10.2016, Blaðsíða 12
 - Hrútasýning í Kjós12 Hreppa- skjöldurinn á Morastaði Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli á mánudaginn. Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjár- ræktarfélagið Kjós stendur fyrir sýningunni sem jafnframt er vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta. Lárus og Torfi sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og dóma á gimbrum og hrútum. Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt í þremur flokkum. 1) Mislitir/kollóttir lambrútar Fyrsta sæti hlaut hrútur frá Kiðafelli í eigu Bergþóru Andrésardóttur. Í öðru sæti lenti hrútur frá Andrési á Hrísbrú og í þriðja sæti hrútur frá Kiðafelli sem Maggi heldur í. 2) Í flokki lambrúta voru það allt hrútar frá Kiðafelli sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. 3) Í flokki veturgamalla hrúta var keppt um hinn eftirsótta hreppaskjöld. Hrúturinn Partur var þar hlutskarpastur en hann er í eigu Orra og Maríu á Morastöð- um. Annað sætið hlaut hrútur frá Kiðafelli sem Nonni heldur í. Í þriðja sæti er svo hrútur í eigu Harðar Bender á Hraðastöðum. 1 23 Efstir í flokki vEturgamalla hrúta mislitir/kollóttir lambhrútar fylgst mEð flottustu hrútum svEitarinnartóti, sigurbjörn, baddi og björgvin ÓKEYPIS GREIÐSLUMAT Á NETINU Netgreiðslumat Íslandsbanka er endurgjaldslaust til ársloka HÚSNÆÐISÞJÓNUSTA ÍSLANDSBANKA Nú geta viðskiptavinir Íslandsbanka fengið fullgilt greiðslumat án þess að mæta í útibú. Með rafrænum skilríkjum fyllir þú út umsókn á netinu, skilar fylgigögnum rafrænt og færð svar innan fárra daga. Ef þú óskar getur húsnæðislánaráðgjafi veitt þér sýnikennslu með Skjáspegli yfir netið. Netgreiðslumat verður endurgjaldslaust til loka árs 2016. Ertu ekki örugglega með rafræn skilríki? Þú þarft þau til að nýta þér Netgreiðslumat. Kynntu þér málið á vefnum okkar. Við bjóðum góða húsnæðisþjónustu á netinu! Skjáspegill Íslandsbanka er keyrður af Crankwheel

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.