Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 Veðurannáll. Eftir kalt vor hlýnaði loks seinni part júní og náði hiti að deginum 15-20°C, en næturhiti var áfram lágur, oft 4-6°C og oft vætusamt í allt sumar. Í júlí var meinleysis skúraveður og lélegt heyskaparveður en stöku þurrkdagar komu þó um miðjan mánuð og aftur um mánaðarmótin júlí-ágúst. Í lok ágúst gerði hlýja og þurra daga sem nýttust til heyskapar. Sérstakt veðurfyrirbæri var 28. júlí, en þá gerði mikið þrumuveður og haglél þannig að haglskaflar mynduðust við húsveggi. Einnig má geta þess að 28. ágúst voru einhver stórkostlegustu norðurljós sem sést hafa, í hlýju og heiðskíru veðri. Í fjallvikunni 5. – 12. september var þokkalegt veður, úrkomulítið flesta daga og hlýtt, en hvasst. Réttadagurinn var hlýr og fallegur. Var hiti yfir frostmarki í september og nokkuð gott veður þó einhver úrkoma væri flesta daga. Í byrjun október kólnaði niður undir frostmark og herti úrkomuna, sem gerði garðyrkjubændum og kornbændum erfitt fyrir. Voru aldrei samhangandi tveir þurrkdagar allan mánuðinn með tilheyrandi ófærð á ökrum og leiðindum. Loksins um miðjan nóvember gerði nokkra þurrkdaga í röð í hörkugaddi þannig að kornbændur komust um akra sína og náðu margir ásættanlegri uppskeru eftir allt saman. Vetur heilsaði svo með snjókomu á fullveldisdaginn 1. desember og gengu stórviðri yfir landið í framhaldinu með miklum vindi, snjókomu og frosti fyrstu daga desember. Ingimar Einarsson bauð til afmælishófs í félags- heimilinu á Flúðum þann 8. ágúst sl. Afmælishófið hélt hann ásamt dóttur sinni, Guðrúnu, en samtals urðu þau 130 ára. Í Bláskógabyggð er að finna fjórar fjárréttir: Réttað var í Tungnaréttum laugardaginn 12. sept- ember hátt í 5000 fjár. Fjallferð gekk vel og smalaðist þokkalega. Nýr fjallkóngur Tungnamanna er Guðrún Magnúsdóttir í Bræðratungu, en hún tók við af frænda sínum Lofti Jónassyni í Myrkholti, sem verið hefur fjallkóngur á Tungnaafrétti undanfarinn áratug. Í eftirsafn var farið 24. september og heimtust samtals 214 kindur innan Hvítár og af framafrétti. Síðan hafa heimst um 20 kindur. Úthlíðarmenn hafa einnig farið margar ferðir inn á Úthlíðarhraun, Brekkur og Sandfell til fjárleita. Þann 13. september, var réttað í Laugarvatnsrétt og helgina eftir, laugardaginn 19. sept., var nýuppgerð Hvað segirðu til? Heiðarbæjarrétt vígð. Nýbúið er að endurbyggja réttina og var það alfarið gert í sjálfboðavinnu. Var réttin færð til og stendur hún nú fyrir ofan bæjarstæðið á Heiðarbæ. Að lokum var réttað í Brúsastaðarétt sunnudaginn 20. september. Samkvæmt Magnúsi Kristinssyni refaskyttu í Austuhlíð, náðust alls 69 hausar í vor og sumar, þar af voru fjögur dýr sem unnust í landi Brúar af annarri grenjaskyttu. Ekkert greni fannst á afréttinum innan Hólahaga, en eitt greni fannst í Úthlíðarhrauni. Í byggð unnust 13 greni, að meðtöldu Brúargreninu, þar af fjögur ný. Fullorðin dýr voru 23 og yrðlingar 46. Got var almennt mánuði á eftir áætlun í vor vegna kulda og þurfti því að leita oftar en einu sinni í mörgum grenjum, sem kostaði tíma og akstur. Regína Rós Harðar- dóttir var ráðin leik- skólastjóri að leikskól- anum Álfaborg í sumar eftir að Elfa Birkisdóttir flutti sig um set er hún var ráðin skólastjóri Bláskógaskóla á Laug- arvatni. Skálholtsstaður og Skálholtsskóli stóðu fyrir málþingi um umhverfismál í Skálholti þann 10. nóvember s.l. Yfirskriftin var „Af jörðu ertu kominn...“ Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í París nú í desember. Minningardagskrá var haldin um Jón Arason biskup í Skálholti þann 7. nóvember í tilefni þess að liðin eru 465 ár frá aftöku hans og sona hans. Karl Hallgrímsson, kennari í Bláskógaskóla, gaf á dögunum út hljómplötuna, „Draumur um koss“ sem er önnur hljómplata hans. Hélt hann útgáfutónleika að því tilefni í Aratungu þ. 5. desember og var góður rómur gerður að flutningi hans og hljómsveitarinnar. Kvenfélögin í uppsveitum Árnessýslu hafa tekið sig saman um gerð kvikmyndar í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna. Myndin, sem ber vinnuheitið „Svipmyndir fyrir framtíðina um for- tíðina í nútímanum“ fékk 200.000 króna styrk frá Bláskógabyggð auk 100.000 króna styrks frá

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.