Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 39

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 39
Litli-Bergþór 39 húsið á Rima. Á þessum tíma vorum við með hjólhýsi sem við dvöldum í þegar við vorum hérna „fyrir austan fjall“. Við gróðursettum talsvert af trjám og nutum góðs af Ásgrími tengdaföður mínum sem ræktaði fyrir okkur græðlinga og fræræktaði bæði furu- og grenitré. Við tókum líka þátt í tilraunaverkefni fyrir Skógrækt ríkisins með því að gróðursetja fimm mismunadi yrki af öspum sem nú er orðinn myndar skógur sem gefur gott skjól. Við komum okkur upp litlu gróðurskýli á þessum frumbýlingsárum en síðan kom langt hlé í allar framkvæmdir. Við eignuðumst íbúð í Kópavogi og öll okkar orka og allur okkar tími fór í að sinna henni. Riminn var látinn sitja á hakanum og þar gerðist fátt í töluvert langan tíma annað en að trén auðvitað uxu og döfnuðu. Við flytjum í Tungurnar Það var loks árið 2005 sem við létum taka grunn að húsinu okkar hér á Rima. Það var Þorsteinn Þórarinsson í Biskverk sem tók að sér umsýslu með byggingu hússins sem reis árið 2006. Hann hefur reynst okkur ómetanleg hjálparhella allar götur síðan og besti vinur meðal Tungnamanna þótt aðra mætti auðvitað nefna. Árið 2012 keyptum við svo landið af ríkinu og fluttum hingað alkomin í júní það ár. Þó höfðum við flutt lögheimili okkar hingað í Biskupstungurnar talsvert fyrr eða 2008 um leið og húsið taldist íbúðarhæft. Það var svo eitt síðasta ráðherraverk Jóns Bjarnasonar sem landbúnaðarráðherra að skrifa undir kaupsamninginn við okkur í árslok 2011 og selja okkur landið. Þar með vorum við ekki lengur „leiguliðar“ heldur alvöru landeigendur. Talandi um hugðarefni þá má segja að við séum með umsvifamikla búfjárrækt hér á Rima þótt sumum þyki lítið til koma. Áður en við fluttum var ég að leita mér að einhverju sem ekki kostaði of mikla bindingu. Þá datt ég inní býflugnaræktina sem mér fannst strax mjög áhugaverð. Fyrstu býflugnabúin mín fékk ég árið 2011 og nú eru þau fjögur. Á tímabili var ég með fimm bú en fjögur eru eiginlega passlega mörg fyrir eina manneskju að hugsa um. Umönnun þeirra reyndist talsvert meiri en ég ætlaði í upphafi en ég hef gaman af þessu og þetta er gefandi starf. Mér þykir gaman að geta sagt frá því að árið 2013 var ég með mestu hunangsframleiðsluna á landinu. Sumrin þar á eftir hafa verið erfið fyrir býflugnarækt, mikil rigningartíð, ekki sérlega hlýtt og gróður verið seinn til og þar með lítið fóður fyrir flugurnar. Býflugnarækt er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og nú eru um 90 aðilar með býflugnabú á landinu. Í Biskupstungum og næsta nágrenni er talsverður fjöldi býflugnabúa. Við höldum líka nokkrar íslenskar hænur, gæsir, endur og kalkúna. Sá búskapur byrjaði með því að vinnufélagar Konráðs á Hagstofunni gáfu honum nokkrar hænur og gæsir að skilnaði þegar hann hætti að vinna þar árið 2012, síðan hefur hann bætt við sig nokkrum öndum og kalkúnum. En „basl er búskapur“ eins og þar segir. Refir og minkar hafa hafa verið skæðir hjá okkur eins og fleirum. Vorið og sumarið 2014 misstum við 28 hænur og alla okkar gæsarunga, 15 að tölu. Það vildi þó svo vel til að ein gæsin lá á eggjum og kom hún upp tveim ungum. Árið 2015 var litlu skárra þar sem við misstum nánast allar endurnar í minkinn og eitthvað af gæsum líka. Nú er svo komið á Rima að fuglabúskap er nánast sjálfhætt. Kannski að við reynum bara fyrir okkur í refabúskap”. Segir Elín við mig að skilnaði þegar ég kveð hana á bæjarhlaðinu á Rima. Ég þakka þeim hjónum fyrir að svala forvitni minni, því þó að Elín sé að mestu skráð fyrir viðtalinu þá lagði Konráð vissulega orð í belg. Gleðileg jó l Verið velkomin. Upplýsingar um opnunartíma eru í síma: 486 1186

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.