Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 5

Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 5
Litli-Bergþór 5 Búnaðarfélag Bláskógabyggðar var stofnað 8. apríl, árið 2009 með samruna Búnaðarfélags Laugardals og Búnaðarfélags Biskupstungna. Með sameiningunni varð til stórt og öflugt félag með yfir 100 félagsmenn sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í sínum greinum. Eitt aðal markmið félagsins er að vinna að alhliða eflingu búskapar og búsetu í sveitarfélaginu, stuðla að framförum í jarðrækt og í búfjárrækt og auka búþekkingu félagsmanna. Félagið er með heilmikinn tækjaflota til útleigu og er stöðugt verið að bæta hann og efla. Frá stofnun félagsins hefur Svavar Sveinsson verið með yfirumsjón tækjanna. Félagið hefur aðstöðu fyrir tækin á tveimur stöðum í sveitarfélaginu, á Gilbrún hjá Svavari og einnig í Efsta-Dal hjá Theódór Vilmundarsyni. Þeir hafa séð um úthlutun og viðhald véla. Árið 2011 yfirtók búnaðarfélagið rekstur kornræktarfélagsins Gullkorns og hefur síðan þá gert út og mannað þreskivél til kornskurðar. Búnaðarfélagið stendur fyrir ýmisskonar fræðslu á hverju ári og fær þá oftast í heimsókn leiðbeinanda eða fyrirlesara part úr degi. Á síðasta ári var t.d. fyrirlestur hjá Guðmundi Hallgrímssyni um brunavarnir útihúsa og um bættan aðbúnað og heilsufar bænda. Svo var haldið námskeið í notkun og stillingu áburðardreifara og var það Haukur Þórðarson bú- tækniráðunautur sem kom þá í heimsókn. Á síðustu árum hefur nokkuð af ungum bændum gengið í Bún- aðarfélag Bláskógabyggðar. Er það hlutverk félagsins að hvetja þá til dáða og efla, ásamt því að búa til umræðuvettvang fyrir fólk með sameiginleg áhugamál, -búskap og ræktun. Í stjórn Búnaðarfélagsins sitja nú: Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð formaður, Daníel Pálsson, Hjálms- stöðum ritari og Ingvi Þorfinnsson, Spóastöðum gjaldkeri. Daníel Pálsson Búnaðarfélag Bláskógabyggðar Hyrna á Hjálmsstöðum. Austurhlíðarærnar nýrúnar við garðabandið.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.