Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 50
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 50 TMM 2012 · 1 Um hvað er þessi bók? Að miklu leyti fjallar hún um sálrænt ofbeldi, ævilangt einelti, ofríki karlmannsins og þjáningu kvenna. Framan af er meginsagan um Þóru í Hvammi og baráttu hennar við æskuástina. Jón Jakobsson er aðalgæinn í dalnum, sjálfur Dalaprinsinn, fallegastur og fjörugastur, situr best hest og leikur á harmóníku, eftirherma góð og dansherra með afbrigðum, sem og erfingi stærstu og bestu jarðarinnar. Herra Fullkominn. Og þar af leiðandi elskaður af öllum stúlkum, Þóru þar á meðal. Og líkt og slíkum mönnum er gjarnt kann hann manna best þá kúnst að halda þeim öllum heitum — hleypur á milli hellna eins og kokkur í stóru eldhúsi og kyndir undir hverjum potti — og ekki bara fram að brúðkaupi heldur að því loknu líka. Þetta kann að hljóma klisjulega en lýsingin á Jóni er þó sálfræðilega djúp og hárnákvæm. Ofbeldi hans er alltaf á ljúfu nótunum og vinalega fram borið. En í raun er hann illa dekraður egóisti sem fer sínu fram án tillits til annarra, ótruflaður af því sem samviska nefnist. Við getum sagt að hann sé siðleysingi. Drykkfelldur partýhrútur sem lætur sér ekki nægja að fá fallegustu stúlkuna á svæðinu heldur vill líka fá að geta börn með öllum hinum og líður engri þeirra að eiga annan mann. Hann gengur jafnvel svo langt að koma viðhaldinu sínu fyrir sem vinnukonu hjá Þóru sem þjáist í Hvammi og læðist svo um nætur inn í eldhúsið á bæ hennar til að fá gagn af stúlkunni. Hann vill ríkja yfir öllu og að allt lúti sér. Í raun má segja að hann sé hinn klassíski íslenski forkólfur, með Blackberry-símann í vöðlunum og laxeldiskerið aftan á pallbílnum. (Það mætti halda að þessi karakter hefði verið styrktur af Byggða- stofnun.) Og Þóra er að eilífu föst í landhelgi þessa manns. Hún kemst aldrei undan ást sinni á þessum oflátungi, sem henni er þó fullvel ljóst að er meinvaldur lífs hennar. Hún reynir þó hvað hún getur að útiloka hann úr lífi sínu, að giftast öðrum manni, eignast börn og eiga sér líf, en verður sífellt að lúta í lægra haldi fyrir þessum veikleika sínum. Fyrstu bindi Dalalífs gætu í raun heitið Kvalalíf. Þóra sjálf virðist meðvituð um þetta og á erfitt með að horfa á kynsystur sínar falla í sömu gryfju. Þegar hún fréttir að mágkonan María ætli að lúffa fyrir lífinu og ekki fylgja ástinni sinni til Ameríku heldur taka að sér gamlan ekkjumann úti á Strönd, gerir hún sér tveggja daga ferð til hennar til að reyna að telja henni hughvarf. Og þá má spyrja: Var Guðrún frá Lundi með þessu að gagnrýna feðraveldið? Var hún að fjalla beint um undirokun kvenna? Var hún femínískur höfundur? Ja, hún skrifaði allavega sársaukasögu konu sem var að eilífu föst í Hrútadal. Í raun má segja að þessi hluti Dalalífs sé Sjálfstætt fólk frá sjónarhorni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.