Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 99
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 99 Kim Il-sung háskólann í Pyongyang eða sjúkrahús í Chagang – mæla þeir af munni fram ráð og leiðbeiningar og eru sérfræðingar í öllu. Þeir gera ekki boð á undan sér og því verður uppi fótur og fit þegar þeir birtast skyndilega. Leiðtoginn þarf þá að leysa vandamálið – en án þess að vera með yfirlæti sem væri andstætt góðum siðum í Kóreu. Vandamálinu og lausn þess er því lýst á svo einfaldan hátt að börn geti skilið um hvað málið snýst. Allt sem foringinn segir er skrifað niður og birt í bókum eins og til dæmis: „Regnbogasilungur er afbragðsfiskur, bragðgóður og næringarríkur.“ Þetta kann að þykja léttvæg speki en hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir hinu raunverulega mikilvægi – sem sé því að foringinn lagði lykkju á leið sína og tók tíma frá mikilvægum stjórnarstörfum til að koma á staðinn og leggja sínu fólki lið. Ást og aðdáun allrar veraldarinnar Meðal þess sem gestum er boðið að skoða í alþýðulýðveldinu er Alþjóðlega vináttuhöllin, mikið safn í skógi vöxnum hæðunum við Myohyang-fjall, norðvestur af Pyongyang, ekki langt frá vesturlandamærunum við Kína. Safnið er á sex hæðum – gríðarmikill, steinsteyptur kassi með litríku kóresku þaki, ekki ólíku því sem sjá má á fínum byggingum í Kína. Beggja vegna við rammgerðar dyr standa hermenn með þykkar loðskinnshúfur, vopnaðir silfurlitum Kalashnikov-rifflum. Þetta safn geymir allar þær vináttugjafir sem Kim Il-sung og Kim Jong-il höfðu þegið og þar ægir öllu mögulegu saman. Þarna eru skotheldu járnbrautarvagnarnir sem Jósef Stalín færði Kim Il-sung 1945, gullsverð frá Gaddafi, fótbolti frá Pele, silfursamovarar frá Vladimir Putin, standklukka frá British American Tobacco Company, stór bangsi frá æskulýðssambandi Austur-Þýskalands, gullskreytt bað- og svefnherbergissett frá suður-kóreskum kaupsýslumanni (klósett innifalið), Mercedes Benz frá Vestur-Þýskalandi, stór flatskjár sem Kim Dae-jung, þáverandi forseti Suður-Kóreu, færði Kim Jong-il í sögufrægri heimsókn norður yfir landamærin sumarið 2000, og körfubolti, áritaður af Michael Jordan, frá Madeleine Albright. Allar gjafir eru merktar og allar gefnar til stuðnings heimsfriði og eilífri vináttu Norður-Kóreu og annarra þjóða; þær skipta tugum þúsunda og koma frá ríflega 170 þjóðlöndum. Við stoppuðum ekki nógu lengi til að ég gæti staðfest grun minn um að þarna hlyti einnig að leynast gjöf frá Íslandi. Ennþá tilkomumeiri er þó Kumsusan – höll sólarinnar – fyrrum höfuð- stöðvar og heimili Kim Il-sung en nú grafhýsi hans. Það hefur verið áætlað að kostnaðurinn við breytingar á höllinni í grafhýsi hafi verið að minnsta kosti 100 milljón Bandaríkjadalir, á sama tíma og milljónir manna sultu heilu hungri. Þar liggja smurðir búkar Kimfeðganna í glerkistum, raunar aðeins Kim il-Sung þegar ég kom þarna fyrir um áratug. Kumsusan er gríðarlega stór bygging, minnir einna helst á stórbyggingu Ceausescus í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.