Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 §K£SSUÍH©Ei<3 Eins og fram kemur hér annars staðar í blaðinu hefur Oddný Björgvinsdóttir nýlokið stúdentsprófi frá FVA á mettíma, eða rúmlega fjórum önnum. Oddný er nýflutt til Osló þar sem hún stundar nám við tónlistarháskóla. Skessuhom sló á þráðinn til Oddnýjar og fékk hana til að svara spurningum skráargatsins þessa vikuna. Ar r r\j j - n - • j’ ■ Oddný Björzyinsdóttir Najn: Uddny Bjorgvinsdotttr J J ° Fæðingadagur og ár: 14.júlí 1984 Starf: Nemi Fjölskylduhagir:Bý í foreldrahúsum, nú á heimavist Hvemig híl áttu: A engan Uppáhalds matur: AUskonar, ýmis konar, allur matur góður Uppáhalds drykkur: íslenskt vatn Uppáhalds sjónvarpsefni: Friends Uppáhalds sjónvarpsmaður: Veit ekki, engin sérstakur Uppáhalds leikari innlendur: Edda Björguins Uppáhalds leikari erlendur: Margir Besta bíómyndin: Engin stendur neitt sérstaklega uppúr Uppáhalds ípróttamaður: Karítas, æskuvinkona mín Uppáhalds íþróttafélag: ÍA Uppáhalds stjómmálamaður: A mér engan Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Enginn sérstakur Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Enginn Uppáhalds rithöfundur: Kristín Steinsdóttir Hvað meturðu mest ífari annara: Hreinskilni Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annara: Oheiðarleiki Hverþinn helsti kostur: Aðrir að dæma um það Hver erþinn helsti ókostur: Eg veit það ekki Gefst tími fyrir eitthvað annað en skólabækumar þegar að maður Lerir jafnmikið og þú:Já, maður má ekki gleyma vinunum, það gefst smá tími fyrir þá inni á milli Hvað tekur námið langan tíma: Fjögur ár Hvert stefnirþú aðþessu námi loknu: Allt óákveðið Eitthvað að lokum: Kveðja til allra heima. - Mttiítfe'iéku’Unn m, Græmnetisgmtín kennarans Finnbogi Gunnlaugsson kenn- ari við Andakílsskóla á Hvanneyri er matmaður vikunnar. Hann kveðst að mestu sniðganga kjöt í sinni matargerð og hefur eftírfar- andi skýringu á því: „Rétt fyrir fæðingu ffumburðar míns fyrir 19 árum fékk ég heiftarlega ristdlsýkingu sem orsakaði það að ég lá rúmfastur á næstu deild þeg- ar stúlkan sú kom í heiminn. Var ég staðráðinn í að láta það ekki gerast aftur og sneri mér að kjöt- snauðu fæði. Sjálfur elda ég ein- ungis grænmetis- og baunarétti en þigg einstaka fiskmatarboð og fyr- ir kemur að ég smakka einstaka kjötbita, helst þá í kring um jól eða áramót.“ Finnbogi segir að í litlum skóla þurfi kennarar oft að kenna ýmis- legt annað en þau fög sem þeir hafi sjálfir lagt stund á í háskóla. „Eg hef m.a. séð um matreiðslu- kennslu við Andakílsskóla. Þar höfum við gert ýmsar tilraunir með jmtarétti og á síðasta skólaári var einn dagur í viku, í mötuneyti skólans, helgaður matreiðslu nem- enda undir umsjón matreiðslu- kennara. Þar prufuðum við ýmsa jurtaréttd, sem féllu í misjafnan jarðveg.“ Grænmetísgratín Fyrir 3-4 3 msk. smjör sett í pott og brætt. 3 msk. mjöl, helst spelt, en ef það er ekki til þá hveiti eða heilhveiti, bætt saman við. Hrært í á meðan. Þynnt upp með mjólk eins og þegar við erum að búa til jafning eða sósu. Hálfum piparosti skomum í bita bætt saman við og hrært við vægan hita þangað til osturinn er bráðnaðm í jafningnum. Tekið af hellunni og kælt smá stund. Á meðan tökum við 3 egg, skiljum hvítuna ffá og stífþeytum, en rauð- una setjum við saman við jafhinginn. Síðan er hægt að velja grænmeti t.d. hálfan lítinn hvítkálshaus og eina græna papriku, eða miðlungs brokkolíhaus og eina rauða papriku, skera það smátt og hræra saman við. Stífþeyttum eggjahvítummi að lok- ttm bætt saman við. Form smurt með olíu og smá raspi stráð á botninn. Réttinum komið fyrir í forminu og raspi stráð yfir. Bakað við 190-200C í eina klst. Með þessu eru að sjálfsögðu bom- ar fram nýjar kartöflur úr matjurta- garðinum og salat tínt á sama stað, með fínt söxuðum tveimur tómöt- um, 1/3 gúrku, 1/2 litlum rauðlauk, 4 söxuðum sólþurrkuðum tómötum og 1/2 krukku af feta osti. Fyrir þá sem vilja leggja allt í þetta þá er hér uppskrift af dressing er sí- vinsæl hjá mér og fer vel með salat- inu: 1 tsk. humng 1. tsk sinnep (sætt eða Dijon) 1. tsk rauðvínsedik 1. tsk balsamic edik 1/2 dl ólífuolía Hristið þetta allt vel saman eða setjið í blandara og setjið út á salatið. Verði ykkur að góðu. Fjölbrautaskóli Vesturlands í íjársvelti Reiknilíkan óhagstætt skólum af þessari gerð Fjárhagsvandi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi var til um- ræðu á aukafundi bæjarráðs í síðustu viku. A fundinn mættu til viðræðna Hörður Helgason skólameistari og Þorgeir Jósefsson formaður skóla- nefhdar. Niðurstaða fundarins var sú að bæjarráð samþykkti að beina þeirri áskomn til menntamálaráð- herra og þingmanna Vesturlands að tryggja FVA næga fjárveitingu til að standa undir eðlilegum rekstri og leysa þann fjárhagsvanda sem safhast hefur upp þar sem það reiknilíkan sem notað hafi verið sé skólanum óhagstætt. „Reiknilíkanið sem notað er til að ákvarða ffamlag ríkisins til skólans er óhagstætt okkur og fleiri skólum af svipaðri stærð. Reiknilíkanið van- memr kostnað við verknám og ýmis fleiri atriði." segir Hörður Helgason skólameistari. „Þetta er vandamál sem er viðurkennt og það er búið að endurskoða þetta reiknilíkan. Okkur er sagt að það nýja sé hagstæðara fýrir skólann og aðra sambærilega skóla en það er hinsvegar óvíst hvort það verði notað fyrir en árið 2003. Við emm að vinna í þessum málum í samvinnu við ráðuneytið og von- umst til að því verði flýtt að taka nýja reiknilíkanið í notkun.“ Hörður segir að reynt sé til hins ítrasta að láta slæma fjárhagsstöðu koma sem minnst niður á kennslu og námsframboði. „Við verðum að gæta ýtrasta aðhalds, kannski meira en góðu hófi gegnir. Við gemm til dæmis ekki boðið upp á vélsmíði í vemr sem er framhald af málmtæknibraut og heldur ekki Hörðar Helgason skólameistari. rafeindavirkjun sem tekur við af gmnndeild rafiðna. Við emm með öflugt verknám engu að síður og starfrækjum allar granndeildirn- ar,“ segir Hörður. GE Yliklar breytíngar framundan í Skríðulandi Dóróthea Sigvaldadóttir verslunarstjóri í Skriðulandi. A bak við hana sést hvarfram- kvæmdir eru hafnar við tjaldsvæði og aðra aðstöðu jyrir ferðamenn. Miklar framkvæmdir eru framundan við Verslunina Skriðu- land í Saurbæ. Nýir eigendur tóku við rekstrinum á síðasta ári, þau Dóróthea Sigvaldadóttir og Fann- ar Eyfjörð Skjaldarsson sem jafn- framt rekur vélaleiguna Nóntind. Framkvæmdir era hafnar á lóð verslunarinnar þar sem þau hjón ætla að koma fyrir aðstöðu fyrir ferðafólk, tjaldsvæðum, aðstöðu fyrir húsbíla og leiktækjum. Að sögn Dórótheu er stefnt að því að framkvæmdum ljúki á næsta ári. 1 versluninni Skriðulandi. Þá era þau hjón einnig að endur- nýja íbúðarhús sem fýlgir versltm- inni sem áður var kaupfélag og íbúðarhúsið því kaupfélagsstjóra- bústaður. Húsið æda þau að leigja út fýrir ferðafólk. Þar með er fram- kvæmdum ekki lokið því einnig er ætlunin að stækka verslunarplássið með því að nýta vannýtt lagerpláss. Að sögn Dórótheu er meðal annars ætlunin að bæta aðstöðu fýrir veitingar. Dóróthea segir að ferðamanna- straumur um Saurbæinn hafi vaxið umtalsvert síðan Gilsfjarðrarbrúin var tekin í notkun og þá segir hún fýrirséð að umferð muni aukast enn frekar í framtíðinni með bættum vegasamgöngum á Vestfirði. GE Radíoamatörar þinga í Borgamesi Ekki útdautt áhugamál Frá ráðstefnunni í Borgamesi. Félög Radíóamatöra á Norður- löndum þinguðu í Borgarnesi í lok ágúst en Norrænir radioamatörar halda sameiginlega ráðstefnu á þriggja ára fresti. Margir gætu haldið að starfsemi radióamatöra væri útdauð með til- komu Internetsins og annarra ný- tískulegri samskiptaleiða. Kristján Benediktsson formaður félags Is- lenskra Radíóamatöra (IRA) segir að svo sé alls ekki. „Þarna er í raun um tvo ólíka hluti að ræða. Þeir sem hafa samskipti með tölvupósti svo dæmi sé tekið era flestir að nýta sér tæknina til að koma skilaboðum sín á milli eða hafa tjáskipti. Þeir hafa með öðram orðum meiri áhuga á samskiptunum en tækn- inni. Radíóamatörar hafa hinsvegar meiri áhuga á aðferðinni. Það má líkja þessu við að menn veiði lax á flugu þótt þeir geti náð mun meiri árangri með því að veiða í net.“ Kristján segir að í Félagi Is- lenskra Radíóamatöra séu 120 manns og spanni allt sviðið, allt frá byrjendum upp í færastu verkfræð- inga. „Þetta er áhugamál sem stenst tímans tönn en því er ekki að neita að endumýjunin mætti vera meiri,“ segir Kristján. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.