Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 11
^Kiauunu^: MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 11 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR ~ ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - IA-Fram 1-1 Dómarinn og veðrið í aðalhlutverki í slagveðursleik Hálfdán Gíslason Aðstæður til knattspymuiðkun- ar sl. laugardag á Akranesi þegar Framarar komu í heimsókn voru í einu orði sagt hræðilegar. Úr- hellisrigning og hávaðarok urðu þess valdandi að þeir furðulega mörgu áhorfendur sem mættu á völlinn þrátt fyrir veðrið, urðu ekki vitni að mjög áferðafallegri knatt- spyrnu. Skagamenn hófu leik á móti vindin- um, sem stóð nán- ast beint á annað markið, og náðu strax öllum völdum á vellinum. Leik- mönnum ÍA gekk betur en gestunum að hemja boltann í rokinu og í fyrri hálfleik mátti sjá ágæta samleikskafla hjá íslands- meisturunum. Það voru þó Fram- arar sem áttu fyrsta hættulega færið þegar boltinn small í stöng Skagamanna. Á 28. mínútu kom fyrsta mark- ið. Hálfdán Gíslason skoraði með þrumuskoti úr miðjum vítateign- um eftir að hafa komist framhjá tveimur varnarmönnum Fram af miklu harðfylgi. Staðan í leikhléi 1-0. Það héldu eflaust flestir að eft- irleikurinn yrði auðveldur fyrir heimamenn með sterkan vindinn í bakið í seinni hálfleik, en svo var nú aldeilis ekki raunin. í stað þess að halda áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik hófu Skaga- menn nú að reyna stungusend- ingar inn fyrir vörn Framara. Þessar sendingar reyndust flestar hættulausar og skiluðu engu. Sterkur vindurinn sá reyndar til þess að Framarar komust vart fram yfir miðju í síðari hálfleik. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik gerðist umdeilt atvik. Hálfdán Gíslason komst einn inn fyrir vörn gestanna með varnar- mann á hælunum. Þegar að Hálf- dán var kominn inn í teiginn var honum kippt niður og víti réttilega dæmt. Hinsvegar, eftir að hafa ráðfært sig við að- stoðardómarann, færði Ólafur Ragn- arsson, dómari leiksins, brotið út fyrir teig og vítið þar með orðið að aukaspyrnu. Þrátt fyrir þetta hefði Framarinn engu að síður átt að fá rauða spjaldið þar sem Hálfdán var kominn einn í gegn en hann slapp með það gula. Á 63. mínútu kórónaði dómari leiksins slaka frammistöðu sina með því að gefa Frömurum víti og reka Gunnlaug Jónsson útaf. Eft- ir sjaldséð mistök hjá Gunnlaugi komst sóknarmaður Fram í dauðafæri inn í teig Skagamanna, áður en honum tókst að spyrna boltanum í netið renndi Gunn- laugur sér fyrir hann og hirti bolt- ann af tám hans á glæsilegan hátt. Öllum að óvörum taldi dóm- arinn að Gunnlaugur hefði gerst brotlegur, dæmdi því víti og rak Gunnlaug útaf. Ágúst Gylfason skoraði af ör- yggi úr spyrnunni og jafnaði þar með metin. Þrátt fyrir að vera einum fleiri voru Framarar aldrei líklegir til að bæta við marki hvað þá mörkum. Reyndar tókst Skagamönnum ekki heldur að setja neinn þunga í sóknarleik sinn eftir þetta enda erfitt einum manni færri. Lokatöl- ur því 1-1. Þrátt fyrir að vera einum færri í tæpan hálftíma mega leikmenn ÍA vera ósáttir með að ná ekki í öll stigin í þessum leik. Skagamenn voru með leikinn í sínum höndum lengstum þrátt fyrir erfiðar að- stæður og með aðeins betri leik í síðari hálfleik hefði takmarkið ef- laust náðst. Eftir leikinn eru Skagamenn með 20 stig í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir KA sem er í því fjórða. Hlynur farinn til Snæfells Hlynur Bæringsson körfuknatt- leiksmaður úr Borgarnesi hefur skipt yfir í Snæfell og leikur með þeim í Úrvaldsdeildinni í vetur. Hlynur hefur leikið með Skalla- grími allan sinn feril og auk þess með öllum aldursflokkum lands- liðs íslands. Eftir að Skallagrímur féll úr úrvalsdeildinni síðastliðið vor hefur Hlynur verið orðaður við ýmis lið en hann er einn efnileg- asti leikmaður Borgnesinga í gegnum tíðina. Snæfellingar fóru í hina áttina á síðasta vori og end- urheimtu sæti sitt í úrvalsdeild og hafa auk Hlyns fengið liðstyrk Sveitakeppnin í Golfi Leynismenn í fjórða sæti Rok og rigning voru í aðalhlut- verki í sveita- keppni Golfsam- bands íslands sem fram fór um síðustu helgi. Fyrsta deildin var leikin í Vest- mannaeyjum og þar voru Leynis- menn frá Akranesi með sterka sveit sem skipuð var m.a. tveimur fyrr- verandi íslands- meisturum, þeim Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur keppti með Leynismönnum í sveitakeppninni um síðustu helgi. Þórði Emilssyni og Birgi Leif Haf- þórssyni. Auk þeirra skipuðu sveitina þeir Kristvin Bjarnason, Þórbergur Guðjónsson, Willy Blu- menstein og Stefán Orri Ólafsson. Vegna veðurs varð að fella nið- ur fimmtu og síðustu umferðina og samkvæmt reglugerð keppn- innar var liðum raðað eftir stiga- fjölda í riðlakeppni. Það var Golf- klúbbur Reykjavíkur sem sigraði í sveitakeppninni en Golfklúbbur- inn Leynir varð í fjórða sæti. Golfklúbbur Borgarness náði ekki jafn góðum árangri í 1. deild- arkeppninni sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Þar var einnig aftakaveður og varð því að aflýsa síðustu umferðinni. Borgnesingar höfnuðu í neðsta sæti og féllu í 3. deild. Þar er m.a. fyrir Golfklúbb- urinn Jökull í Ólafsvík sem tók þátt í 3. deildarkeppninni um síð- ustu helgi á Neskaupstað og höfnuðu Jökulsmenn í fjórða sæti. með þeim Lýð Vignissyni frá Haukum og Jóni Ólafi Jónssyni frá Stjörnunni. GE Molar Gunnlaugur Jónsson missir af næsta leik Skagamanna í Síma- deildinni eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Fram. Grétar Rafn Steinsson missir einnig af leiknum þar sem að hann fékk sitt fjórða gula spjald í sama leik. 3. flokkur karla hjá ÍA tapaði spennuþrungnum úrslitaleik í bik- arkeppninni um síðustu helgi gegn Fram. Eftirað staðan hafði verið 1- 1 eftir venjulegan leiktíma skoruðu bæði eitt mark hvort í framlenging- unni og því þurfti að grípa til víta- spyrnukeppni. Þar reyndust Fram- arar sterkari og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en Skaga- menn aðeins úr fjórum. Mörk Skagamanna í leiknum skoruðu þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Vilhjálmur Pétursson. Strákarnir í 3. flokki eru enn með í baráttunni um íslandsmeistaratit- ilinn en á morgun (fimmtudag) mæta þeir liði HK í undanúrslitum. Strákarnir tryggðu sér sæti í und- anúrslitum með því að sigra sinn riðil. Ólafur Þórðarson, þjálfari u-21 árs landsliðs íslands, valdi á dög- unum 16 leikmenn fyrir æfingaleik gegn Ungverjum á Egilsstöðum á laugardaginn. Þrír leikmenn ÍA eru í hópnum, þeir Grétar Rafn Steins- son, Hjálmur Dór Hjálmsson og Ellert Jón Björnsson. Hjálmur og Ellert eru nýliðar en Grétar hefur leikið sex leiki. Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum haldið í fyrsta sinn Skuggi stigahæsta félagið Vinningshafa í tölti unglinga. Bikarmót Vesturlands í hesta- íþróttum var haldið í Borgarnesi sunnudaginn 25. ágúst s.l. Var hér um frumraun hestamannafélaga á Vesturlandi að ræða og voru keppendur frá fjórum félögum, frá Skugga, Snæfellingi, Glaði og einn frá Faxa. Standa vonir til þess að mót sem þetta sé komið til að vera. Keppt var í flokki 16 ára og yngri og í opnum flokki. í stigakeppni mótsins varð lið Skugga stigahæst. Fyrirtækið Njarðtak hf. gaf öll verðlaun, m.a. glæsilegan farandbikar sem keppa skal um á ári hverju. Úrslit urðu sem hér segir (einkunnir eru úr úrslitakeppni). 16 ára og yngri Fjórgangur. 1. Guðrún Ósk Ámundadóttir Skugga á Rúbín f. Miklagarði..........5,82 2. Guðmundur Skúlason Snæfellingi á Snorra.........................5,67 3. Sandra Jóhannsdóttir Skugga á Geysif. Njarðvík...............5,52 4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga á Háfeta f. Borgarnesi........5,11 5. Ástríður Ólafsdóttir Glað á Surti f. Magnússkógum..................4,93 Tölt 1. Sigurborg Sigurðardóttir Faxa á Rökkva f. Oddstöðum...........6,69 2. Sandra Jóhannsdóttir Skugga á Geysif. Njarðvík..............5,62 3. Guðrún Ósk Ámundadóttir Skugga á Rúbín f. Miklagarði.........5,58 4. Guðmundur Skúlason Snæfellingi á Snorra........................5,56 5. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skugga á Háfeta f. Borgarnesi........5,17 Opinn flokkur Fjórgangur 1. Skjöldur Orri Skjaldarson Glað á Snerri f. Bæ..................6,35 2. Lárus Ástmar Hannesson Snæfell- ingi á Veru f. Stakkhamri....5,95 3. Hlynur Þór Hjaltason Glað á ísak........................5,61 4. Ámundi Sigurðsson Skugga á Létti.......................5,53 5. Sigrún Bjarnadóttir Snæfellingi á Þráðif. Stakkhamri............5,16 Fimmgangur 1. Bjarki Jónasson Skugga á Goða f. Borgarnesi....................6,11 2. Lárus Ástmar Hannesson Snæfell- ingi á Fjöður f. Stakkhamri..5,84 3. Ámundi Sigurðsson Skugga á Vísi f. Miklagarði.................5,65 4. Laufey Bjarnadóttir Snæfellingi á Þyt f. Stakkhamri............5,58 5. Ólafur Þorgeirsson Skugga á Sindra f. Borgarnesi.........5,04 Tölt 1. Sæmundur Halldórsson Skugga á Mána f. Tjörvastöðum.........6,31 2. Finnur Kristjánsson Glað á Ál f. Hamraendum...................6,31 3. Skjöldur Orri Skjaldarson Glað á Snerri f. Bæ.................6,30 4. Lárus Ástmar Hannesson Snæfell- ingi á Veru f. Stakkhamri....6,23 5. Hlynur Þór Hjaltason Glað á ísak........................6,06 Gæöingaskeiö 1. Lárus Ástmar Hannesson Snæfell- ingi á Fjöður f. Stakkhamri...98,7 stig 2. Marteinn Valdimarsson Skugga á Kjark f. Hnúki................93,7 stig 3. Ámundi Sigurðsson Skugga á Vísi f. Miklagarði................60,10 stig 4. Bjarki Jónasson Skugga á Goða f. Borgarnesi..............57,10 stig 5. Laufey Bjarnadóttir Snæfellingi á Þyt f. Stakkhamri............24,50 stig Lokahóf knattspymudeildar Skallagríms verður haldið á veitingahúsinu Búðarkletti laugardaginn 7. september Súpa og sætalam' GíshfönarSS° ibið jfflífcpantanír í síma 69 51791 fijcír Rl.22.00 á fimmtuDag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.