Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Blaðsíða 5

Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Blaðsíða 5
J ÁRNS M IÐURINN 5 komlega treysta til pess að standa ineð því í deilunni. Oddicr. Deiluatriði. Eitt af [)vi sem vélsmiðjueigend- ur halda fram í baráttu peirri, er peir nú heyja við Félag járniðn- aðarmanna, er það, að félagið sem slíkt, sé ekki sá rétti samnings- aðili hvað iðnnemunum viðkemur. Vitna peir þar í iðnnemalögin, er ákveða, að undir samninga milli nemanda og meistara um kaup og kjör, meðan á náminu stendur, skuli foreldrar eða fjárráðamaður skrifa, — sé nemandinn ekki mynd- ugur — og pá fyrst sé samningur- inn löglegur. Þar af leiðandi sé þeim ekki hægt að taka kröfu járn- iðnaðarmanna til greina, um bætt kjör nemendanna frá pví sem nú er. Ástæðu þessa, sem og rétt, eða öllu heldur réttleysi nemendanna, er því vert að athuga nokkru nán- ar. Pað er nú einu sinni svo, að þrátt fyrir þessi ákvæði laganna, þá er því í stórum stíl ábótavant að þessu sé framfylgt. Pví það er, í ekki svo fáum tilfellum, að hvorki foreldrar eða fjárráðamaður hafa verið kallaðir til við samningsgjörð, og lögreglustjóri eða fulltrúi hans lagt þó blessun sína yíir með undir- skrift sinni. Eru slíkir samningar auðvitað stórgallaðir, ef ekki með öllu ólöglegir, enda þótt ekki hafl verið yfir því kært hingað til. Enn- fremur hefir þess orðið vart, að inn í samningana hafa verið settákvæði, sem beinlínis koma í bága við lög- in, og blátt bann liggur við að megi eiga sér stað. Pá c-ru ákvæði í lög- unum um skyldur meistara, t. d. gagnvart því, að greiða skólanátn, sem og annan kostnað þvi viðkom- andi, en á þvi hefir viljað vera allmikill misbrestur, sem orðið hefir þrætuefni, bæði innan skóla og ut- an, og ekki fengist leiðrétting á. Pó segir svo í 10. gr. laganna um iðnaðarnám, frá 31. maí 1927: »Þá er lærimeistari skyldur að láta nemanda ganga í iðnskóla, sé slíkur skóli til á staðnuin, en ella- sjá honurn fyrir kenslú í öllum þeim greinum, sem iðninni eru nauðsynlegar. Allan kostnað af þeirri kenslu skal lærimeistari greiða«. Hér virðast ákvæði laganna skvr. En hvernig hefir þeim verið fylgt? Mun nokkurt eitt tilfelli fyrir hendi, er sanni, að ineistararnir hafi upp- fylt þessa sjálfsögðu, lagalegu skyldu? Þá segir í 4. gr. nefndra laga, að skýrt skuli tekið fram i námssamningi, hvort sá, er tekur annan til kenslu, skuli láta honum í té húsnæði, fæði, klæði, þjónustu og annan aðbúnað, eða kaup; og leiðir þá af sjálfu sér, — sé um kaupgreiðslu að ræða, — að það eigi að vera í samræmi við þann framfærslukosnað nemandans, eins

x

Járnsmiðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Járnsmiðurinn
https://timarit.is/publication/1474

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.