Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Qupperneq 6

Járnsmiðurinn - 07.01.1933, Qupperneq 6
0 JÁRNSMIÐURINN og hann er á hverjuni tíma. En hver hefir svo verið útkoman í því efni? Og taki menn nú vel eftir: í flestum tilfellum, að minsta kosti á járnsmíðaverkstæðunum, hefir tímakaupið verið ákveðið af ineistara 30 aurar um .hverja kl.st. fyrsta árið, en að vísu hækkandi um 10 aura að hverju námsári loknu. Af þessu kaupi hafa svo nemendurnir átt að greiða framan- greinda kostnaðarliði, og ætla eg nú að láta lesandanum eftir að reikna út, á hvern hátt þetta kaup rnegi nægja, án pess að viðkom- andi purfi að vera upp á aðra kominn að meira eða minna leyti. Par við bætist, að eigi ósjaldan, ef vinna er frekar lítil fyrir hendi, pá er vinnutími styttur jafnvel alt ofan í 6 kl.st. á dag. Af pví, sem hér hefir sagt verið, sem er fátt eitt af svo mörgu, sem pörf væri um að skrifa pessu viðkomandi,— enda mun pað gert síðar, — pá varð nemendunum Ijóst, að við svo búið mátti ekki standa, og sneru sér pví til Félags járniðnaðarmanna með málaleitun um, að pað veitti sér aðstoð til að fá þessum alveg óviðunandi kjörum breytt að ein- hverju leyti til bóta. Pessari mála- leitun hlaut félagið að taka vel, og byrjaði með pví að taka »Iðn- nemafélagið« sem heild inn í sitt félag, hvar með pað skapaði sér óskoraðan rétt til að fara með peirra mál sem sín eigin. Og þann rétt hygst félagiö að nota, par til pað hefir komið peim hagsbóta- kröfum fram, er með sanngirni verður krafist. Enda verður ekki með sanni sagt, að kröfunum sé ekki stilt í hóf, par sem félagið hefir nú að eins farið fram á, að tímakaup nemendanna hækki úr 30 aurum upp í 50 aura, fyrsta árið, hækkandi um 10 aura að hverju námsári loknu. Petta er fyrsta og einasta krafan, sem bor- in hefir verið fram að pessu sinni fyrir nemendanna hönd, og verður eigi með réttu sagt, að verkstæðis- eigendur séu ranglæti beittir, eða meira af peim heimtað, en fylsta sanngirni mælir með. — Meira síðar. F. A. Ávarp til alþýðu. »Ilristir klafann af sér, hún er voldug ðg sterk«. Nú er svo komið, að sú stétt æskumanna, sem við verst kjör á að búa og mætir ströngustu kúg- un, hefir með hjálp Félags járn- iðnaðarmanna gert tilraun til að bæta litilsháttar kjör sín, sem eru svo smánarleg, að hverjum góðum dreng hlýtur að ofbjóða, að atvinnu- rekendur skuli leyfa sér að setja sig upp á móti slíku. En er við öðru að búast af þeim mönnum, sem um margra ára skeiö hafa gert sér nemendar að féþúfu? Eg vil í pessu sambandi benda á

x

Járnsmiðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Járnsmiðurinn
https://timarit.is/publication/1474

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.