Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 109

Andvari - 01.01.2012, Page 109
andvari SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI 107 hann enga. Líf hans er sett fram eins og löng bið eftir uppörvun sem aldrei kemur. Eftir að hann er rekinn frá Lærða skólanum fyrir óreglu árið 1883 starfar hann sjálfur og kveðst vera heldur iðjusamari en áður: „Ég hafði ann- ars enga upphvatningu aðra en mína eigin lyst og áhuga, ekkert vinalegt orð“ (Dægradvöl, 274). Benedikt Gröndal bíður stöðugt eftir vinalegum orðum frá umheiminum en virðist aldrei fá þau. Líklegt er þó að sakir depurðar og þunglyndis hafi hann einfaldlega ekki tekið eftir þeim eða þau hafi ekki nægt honum því að iðulega binda þeir þunglyndu allar vonir sínar við tiltekið fólk sem stendur þeim nærri (maka, börn, foreldra, góða vini) og vinahót annarra koma þeim að engu gagni. Áberandi er hversu mikið rými vinslit og ósætti fær í Dægradvöl og hve Gröndal ræðir ítarlega um það hvernig hann er útilokaður frá ýmsum hópum. Þetta á bæði við um Kaupmannahafnarárin þar sem hann fellur úr klíku Jóns Sigurðssonar og þegar heim er komið fellur hann ekki heldur inn í þá „dönsku embættisfólksklíku“ sem sé ráðandi í Reykjavík.13 Eitt af því sem blasir við þegar Dægradvöl er lesin í fyrsta sinn er hve illorður Gröndal er um ýmsa landa sína. Það sem hins vegar blasir við ef Dægradvöl er lesin sem texti um þunglyndi er hversu mjög Benedikt Gröndal einblínir á eigin einstæðingsskap og hversu mjög hann tregar misheppnuð samskipti sín við umheiminn. Eins og hann orðar það sjálfur í frásögn af deilum sínum og Konráðs Gíslasonar: „ég var lítilsigldur, umkomulítill og upp á ýmsa málsmetandi menn kominn“ (Dægradvöl, 219).14 Þegar öllu er á botninn hvolft snúast þessar deilur ekki um fólkið sem hann er ósáttur við heldur hann sjálfan, hvernig umheimurinn hafnar honum stöð- ugt og hversu vanmáttugur hann er að takast á við þá höfnun. Þeir sem stríða við depurð eiga oft von á öllu hinu versta og tekst líka gjarnan að starblína á neikvæðu hliðina á öllu sem gerist en missa af því sem jákvætt er. Áhugavert er hversu oft Gröndal minnist á hluti eins og sjálfs- morð eða svik í Dægradvöl,15 og jafnvel þegar fólk reynist honum vel sér hann vondu hliðina á því. Þegar skólapiltar sýna honum vinarþel og færa honum dýrt sigurverk þá gleymir hann að þakka þeim: „Ég var annað hvort svo utan við mig eða svo hugsunarlaus að ég þakkaði þeim ekki fyrir það - kom það ekki til af því, að ég misvirti gjöfina eða vildi ekki meta göfuglyndi pilta við mig, en slíkt fer nú stundum út um þúfur hjá mér“ (Dægradvöl, 273). Þannig snýst frásögnin af því að piltarnir heiðruðu hann og verður að sögu um hvernig hann gleymdi að þakka fyrir sig í eitt af þeim fáu skiptum sem honum var sýnd óræk velvild. Aðrir hafa greint frá því hvernig Gröndal átti til að sýna fólki kaldrana við fyrstu kynni og tortryggja velvild í sinn garð og er það býsna dæmigert fyrir þá sem eru sjúklega þunglyndir. Öll sambönd við aðra reynast þannig uppfull af erfiðleikum og sársauka og sá þunglyndi á það til að kjósa sér einstæðingsskap af ótta við höfnun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.