Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 110

Andvari - 01.01.2012, Side 110
108 ARMANN JAKOBSSON ANDVARI umheimsins og þau sárindi sem fylgja þegar aðrir bregðast ekki við eins og hann hefði helst óskað. Eins og ritdómarar bentu á strax árið 1923 er það einkum þegar kemur að lokum Dægradvalar og frásagnar hans frá efri árum ævinnar (eftir 1874) að vænisýkin (gr. paranoia) fer að ná algjörum tökum á Gröndal sem er ekki óal- gengt með þá sem þjást af alvarlegu þunglyndi. Þannig fer sagan að snúast æ meir um þá harma sem hann á að hefna, þá smán sem honum hefur verið sýnd og þá illgirni sem hann hefur mætt. Hann hefur verið hunsaður og rægður og er þá margt tínt til, bæði stórt og smátt. Og stöðugt ber hann sig saman við aðra sér ómerkilegri sem hefur verið hampað á hans kostnað. Vegna gáska og kátínu textans hefur Dægradvöl lítt verið látin gjalda þess- ara kafla, öfu^t við til dæmis sambærilega sjálfsævisögu Kristmanns Guð- mundssonar (Isold hin svarta 1959, Dægrin blá 1960, Loginn hvíti 1961, ísold hinn gullna 1962).16 Margar fullyrðingar Gröndals um íslendinga yfirleitt gætu sem best verið úr ævisögu Kristmanns: „Þetta viðmót íslendinga við mig kom ekki til af því, að þeir ættu neins að hefna, því að ég hafði engum gert neitt illt eða óþægilegt, heldur af þeirri öfund og illgirni, sem lengst af hefur verið rótgróin í þjóðinni, og má sjá hana í fornsögunum og allt niður úr þeim“ (Dægradvöl, 221). Vænisýki getur sprottið af þunglyndi og það virðist liggja beint við að álykta að ofsóknarkennd Gröndals sé sprottin af depurðinni sem hrjáir hann á þeim tíma sem hann ritar Dægradvöl. Vegna þess að Benedikt Gröndal er fullur af sjálfsgagnrýni, sannfærður um ógæfu sína og upptekinn af því hvernig fólk hefur hafnað honum á hann von á höfnun alstaðar og hneigist til að ýkja allt mótlæti sem hann verður fyrir og taka því persónulega þannig að hann sér ekki mun á sérstakri illgirni og þeirri höfnun sem er hluti af eðli- legum samskiptum fólks: það hlustar ekki á hvort annað, svarar ekki bréfum, hefur stundum takmarkaðan áhuga á náunganum, sækist eftir því sem aðrir hafa og koll af kolli. Þannig verður Benedikt Gröndal starsýnt á óvirðinguna sem föður hans hafi verið sýnd og telur það til árása á sig: „Hin yngri rithöfundakynslóð hér hefur jafnaðarlega reynt til að rýra föður minn hvenær sem færi hefur gefist á í ritum, og mun það að nokkru leyti vera gert til þess að óvirða mig óbein- línis, sýna að ég sé ekki svo merkilegur, að ekki megi segja hvað sem vera skal“ (Dægradvöl, 80-81). Eins segir hann í löngu máli frá því þegar hann fær ekki „haud“ á meistaraprófi og ekki er sagt frá prófinu í blöðum eins og tíðkaðist en hann er síðan rukkaður um 20 krónur fyrir titilinn (Dægradvöl, 211-15).17 Hann segist ekki hafa kært sig um „þetta helvítis humbug“ og hafa verið „guðsfeginn“ þegar ekkert varð úr en samt þykir honum ástæða til að rifja upp þessa smán mörgum árum síðar. Eins er með trúlofun hans og giftingu sem vekur óánægju hjá íslendingum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.