Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 63

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 63
hana." Bókin var Angelas Ashes eftir írskan banda- ríkjamann Frank McCourt, sannsöguleg frásögn af bernsku hans sjálfs og kom út í Bretlandi 1996 (á íslensku 2000, Aska Angelu). Frank varð, blásaklaus og ófæddur, ástæðan fyrir því að foreldrar hans sem bæði voru af írsku bergi brotin giftu sig í New York rétt uppúr 1930. Þar sem þau voru katólsk hlóðu þau niður ómegð og fluttu með hana heim til Limerick þar sem Frank litli vex upp ásamt bræðrum sínum í sárri örbirgð, oft við hungumörk. Faðirinn er drykkjusjúkur og eyðir naumum atvinnuleysisbótum hiklaust frekar í bjór á barnum en mat handa börnunun. Samt er hann hrífandi persóna og það eru sögur hans og söngvar sem helst bregða ljóma á rigningardagana í Limerick uns hann heldur í atvinnuleit til Englands og sést ekki meir. Þessum bókum er það öllum sameiginlegt að þar er fjallað um sárgrætilega hluti af þvílíkum húmor og hlýju að lesandann langar oft og einatt að hlæja og gráta í senn. Ditta mannsbarn og Ólafur Kárason kvöddu bæði þetta jarðlíf á unga aldri og kjör þeirra bötnuðu aldrei hér í heimi. Frank McCourt tókst aftur á móti með ævintýralegum hætti að afla sér fjár til þess að kom- ast til fyrirheitna landsins Ameríku, braust þar til mennta og gerðist framhaldsskólakennari og hefur skrifað um það aðra sögu - sem hann hefði kannski betur látið ógert. Gunnar Bollason Hugleiðingar um þrjár bækur Gamall kennari minn við Háskólann sagði okkur nemendunum eitt sinn að sumar bækur mætti lesa í hægindastól eða eftir að maður væri lagstur fyrir en aðrar væru þeirrar gerðar að lesa þyrfti þær sitjandi við skrifborð. Ég þykist skilja merkingu þessara orða míns gamla kennara en ekki hef ég þó fylgt þeim ráðleggingum eftir í öllu. Ég hef nýlokið við að lesa ævisögu frú Eufemíu Waage en hana hafði ég lengi ætlað að lesa. Bókin er mikil og merk heimild um bæjarlífið í Reykjavík fyrir og upp úr þar síðustu aldamótum. Frú Eufemía lýsir ekki einvörðungu því fólki sem bjó í nágrenni við hana á uppvaxtarárum hennar heldur einnig bygg- ingum og íbúum Suðurgötu og Tjarnargötu þar sem hún ólst upp, sem og pólitískum átökum, frostavetr- inum 1918, spænsku veikinni og fleiri atburðum. Gjarnan hefði ég viljað að hún fjallaði meira um sinn eigin leikferil eins og full ástæða hefði verið til. Bókin er mikil náma fróðleiks og snertir mörg svið mann- lífsins. Ég hef verið að velta fyrir mér merkingu orðsins læsi. Helst hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki það sama að vera læs og að kunna að lesa. Læs erum við orðin strax á æskuárum okkar þegar okkur tekst að lesa upphátt heila óbrjálaða setningu en ég held að við séum alla ævina að fullnuma okkur í lestrartækninni ef við verðum þá nokkurn tímann fullnuma í því efni. Enn í dag er ég að reyna að temja mér að staldra við af og til meðan á lestri stendur og hugsa um það sem ég hef nýlesið en oft skeiðar mað- ur beint af augum og festist þá lítið við af því sem nýlokið var við að lesa. Alkunnugt er að sumar bækur er hægt að marg- lesa og í hvert sinn sjáum við nýja fleti. Er hægast að nefna sjálfa Njálu í því sambandi en hún er þó ekki til umfjöllunar hér. Þar síðustu jól var mér gefin í jóla- gjöf bók dr. Helga Þorlákssonar Sjórán og siglingar og ber hún undirtitilinn ensfe-íslensfe samskipti 1580 - 1630. Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Helga og tekst honum að varpa nýju ljósi á atburði sem áttu sér stað hér við land á 16. og 17. öld auk þess sem hann hefur fundið áður óþekktar heimildir sem mikilvægar eru til rannsókna á þessu tímabili ís- landssögunnar. Bókina las ég fyrst fyrir rúmu ári og þá alla í einu, en síðustu vikur hef ég tekið fyrir einn kafla í einu og þá um leið lesið um sömu atburði og Helgi fjallar um í öðrum heimildum sem mér hafa verið tiltækar. Reisubófe Jóns Ólafssonar Indíafara las ég fyrir mörgum árum en finn nú að mér er nauðsyn á að lesa hana aftur eftir að hafa kynnst bók Helga. Mig langar að nefna til sögunnar aðra bók sem er að mínu viti stórmerkilegt verk. Bókin kom út árið 1995 í Hamborg og heitir lslander in Hamburg 1520 - 1662 og er eftir þýska fræðikonu, Friederike Chris- tiane Koch að nafni. Koch hefur margoft komið hing- að til lands og stundað hér rannsóknir. í bókinni fjall- ar hún um íslendinga sem koma við skjöl í Hamborg á 16.-17. öld. Þeir tóku sér far með Hansakaupmönn- um frá Hamborg sem bækistöðvar höfðu á íslandi og fjallar hún um hverra manna þessir landar okkar voru, hvaða erindi þeir áttu erlendis og almennt hvað á daga þeirra dreif. Oftast voru þetta ungir heldri- mannasynir sem sendir voru utan til að þroskast og sjá heiminn en bókin veitir oft á tíðum mjög merki- legar upplýsingar um afdrif fólks ytra af íslenskum ættum. Má í því sambandi nefna Jón murta Eggerts- son, son Eggerts hirðstjóra Hannessonar, en alla tíð hefur verið vitað að hann settist að í Hamborg eftir að hafa verið dæmdur útlægur héðan. Koch hefur tekist að rekja fjölda niðja Jóns í Hamborg og líklega mætti hæglega finna fjölmarga núlifandi afkomendur hans BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.