Fáein orð úr Snæfellsbæ - 09.11.1995, Page 2

Fáein orð úr Snæfellsbæ - 09.11.1995, Page 2
Fáein orð SMÁ' AUGLYSINGAR Pössun óska eftir stúlku á aldrinum 14-15 ára til þess að passa stúlkubarn frá 15,00- 18,00 mánudaga-föstudaga uppl. í síma: 436-1491 & 436-1617 Bílar Til sölu Nissan Sunny SLX árg. ‘90 ekinn 87 þús. km. Rafmagn í sætum og rúðum, Góöur bíll. Upplýsingar í síma: 436 1043 eftir kl. 17,00 Guðbjörg. Dýptarmælír Til sölu dýptarmælir, á sama stað er til sölu fjarstýrður bíll frá Tómstundahúsinu. Uppl. í síma 436 1621 Sokkar Sel heimaprjónaða sokka. Anna sími: 436 6696 A.T.H. Til að byrja með verður ekki tekið gjald fyrir smáauglýsingar einstaklinga og er fólk því kvatt til að notfæra sér þennan möguleika til að koma ónotuðum hlutum í verð. FÁEIN ORÐ úr Snæfellsbæ Fáein orð úr Snæfellsbæ er gefið út af Prentsmiðjunni Steinprent og dreift í hvert hús í Snæfellsbæ. Upplag: 650 Ritstjóri: Sóley Jónsdóttir Abm. Jóhannes Ólafsson MIKID UM AD VERA HJÁ H.S.H. I byrjun maí urðu stjórnarskipti hjá HSH. Núverandi formaður er Eggert Kjartansson, IM. Aðrir í stjórn eru Sigrún Ólafsdóttir, Víkingi, Eyður Björnsson, UMFG og Garðar Svansson UMFG. Framkvæmda- stjóri er Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Ólafsvík. Stærstu verkefni sumars- ins voru Iþróttahátíó HSH og Unglingalandsmót UMFI. Einnig tókum við þátt í Bikarkeppni FRÍ, 2. deild (3. sæti) og Meistara- mótum Islands, aðalhluta, 15-18 ára, 14 ára og yngri og öldungaflokki. Æsku- sundið var haldið í Borgar- nesi í ár, þar átti HSH 20 keppendur. Innan héraðs hafa svo verió haldin fjöl- lióamót í knattspyrnu, Öld- ungamót í frjálsum íþrótt- um, Barna- og unglingamót í sundi og Héraðsmót í sundi sem var hið fjöl- mennasta síðari ár, alls um 80 keppendur frá 4 félög- um. Arangur okkar fólks hefur verió með ágætum í sumar. Nokkuó hefur verið um bætingar á héraósmet- um, bæói í frjálsíþróttum og sundi. Guðrún Svana Pétursdóttir í Snæfelli tví- bætti íslandsmetió í há- stökki í stelpnaflokki. A héraðsmótinu stökk hún 1,52 m. (bætti ísl.metið um 1 sm.) og bætti svo um bet- ur á Unglingalandsmótinu, stökk þar 1,53 m. og var þaó eina íslandsmetið sem sett var á mótinu. I Meist- aramóti Islands 14 ára og yngri áttum við sprettharóa hlaupara. Þar voru bætt met í 4x100 m. boðhlaupi í stráka og stelpnaflokki (11- 12 ára). Til gamans má geta þess að í báóum þess- um sveitum var góð blanda keppenda af öllu nesinu. 1 sundinu voru alls 19 hér- aðsmet bætt í sumar. Guð- laug Finnsdóttir í Víkingi var ein þeirra sem bætti metin. þ.á.rn. 15 ára gamalt met í 50 m. baksundi, synti á 37,8 sek. Gamla metið átti Þórdís Rúnarsdóttir, Víkingi. Urslit allra móta sumars- ins er hægt að nálgast á skrifstofu HSH. Einnig verða þau birt ásamt hér- aðsmetaskrá í frjálsíþróttum og sundi í ársskýrslu sem liggur fyrir á Héraðsþingi. Ætlunin er að dreifa skýrsl- unni á bókasöfn skólanna og víðar þar sem áhugasam- ir fá tækifæri til að skoða árangra sumarsins. Eins og fyrr segir, þá fóru keppendur frá HSH á Unglingalandsmót UMFI í sumar. Keppendurnir, 60 talsins, tóku þátt í frjálsum íþróttum, sundi, golfi, skák, knattspyrnu og körfubolta. Með hópnum fóru um 20 manns, fararstjórar, þjálfar- ar og foreldrar. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og voru til fyrirmyndar í alla staði. Það var t.d. ekki víða í tjaldbúðum keppenda komin á ró um miðnætti eins og geróist flest kvöldin hjá okkur. Enda fór það svo að HSH hreppti FYRIRMYNDARBIKAR- INN, sem eru stærstu verð- laun mótsins. Hann er veittur m.a. fyrir góða fram- komu og háttvísi jafnt innan vallar og utan. Framundan er vetrar- starfió, þ.á.m. héraðsmót innanhús í knattspyrnu (eldri og yngri fl.), körfuknattleik, blaki og frjálsum íþróttum. Senn líóur svo að undirbúningi fyrir þátttöku í Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997. Þar stefnum við að góðri þátttöku. Héraðsþing HSH '96 verður haldió á Hellissandi og er stefnt að því að halda það í lok janúar. 1 lokin vil ég hvetja alla íþróttaiðkendur, jafnt stóra sem smáa, til þess að leggj- ast ekki í dvala í vetur. Vió þurfum að viðhalda æfing- um allt árið ef við ætlum aó ná árangri. Það hefur sýnt sig aó við eigum góð íþróttaefni hérna á svæðinu, það verður að styðja vel við bakió á þeim! V. Lilja Stefánsdóttir. BRÚ Á BLÁFELDARÁ B r ú a r v i n n u f I o k k u r Guómundar Sigurðssonar sem er gerður út af Vega- gerðinni mun konia í byrjun desember og ljúka við byggingu brúar á Bláfeldará í Staóarsveit, reiknað er með aö steypa gólf brúar- innar um miðjan desember og aó hægt verði að opna liana fyrir untferð i janúar 1996. BJ. ÓT Und7 ö ^Vudd Til heilsubótar Svæðanudd Ungbarnanudd Bandvefsnudd Sogæðanudd ^Metíun ,3fía:rljetlun Magnús Guðmundsson (Ö 436 6923 Hraunási 12 • Hellissandi

x

Fáein orð úr Snæfellsbæ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fáein orð úr Snæfellsbæ
https://timarit.is/publication/1895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.