Fáein orð úr Snæfellsbæ - 09.11.1995, Síða 3

Fáein orð úr Snæfellsbæ - 09.11.1995, Síða 3
Fáein orð LÚDRASVEIT SNÆFELLSBÆJAR TIL DANMERKUR OG SVÍÞJÓOAR Lúðrasveit Snæfells- bæjar tók til starfa síðast- liðinn vetur. I henni eru krakkar á grunnskóla- aldri frá Ólafsvík, Hell- issandi, Rifi og sveitunum fyrir sunnan fjall og að auki einn fullorðinn nem- andi. Nú stefnir í að um 40 nemendur niuni verða í sveitinni í vetur. Hljómsveitin lék víða s.l vetur og í suniar; á sam- komum hér heima og einnig í Vestmannaeyjum, en þangað fór hljómsveitin í vel heppnaö og skemmti- legt ferðalag. Góóur rómur var gerður að leik hennar þrátt fyrir að hljómsveitin sé ný. I vetur verður æft af kappi og er stefnt á för til Danmerkur og Svíþjóðar næsta sumar; I undirbún- ingi er heintsókn til Sommersted í Danmörku, en þar mun hljómsveitin leika á Jónsmessuhátíð. Aó lokinni heimsókninni til Danmerkur verður farið til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hljómsveitin mun taka þátt í Musicfesteval. I ferðalaginu niunu krakkarn- ir kynnast krökkum af öðru þjóðerni. leika með þeim á hljóöfæri og jafnvel reyna Þessi rnynd af Lúðrasveit Snœfellsbæjar er tekin í gamla Betel í Vestmannaeyjum s.l. vor. Frá vinstri: Ólöf Inga Óladóttir, Darri Atlason, Ingrid Örk Kjartansdóttir, íris Hlín Vöggsdóttir, Fannar Örn Hermannsson, Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir, Vignir Bjarnason, Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, Heiðar Geirmundsson, Guðríður Þorkellsdóttir, Lísa Ómarsdóttir, Iris Jónasdóttir, Þórarinn Ólason, Hafrún Pálsdóttir, Kjartan Eggertsson, Stefún Þór Ingvarsson, Guðrún Lúra Róbertsdóttir, lan Wilkinson, Fanttey Dóra Sigurjónsdóttir, Sigurdór Steinar Guðmundsson, Birkir Viðar Reynisson, Ólafur Fannar Guðbjörnsson, Haraldur Kjartansson, Bjarni Ólafsson, Guðmundur Víðir Víðisson, Smúri Lúðvíksson, ísafold Helgadóttir, Þórdís Bjarnadóttir, Jón Kristinn Lúrusson, Karen Erlingsdóttir, Sigurður Tómas Helgason. að tala þeirra tungumál. Ferðalög sem þessi kosta mikinn pening. Þess vegna hafa krakkarnir í sveitinni hafið fjársöfnun og munu fara ýmsar leiðir í því skini. Vonum við að íbúar Snæ- fellsbæjar taki vel á móti þeim er krakkarnir leita til þeirra. KÆRU BOKASAFNSUNNENDUR Frá 9. nóv til og með 23. nóv verða sektarlausir dagar, notið tækifærið og skilið því sem of lengi hefur verið hjá ykkur. Vinsamlegast borgið árgjaldið fyrir 20. nóvember Til ykkar sem farið að huga að jólahreingerningunni, munið eftir bókasafninu áður en þið hendið vasabrotsbókunum. Þær eru vel þegnar og verða einnig vel lesnar. Ég sæki heim ef óskað er, hringið þá í síma 436 6714. Með von um að sjá ykkur sem flest í bókasafninu. Dísa bókamær Opið mánud. frá kl. 20-22 og fimmtud. frá kl. 20-22 FASTEIGNA- OG SKIPASALA SNÆFELLSNESS Nýjar eignir á skrá Hraunás 3, Hellissandi. 114 fm. einingahús úr timbri (Asparhús) ásamt 51,7 fm. bílskúr. 3 svefnherberg. Parket á stofu og gangi, flísar á forstofu og holi. Húsinu er mjög vel vió haldið og lítur vel út. I bílskúr hefur verið innréttuð geymsla. Verð 7.000.000,-. Ólafsbraut 66, Ólafsvík 114 fm. neðri hæð í steinsteyptu tvíbýlishúsi. 3 svefnherbergi. Sér inngangur, rafmagn og hiti. Parket á stofu og gangi. Þak nýlega endurnýjað. Ágæt íbúð. Verð 5.300.000,-. Vallholt 12, Ólafsvík. 134,5 fm. einbýlishús ásamt 35 fm. bílskúr og 21 fm. sólstofu. 4 svefnherbergi. Parket á stofu og eldhúsi, flísar á forstofu. Góður garður. Nýlegt þak. Vel vióhaldið og gott hús.l/erd 9.000.000,-. Höfum gott úrval fasteigna í Snæfellsbæ á skrá. Hringið og fáið senda söluskrá. Málflutningsstofa Snæfellsness sf. Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Smiðjustíg 3, 340 Stykkishólmi, Sími: 438-1199, fax: 438-1152 Daöi Jóhannesson hdl. Pétur Kristinsson hdl. löggiltir fasteigna- og skipasalar

x

Fáein orð úr Snæfellsbæ

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fáein orð úr Snæfellsbæ
https://timarit.is/publication/1895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.