Nýja öldin - 01.03.1899, Side 9

Nýja öldin - 01.03.1899, Side 9
Dýrsegnlmagn og dáleiðsla. 9 að því er próf. Walther sagði Páli (sem sjálfur var víst all-lítt lærður í ebresku). Og með því að stúlkan var fáfróð almúgastúlka, sem aldrei hafði lært eitt orð í neinu öðru máli en móðurmáli sínu, þá var það auðsætt, að áliti Páls og Walthers, að það var djöfullinn í henni, Sem talaði fyrir hennar munn; því að djöflarnir tala víst ebresku. Ég man eftir að óg var vantrúaður á þessa sögu, og er ofur-hræddur um að ég hafi þá verið svo ósvífinn, að fara heldur óvirðulegum orðum um sann- sögli próf. Walthers. Ég vil nú ekki segja, að ég leggi rnikinn trúnað á söguna enn; en ég get nú vel hugsað mer, að sagan sé ósönn, án þess að próf. Walther hafi viljandi skrökvað nokkru. Trú hans gat auðveldiega hjálpað heyrn hans, svo að nokkur ógreinileg hljóð í Þvogli vitstola manneskju hafi í eyrum hans getað líkst nokkrum ebreskum orðum. Hins vegar er eigi auðið að Se§ja það óliugsandi, að líkt hafi getað staðið á með stulku þessa eins og með vinnukonu Dr. Braid’s, þótt það sé ekki mjög líklegt. Til þess að geta betur skilið, hvernig menn í svefni eða í vitfirringu geta munað atvik eða orð, sem manni annars eru löngu gleymd, eða maður ef til vill aldrei hefii veitt eftirtekt, svo að maður hafi orðið var við, þá þarf maðui að gera sér hugmynd um, hvað minnið er, og hvernig minning verður til. Þetta skulum vér reyna, og taka þá fyrst til sýnilega hluti. Myndir, sem fyrir augun bera, flytjast á sjóntaug- unum til heilans og vér verðum að hugsa oss að þær ijós- myndist þar á óendanlega smáar heila-agnir. Þessar agnii varðveita síðan myndina. Alt, sem manni hefir nokki u sinni fyrir sjónir i>orið, hvort heidur hann hefir tekið eftir því eða ekki, er þannig varðveitt í heilanum, og sérhver slík mynd getur framkallast á ný, sjálfrátt eða ósjáifrátt, Slíka endurframköllun nefnum vér minn-

x

Nýja öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.