Fram

Tölublað

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 2

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 2
62 FRAM Nr. 19 SKEMTUN til ágóða fyrir Sjúkrasamlagið verður haldin í Bío í kvöld. Chr. Möller, syngur með aðstoð Þorm. Eyjólfs- sonar, nokkur lög. Flóvent Jóhannsson, heldur fyrirlestur um Yfirmenn og undirg-efna. Húsið opnað kl. 8,30. Byrjað kl. 9. Aðgöngumiðar verða seldir í verzlun Friðb. Níelssonar eftir kl. 3 og kosta 1 kr. Erlendar símfréttir. Khöfn 9. marz. Zeppelín greifi er dáinn úr lungnabólgu. Bandafíkjaþjóðin krefst þess að kaupför sín verði vopnuð án þingssamþyktar. Khöfn 10. marz. Bretar eiga ófarna 23 kílometra til Bagdad. Khöfn 11. marz. Wilson hefir ákveðið að vopna skuli kaupför Bandaríkjanna. Tyrkir víggirða Bagdad. Uppreisn er hafin í Petrograd og upphlaup í rúss- neska þinginu. Formaður uppreisnarmanna heitir Radziankó. Gamla ráðaneitið hefir verið hneft í fangelsi og setulið borgarinnar, 30 þúsund, hefir gengið f lið uppreisnarmanna. Kínverjar hafa Iagt hald á þýsk skip er liggja á kínverskum höfntlm. Khöfn 12. marz. Bretar hafa tekið Bagdad. Storstad, skip hjálparnefndar Belgíu, hefir verið skotið í kaf. Bernstorf sendiherra Pjóðverja í Bandaríkjunum er kominn til Khafnar. Sagt að hann viti um Mexico ráðabruggið. Khöfn. 13. marz 30 jafnaðarmenn, 17 íhaldsmenn og 6 gjörbóta- menn náðu kosningu í bæjarstjórn Kaupmannahafnar. Rússneska þingið hefir verið leyst upp. (Eftir skeytum til Rvík.l skipinu, og má það undarlegt heita, að slíkt tækifæri skuli ekki vera not- að í þessu samgönguleysi, þar eð kunnugt hlýtur að hafa verið þar syðra um þessa Siglfirðinga sem með skipinu komu, og að þeir myndu verða sóttirútí skipið. — Ennfremur hafði Helgi Hafliðason nokkuð af vörum með skipinu er sóttar voru inná Hjalteyri á vélbát. Frímann Benediktsson hreppstjóri í Sandvík í Grímsey, kom hingað á vélbát 14. þ. m. Segir hann ómuna góðan vetur í eyjunni, varla fest þar snjó. Fisk á- lýtur hann hafa verið við eyjuna í allan vetur, því þá sjaldan að hægt hafi verið að fara á sjó sökum storma, hafi verið góður afli. Frí- mann þessi hefir búið í Grímsey í 12 ár, og lætur vel yfir. Komst hann svo að orði, að hann áliti Grímsey einhverja þá mestu gull- þúfu sem hægt væri að finna. En dugnað þarf til að sækja veiðar í björg og á sjó, og ekki heiglum hent. Frímann er atorkumaður, og hefir kent eyjaskeggjum margt, er að framförum lýtur Fyrirlestur þann um Lífsábyrgð ogSparisjóði, sem verið hefir hér í blaðinu und- anfarið, og sem endar í þessu blaði, viljum vér biðja menn að lesa, og athuga vel niðurstöðu þá sem fyrirlesarinn kemst að. Rað eru á- reiðanlega altof fáir sem líftryggja sig, þó ungarlegt sé. Nýlátin er hér í bænum öldruð kona Ástríður Jónsdóttir að nafni. Kjörskrá bæði til Alþingis og innansveitar- mál^, svo og skrá yfir Ellistyrktar- sjóðsgjaldendur, liggur nú frammi almenningi til sýnis í sölubúð sam. ísl. verzlana til 1. apríl. Ur Reykjavík. Enskur botnvörpungur strandaði 9. þ. m. við Meðalland. Skipshöfn- in bjargaðist. Danskt vöruskip, sem var á leið til Vesturheimseyjanna, strandaði hér á sunnudagsnóttina. Vörurnar skemd ust en var skipað hér á land og seldar hér á uppboði. — Geir náði skipinu út í gær og mun verða gert við það hér. Matsveinninn á togaranum »f*ór« hefir verið sektaður hér um 900 kr. fyrir að selja áfangi á Akureyri um daginn, og Jóel skipstjóri um 200 kr. vegna þess að hann lagði hend- ur á lögregluþjón hér. — Vínbyrgð- ir hafa fundist í Vi§ey, og er álitið að »Rór« hafi skipað þeim þar upp. Búist er við að »Islands Falk« muni bráðlega koma hingað frá Khöfn með íslendinga þá sem þar eru staddir. Eiga ekki börn. Morgunbh 21 febr. þ. á. flytur grein með fyrirsögninni »Einkenni- legt verkfall.« eftir einhvern »Elend- inum.« Rar segir svo. »Brownsville heitir borg nokkur í Bandaríkjunum. Rar búa aðallega Gyðingar og ítalir, fátækt er þar meiri en í flestum öðrum borgum þar í landi. Nú hafa flestarkonur borgar- innar myndað rneð sér sjálfsvarnar- félag og samþykt að eiga ekki börn meðan dýrtíðin stendur yfir, nema því aðeins að ríkið vilji hlaupa und- ir bagga og sjá þeim fyrir lífsnauð- synjum með svo skaplegu verði að þær geti alið börn sín upp sóma- samlega.« Ennfremur stendur þar, að líklegt sé talið að hreifing þessi breiðist fljótlega út í Ameríku, því ungu stúlkurnar þar séu mjög »spentar« fyrir henni; og mönnutn þar vestra þyki ískyggilega horfa. Rað yrði Ijóta gamanið að lifa, ef stúlkurnar hérna tækju upp á þess- um skramba. Lagarfoss liggur nú í »Dokk« í Kaupmanna- höfn og er verið að gjöra á hann farþegapláss. Búist við að hann verði tilbúinn í þessum mánuði. — Skipstjóri á hann er ráðinn Ingvar Rorsteinsson, sá er var með »ísa- fold« er hún var í strandferðum hér við land um árið. Kjötekla í Noregi. Kjötekla er nú afskaplega mikil í Noregi. Hefir stjórnin gert ýmsar ráðstafanir til þess að bæta úr þessu. Meðal annars hefir stjórnin keypt frá Argentinu kjöt fyrir 6—7 miljónir króna. Er sagt að það sé stærstu kjötkaup, sem nokkru sinni hafi verið gerð í einu. Fyrsta sendingin er nú á leiðinni, en samtals nemur kjötið 35 þús. smáiestum. (Mbl.) Á hergagnaverksmiðjunum í Eng- landi, vinna sem stendur 500,000. konur og til jafnaðar á mánuði bætast við rúm 30,000 verkakonur. E.s. Gíyg leiguskip hinna sam. ísl. versl. er nýkomið til Akureyrar með kol.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.