Fram

Tölublað

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 4

Fram - 17.03.1917, Blaðsíða 4
64 FRAM Nr. 10 ♦ SIMI 21 ' SIMI 21 SJÓMENNt OLÍUFTATNAÐURINN er bestur og ódýrastur í verzlun « SIG. SIGURÐSSONAR SÍMI 21 SÍMI 21 l Sigarettur. Rítvél. Lítið brúkuð. Smith Premie nr. 9 fæst nú með tækifærisver,ði hjá Helga HafJiðasyni. FÍN CONGO THE á aðeins 2,40 pundið hjá Sig. Sigurðssyni. ingarmálinu yfirleitt a!t of lítill gaum- ur gefinn. í blöðum vorum og tíma- ritum ríkir ísköld dauðaþögn um þau efni. Aldrei er t. d. gerður sam- anburður á iíftrygging sem fjársöfn- unaraðferð og öðrum söfnunarað- ferðum, sem þó er afarþýðingar- mikið og íhugunarvert mál. Um- boðsmanni »Carentía« hér kom til hugar, að fá leyfi formanns félags- ins, herra Carls Lund, til þess að snúið væri á íslensku fyrirlestri þeim, er herra C. Lund hélt í fyrra á fundi í félagi lífsábyrgðarumsjón- armanna í Danmörku, um lífsábyrgð og sparisjóði. Herra C. Lund veitti góðfúslega þetta leyfi, og birtist því fyrirlestur þessi hér í íslenskri þýð- ingu. Ress skal getið að þeim kafla fyrirlestursins, sem höfundurinn nefn- ir: »Hvaða tryggingu veitir hvor af þessum fjársöfnunartegundum, sem þakka megi löggjöf þeirri, er þær gildir,« er að mestu slept, þar sem þessi kafli eðlilega eingöngu er um danska löggjöf, sem ekkert gildi hefir fyrir okkur. Eru því aðeins tek- in fáein atriði úr þessum kafla fyr- irlestursins, en aftur skotið inn nokk- rum athugunum um ástandið hér hjá okkur í þeim efnum. Að öðru leyti er fyrirlestri herra C. Lund í engu breytt, heldur þýddur svo nákvæmlega sem kostur var á. Á sama tíma sem fótgöngu mað- ur gengur 300 fet, fer hestur á stökki 1000 fet, járnbrautarlest 6000 fet og kraftmikil bifrið 8000 fet. Bréfdúfan ílýgur á sama tíma 6000 fet, og Svalan 7000 fet. Handklæði Léreft Nærföt Sokka Svuntur Regnkápur Skófatnað Slifsi Flónel og margt fleira kaupa menn ódýrast í verzlun Hallgr. Jónssonar. Hringhendur (í okt. 1916.) v Öll burt leita unun fer, andans þreytu vekur, yfir sveitum ytra hér útlit breytasí tekur. Skýin ýta saman sér, sólbros lít eg valla, hamra-strýtan hefir hver héluhvítan skalla. Leikur barna í bæinn snýr, bliknar kjarninn rósa vetrar harnar vinda gnýr, vötn og tjarnir frjósa. Byrgist snjóum brekka og laut, # burt er spóinn farinn; útum móa eins á braut, allur lóu skarinn. Sofnar lengi sönglist há, syrgir mengi hana. Hljómar engir heyrast frá hörpustrengjum svana. Sínu landi flúnir frá, forðast grandið vilja. Fyrir handan höfin blá, hlýrri andar kylja. . Vini þá, með vori að sjá, vakir þráin heita þegar fráir frónið á, flugið knáa þreyta. Klaka brestur brynjan grá, blæ af vestan hlýjum, Skrýðist flest í fegurð þá, fagnar gestum nýjum. Lífið iðar endurfætt, angurs kviður flýja. Þeir, um friðinn sumar sætt, söngva kliðinn drýgja. Starfað geta gumar þá, gleymist Ietivíman. Mörg sem hreta þruman þrá, þyngdi um vetrartímann. O. St. Siglufjarðarprentsmiðja. Eg las fyrir stuttu grein í ísfirska blaðinu »Njörður« um tóbaks og sigarettunautn. Eins og flestir eða allir vita er tóbaksnautn að meira eða minna leiti skaðleg þeim er mikið tóbak brúka, þó munu sig- arettur ekki bestar í því að spilla heilsu manna, sem eðlilegt er, þar sem börn innan fermingaraldurs eru farin að neyta þessa skaðræðis og ekki minkar sigarettu brúkunin þegar yfir fermingaraldurinn er kom- ið. Pá bætast í drengja hópinn ungj ar stúlkur með sigarettu í munnin- um, því fáar munu þær, sem gjöra mikið af því innan fermingar. En hver ráð eru til að stöðva þennan ófögnuð? Skólarnir ættu að stofna tóbaksbindindi meðal nem- endanna og reyna á allar lundir að innræta börnunum óbeit á tóbaki, það gæti haft talsverð áhrif á æsku- lýðinn. Mér flaug í hug þegar eg las greinina í »Njörður« að víðar væri pottur brotinn en í Siglufirði. »Njörð- ur« kemst að þeirri niðurstöðu, til þess að varðveita börnin og ung- lingana frá þessum voða, að allir kaupmenn á ísafirði ættu að taka höndum saman og gera sölubind- indi á sigarettum á sumardaginn fyrsta 1917. Væri það spor stígið hér á Siglufirði og helst um alt land, myndi það hafa afarmikla þýð- ingu til hins betra og ekki sjáan- legt að það gæti orðið stór tekju- missir fyrir kaupmennina. Hér höfum við því láni að fagna að stofnað er í kvöldskólanum tó- baksbindindisfélag; eru í því félagi þó nokkrir unglingar yfir fermingar- aldur og margir úr barnaskólanum. Skólastjórinn Guðmundur Skarp- héðinsson á þakkir skilið fyrir að hafa komið þessu til leiðar, og væri óskandi að hann gæti upplýst ungu kynslóðina svo, að hún gengi fús- lega í bindindið og efldi það með dug og dáð, því ofmarga af ungu mönnunum vantar enn þá í það. G. B. Emaileraðar vörur. margar teg. nýkomnar í verzlun Helga Hafliðasonar Sængurdúkur fæst í v e r z 1 u n Sig. Sigurðssonar. þakkarávarp. Eg þakka hérmeð þeim heiðurs- hjónum Jósef Blöndal og frú hans, fyrir alla þá óverðskulduðu hjálp og umönnun er þau sýndu mér, með því að taka mig í haust svo að segja upp af götunni, og ann- ast mig síðan sem son sinn. Guð blessi þau fyrir mig. Jóhann Skúlason. Gott að auglýga í Fram. Úrsmíða-stofa Siglufjarðar aðgjörð á ÚR UM, KL UKKUM BAROMETRUM o. fl. G. Samúelsson. Fram kemur út einusinni í viku ef hægt er. Verð blaðsins er 1 kr. hver 15 númer — 10 aura í lausasölu. Afgreiðsla fyrst um sinn hjá Friðb. Níelssyni.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.