Fram


Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 2

Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 2
24 FRAM Nr. 7 FRAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Utgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Fridb. Níelsson °g Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu 2 vikur. Marz. _ Miðfasta 1918. Sd. 10. d. Arni lögm. Oddsson 1665. Md. 11. f. Friðrik krónprins 1899. Þd. 12. d. Stefán amtni. Þórarinsson 1823. Nýtt tungl 6,52 e. m. (Páskatungl) Md. 13. f. Guðbr. Vigfússon 1827. Fd. 14. d. Klopstock skáld 1803. Fd. 15. d. Júlíus Cæsar 44 f. Kr. Ld. 16. Gvöndardagur. Guðm. hinn góði. Hólabiskup. 21. v. vetrar. Marz. 5. sunnud. í föstu. 191% Sd. 17. Geirþrúðardagur. Md. 18. Landlæknir á íslandi 1760. Þd. 19. Fyrsta kv: 12.30 e. m. Md. 20. Heitdagur 1261 og síðan. Fd. 21. Benediktsmessa. f. Jón bp Vídalin 1666. Jafndægur. Vor byrjar. Fd. 22. d. Goethe 1832. Ld. 23. d. Halld. yfirk. Friðriksson 1902. 2 2. v. vetrar. eru vinnuþiggjendur eru fátækling- ar sem nú þarf að verja hundruð- um þúsunda til þess að láta þá hafa atvinnu, svo þeir geti lifað og dugandi menn kaupstaðanna þurfa að leggja sig í framkróka til þess að finna einhver ráð til bjargar. Mundi ekki hefða orðið betra við þetta að eiga ef síldarveiðin hefði ekki verið búin að blindaaugu margra manna. Rað sjá allir, sem vilja sjá, að atvinnuvegur sem ekki veitir at- vinnu, pema svo sem 3. til 4. vikna tíma, er skaðræði fyrir þjóðfélagið, því hvað á allur þessi fólksfjöldi að starfa hina tíma ársins þegar þetta er kjarninn úr árinu sem veiðin stend- ur yfir. Og leitt er að heyra mæta menn lofsynga yfir slíkum atvinnu- vegi sem hollum og heilbrigðum fyrir þjóðina. Að endingu vildi eg benda þeirri spurningu til hinna hugsandi manna í kaupstöðunum, hvort þeir vilja nú ekki benda hug unga og ein- hleypa fólksins til sveitanna? Held- ur en kasta mörgum tugum þús- unda til gagnslausrar eða gagnlitirar vinnu, því þá yrði hægra með að veita fjölskyldumöhnum vinnu, enda fyrirgefanlegt þó þeir séu styrktir af opinberu fé. Eg skal taka það fram að hér á eg við þær sveitir sem lengst eru komnar í framförum og bestu framkvæmda skiiyrði hafa, því þá væri líklegt að eitthvað af því fólki, sem til sveita færi staðnæmdist þar sjálfu sér til blessunar og þjóðfé- laginu til hagsældar. Rað er sennilegt að sumt af því fólki sem í kaupstöðum dvelur, vildi flytja sig til sveita og með því kanna ókunna vegi, ef hinir ieiðandi menn í kaupstöðunum bentu því á slíkar leiðir, og bændur í hinum bestu sveitum landsins væru líklegir til þess að taka við því, og veita því atvinnu, þó þeir hefðu þess ekki fyllilege not, því á þessum tímum verður hver höndin að hjálpa annari, svo þjóðin komist sem farsællegast yfir þessa stórvandræða tíma. í þessu verður mér litið á grein O. B. og sé hann endar hana með illhrissingslegri getsök í garð bænda sem hann fer um meðal annars þessum orðum. »Ætli það eimi ekki eftir ennþá á sumum stöðum, gamla óreglan á vinnutíma, lélegur viður- gjörningur og knífni i kaupgjaldi.« Honum ætti að vera kunnugt, að þó slíkt mætti finna á nokkrum stöðum fyrir löngu síðan, þá eru tímar svo breyttir, og kröfur til lífs- þæginda meiri en áður voru að slíkt þekkist ekki nú til sveita, frekar mætti heyra hljóm af sumu slíku, berast með sjáfarhljóðinu til þeirra frá kaupstöðunum. Miðhóli 7. febr. 1918. Tómas Jónasson. S/g'lufjörður nú, og í framtíðinni. —o— Framh. Eins og fyrir löngu hefir sýnt sig, er rafmagn það er Siglufjörður hefir til umráða alt of lítið. Fyrsta og stærsta ástæðan fyrir því er sú að áin, sem hreppsnefndin tók til þess að vinna rafmagnið úr er alt of litil, og útreikningar þeir sem gerðir voru um framleiðslumagn hennar hafa gjörsamlega brugðist. Er það ekki að undra, þar sem nær því ekkert vatn er í ánni suma tíma ársins, og það einmitt á þeim tíma sem ljóssins er mest þörf. Þar af leiðir að fólk hér verður að sætta sig að nokkruleyti við lampaljós, og er það þóýmsumerviðleikumbundið. Hvernig á þessum misreikningi á vatnsmagni áarinnar stendur veit eg ekki með vissu, en álíta má að ann- að hvort hafi verkfræðingurinn ekki mælt ána rétt, og þá ekki verið starfi sínu vaxinn, eða þá að hann hefir fengið ófullnægjandi og rangar upp- lýsingar um vatnsmagn í ánni á hin- um ýmsu tímum ársins. Hið síð- ara er ótrúlegt þar sem nákunnugir menn áttu hlut að máli, en hvernig sem öllu þessu er varið, þá hefir þessi misreikningur orðið Siglufirði dýr, og altof dýr. Sú villa réttlætist ekki við það, að nú er sýnt og sannað, að þó vatn áarinnar hefði reynst sem reiknað var, þá er það eigi að síður alt of lítið, vegna þess, að Siglufjörður hef- ir stækkað svo mjög á síðustu árum. Af framangreindum ástæðum hef- ir hreppsnefndin ásett sér að vinna rafmagn úr öðrum ám, sem betur geta fullnægt þörfum bæjarins nú og lengra fram í tímann, er að vona, og má jafnvel krefjast, að við það fyrirtæki verði unnið með meiri for- sjá og gætni en að hinu fyrra. Ár þær, er hreppsnefndin hefir hald- ið sig að, eru víst tvær, Leyningsá og Selá. Vatnskraftur þeirra mun hafa ver- ið mældur, en mér erókunnugtum árangur þeirra mælinga, en væntan- lega birtast í »Fram« upplýsingarum það mál, þegar þær eru skýrar og Ijósar fyrir hendi.. Veikasta hlið Siglufjarðar, að því er framtíð hans snertir, er að hér er of lítið vatnsmagn,en einmitt vegna þess hve lítið það er, finst mér hreppsnefndinætti tafarlaust að vinda bráðan bug að því að tryggja sér allar þær ár í firðinum, sem komið geta til greina, og þá allra helst Skútuána, sem mun hafa mest vatn og tryggast af öllum þeim ám, sem Erlendar símfréttir. Khöfn 16. febr. Finnar hafa fengið vopn frá Pýskalandi og vilja ekki málamiðlun Svía. Rússaher í Álandseyjum er flutt- ur þaðan á sænskum skipum. Blóðugar orustur í Belgíu út af því að Rjóðverjar hafa hnept Belgíska dómara í varðhald. Khöfn 18. febr. Maximalistar hafa sent Rauðuhersveit í Finnlandi mikið hjálparlið. Rjóðverjar og Austurríkismenn eru á- sáttir um áframhald ófriðar á austurvíðstöðvunum. Khöfn 19. febr. Þjóðverjar hafa hafið aftur ófrið við Rússa og er her þeirra kominn yfir Dvine og stefnir til Dwinzk. Þjóðverjar senda her til hjálpar Ukraine. Atlaz, Lenin, og Trotsky eru flúnir. Verkföll mikil í Galiziu. Rúm- enar berjast við Ukraine og Búlgara. Khöfn. 20. febr. Þjóðverjar hafa tekið Dwinzk og Luzk. Rússar tjá sig fúsa að undirskrifa friðarskilmála miðvelda sem birtir voru í Brest-Litovsk. Sífeldar orustur á vestur- vígstöðvunum og í Finnlandi. Khöfn. 23. febr. Rúmenar hafa samið vopnahlé við^miðveldin. Hvítu- hersveit í Finnlandi gengur miklu betur en rauðu. Hörð framsókn Pjóðverja í Eystlandi og Líflandi. Bretar hafa tekið Jeriko. Khöfn. 24. febr. Her Rjóðverja og Ukraine hafa tekið Dubon og Valhynin og 9200 fanga. Svíar hafa sent 3 skip með her til Álandseyja Khöfn. 25. febr. Pýski herinn er á hraðri ferð til Reval og Petro- grað. Pjóðverjar krefjast að hafa lögregiu efíirlit í Eyst- Iandi. Rússar semja frið við Ukraine. Rússneskar her- sveitir fara burt úr Finnlandi og Ukraine. Khöfn 26. febr. Hertling gefur vonir um að friðarsamningar geti tekist samkvæmt tillögu Wilsons. Rjóðverjar halda viðstöðulaust áfram til Petrograð og taka fjölda fanga. Vaxandi sundurþykka milli Spánar Pjóðverja. Eftir skeytum til Rvík. hér eru. í þessari áereinnig hægð- arleikur að byggja stóra vatns- geymsluþró, sem gæti verið sem forðabúr. Rró þessa má byggja á þann hátt, að setja' stíflu í ána þvert yfir, spöl fyrir ofan Efri-Skútu, svæði það er vatnið kæmi til að standa á gæti orðið 600—1000 fet á lengd, breidd um 60 fet og dýpt vatnsins yrði um 10—35 fet, Fallhæðin yrði að vísu ekki mjög mikil, en aftur á móti yrði hægt að hafa víð rör frá þrónni niður að aflstöðinni, leiðslan lægi á skakk yf- ir ásinn og aflstöðin sjálf yrði að standa spölkorn fyrir utan fjárhús Lárusar í Saurbæ sem stendur yst og neðst í túni hans. Hve margir hestkraftar fást á þennan hátt get eg ekki sagt um, en áætla má ca. 75. Stíflan sem þarf að byggja er að tiltölu ekki mikið stærri en sú í Hvanneyrarskálinni, náttúran hjálpar mikið til þarna. Að því er snertir framtíð rafmagns- ins í Siglufirði, þá má ganga að því vísu, ao á Langeyri verður bygð aðalaflstöð, (Akkumulatorstöð) sem tekur á móti rafmagninu frá hinum ýmsu aflstöðvum sem bærinn setur á stofn. Frá þessari höfuðstöð liggur svo aðalleiðslan niður í bæinn. Margir munu álíta að dýrt muni verða að starfrækja svomargarstöðv- ar, en þess er að gæta að minni stöðvarnar passa sig að mestu sjálf- ar, (automatiskt,) þarf einungis að líta til þeirra einusinni eða tvisvar í viku. Einn maður sem byggi að sjálfsögðu á aðalstöðinni gæti því haft umsjón með öllum stöðvunum. Væri bygðar aflstöðvar við allar ár hér fyrir framan, og kraftur þeirra sameinaður sem að framan er sagt

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.