Fram


Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 4

Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 4
M T NTr. 7 26 byrgð stjórnarráðs uni að þau yrðu borg- uð í söniu mynt fyrir einhvern ákveðinn tíma í sumar. Verð á þessum kolum er sagt að muni verða frá 300 360 kr. smái. Nú eru allir þeir, sem eru í eldsneytis- hraki, seni einkum er hinn fátækari hluti manna hér, neyddir til að kaupa samskon- ar kol og hinir efnaðri fengu fyrir 250 k.r mínus uppbótinni, sem er alt að kr. 50,00 (borgað að nokkruleiti úr þeirra eigin vasa,) fyrir þetta geysiháa verð 300— 360 kr. srnál. Tilgangur minn með grein þessari er að vita hvort það sem eg hefi sett hér fram verður hrakið af hreppsnefnd og ef það verður ekki, þá að hreppsnefnd hugsi sig næst dálítið betur lim, áður en hún lætur fátækiinga borga svonalagað offur til hinna efnaðri. Áður en eg enda þessa 'grein vil eg minnast ofurlítið á bann hreppsnefndar gegn torfristu í Leyningi. Banni þessu var hlýtt af flestum, en einn braut það áreiðanlega það var hreppsnefndarmaðurinn, herra verzlunarstjóri Jón Guðmundsson sem einn- ig er í Leyningsnefndinni. Novibus. Aths. Hreppsnefndinni er heimilt rúm í næsta blaði til að svara grein þessari. Ritstj. Síðustu stríðsfr. 27. febr. Samkomulag komið á milli Rússa og Miðveldanna. Rjóð- verjar halda Kúrlandi. Hindinburg hefir sagt að Rjóðverjar muni taka París fyrir miðjan apríl. 28. febr. Samningar milli Rússa og Pjóðverja hefjast aftur í Brest- Litovsk og er Trotsky ekki meðal fulltrúa Rússa. Pýski herinn er kom- inn að Injeper þrátt fyrir viðnám Rússa. Belgíustjórn neitar friðar- boðum Hertlings. Austurríkismenn halda með her inn í Podolien og hafa 10000 Rússar gengið á vald þeirra Jafnaðarmenn í Stokkhólmi saka fulltrúa Finnlands um að jaeir vilji áta Pjóðverja taka Álandseyjar. 1. marz. Pjóðverjar neita RÚS9- um um vopnahlé. Pýski herinn held- ur Viðstöðulaust áfram til Petrograð. Búist við að Rússastjórn flytji til Moskva. Japanar stinga uppá að Bandaríkin sendi herlið til Síberíu til að vernda hagsmuni Bandamanna þar. Bandaríkin eru rög við það, búast við að Japanar sjálfir leggi undir sig Síberíu. Ameríkumenn og Bolfour hafna friðartilb. Hertlings og segja að ómögulegt sé að koma á varanlegum friði. Finnar skora opinberlega á Pýsalandskeysara að hjálpa sér gegn Maximalistum. Jafn- aðarmenn bandamanna hyggjast að senda Miðveldunum friðarskilmála fyrir milligöngu Brandings. Fach yfirhershöfðingi er vongóður um að takast megi að verja vígstöðvar bandamanna í Frakklandi. 2. marz. Hvítahersveitin sækir frarn í Finnlandi. Pjóðveriar styrkja hana. Kínverjar búa sig undir að taka þátt í ófriðnuni. Pjóðverjar sækja ákafar fram á vesturvígstöðv- unum en nokkru sinni áður, áhlaup þeirra tíðari og grimmari með hverj- um degi. Pjóðverjar hafa tekið Á- landseyjar og hefir það vakið mikla gremju í Svíþjóð. Ukrainemenn hafa tekið Kien. 3. marz. Rúmenakonungur neit- ar friðarskilmálum Pjóðverja er birt- ir voru í Brest-Litovsk, viðbúið að ófiður hefjist miiii þeirraaftur. Æð- isgengin áhlaup Pjóðverjaá vestur- vígstöðvunum árangurslaus. Rússar og Pjóðverjar undirskrifuðu friðar- samninga 1. mars. Maximalistar undirskrifa án þess að fhuga ein- stök atriði samningsins. Alsherjar- fundi Verkamanna ætlað að gera það síðar. Pjóðverjar annars ófá- anlegir að stöðva ^framsókn þýska hersins í Rússlandi. Maximalista- hreifingin útbreiðist í Síberíu. Pjóð- verjar hafa tekið 60 þús. fanga í Rússlandi. 4. marz. Pjóðverjar hafa hafið ógurlega skothríð á Woevne, Bad- anvilliers og Elsass. Bulgarar krefj- ast að fá allmikil lönd af Rúmeníu. Ungverjar krefjast að landamærum ríkisins verði breytt. Pjöðverjar hafa flutt allmikið lið til Álandseyja. Sví- ar mjög gramir. 5. marz. Rússar sleppa tilkalli til Kúrlands, Lithaugalands og Bat- um. Pjóðv. hafa yfirráð í Eystlandi og Líflandi. Allur Rússaher verð- ur afvopnaður. Syndekalistar gera óeyrðir í Kristjaníu. Hersveitir Finna hafa tekið Björneborg. Frú Arma Claessen, landsféhirðis lést nýlega úr heilabióðfalli. »ísland« er nýlega komin frá Am- eriku til Rvíkur með vörur til kaup- manna og 2500 heilsekki hrísgrjón. »Njörður« vélbátur frá Hafnarfirði fórst 22. febr. með 4 mönnum. Ágúst Flygenring var nýlega á leið frá Hafnarfirði til Rvíkur ríðandi og reið á streng er lá þvert yfir veginn og settur hafði veriðaf nianna- völdum, hann féll af baki og meidd- isí mikið. Danskt seglskip, sem var á leið til Spánar, strandaði undir Meðal- landi og fórust 2 menn. 2 vélbátar eru taldir af í Vest- mannaeyjum. Afmæli: 17. marz. Einar Jónasson, Hóli. 18. %' Jóna S. Möller, litísfrú. 20. » Hallgr. Jónsson,, kaupm. Félag meðal, verslunarmanna og, kaupmanna bæjárins var stofnað 23. f. tn. og hlaut nafnið iKattpmanna og verslunarinannafé- lag Siglufjarðar.« I stjórn þess voru kosnir Jón Guðrnundssón form., Friðbj. Níelsson féhirðir og Sig. Kristjánsson ritari. 20. maí 1918 Hátíðanefnd, íil að standa fyrir hátíða- haldi þann dag, er nú fullntynduð, og eru í henni þessiy: B. Þorstejnsson, Jón Jó- hannesson og Helgi Hafliðason fyrir hönd hreppsnefndar. Sig. Kristjánsson, Halldór Jónasson og Jón Guðmundsson fyrir hönd Kattpmanna og verslunarmannafélagsins. Ole Tynæs, S. A. Blöndal og Guðmundur Hafliðason fyrirhönd Fiskiveiðadeildarinn- ar. Jón E. Sigurðsson, Jón Gunnlaugsson ög Þorl. Porleifsson fyrir hönd Ungmenna- fel. Inda Tynæs, Guðrún Björnsdóttir og Kristín Hafliðadóttir fyrir hönd Kvenfél. Als 15 manns. Hérmeð tek egr aftur þau unimæli mín um Magnús H. Ólsen, að hann sé sveita- flækingur. O. Porfinnsson. Grænsápa, best og ódýrust í verzlun Sig. Kristjánssonar. Þeir sem ætla að fá sér íslenskan fánafyrir20. maí, ættu að súna sér til undirritaðs hið fyrsta. Sophus Árnason. Nokkur pör af íslenskum Sjóstígvélum hefi eg til sölu. Sig. Kristjánsson. Purrabúðarhús með lóðarrétt- indum á Höfða í istamósiandi í Fljót- um, skemma og baðstofa þiljað í hólf og gólf með alþiljuðu eldhúsi og góðri eldavél, er til sölu nú þeg- ar. Semja ber við Eðvald F. Möller verslunarstjóra Haganesvík. Gamla og nýja LIFUR kaupir hæsta verði. O. Tynæs. 54 Kvenmaðurinn með gula hárið. Pað var eins áreiðanlega víst, að Mr. Pemberton mætti stundvíslega kl. 9 á morgnana á stöðinni í Lown Road eins og sólaruppkoman. Pað hafði aldrei brugðist, og lögreglu- þjónninn sem var á verði var vi9s á því, að þegar skrif- stofukiukkan sló 9, þá stóð Mr. Pemberton í dyragáttinni. Hann var því nær fallinn í stafi, þegar kiukkan sló 9 morguninn eftir dag þann sem sagt er frá að framan, og Mr. Pemberton kom ekki inn um leið og klukkuslögin end- uðu. Pegar klukkan var tíu mínútur yfir 9 gekk vörðurinn að glugganum, lauk honnm upp, og skygndist út á strætið eftir yfirboðara sínum. En Mr.. Pemberton sást hvergi, og þegar klukkan var gengin 15 mínútur í tíu, fór verðinum að verða órótt. Hann þaut að símánum og hringdi til Mi . Pemberton, en ekki hægðist honum mikið við það, því honum var ekki svarað. Hann flýtti sér svo að senda einn af þeim lögregluþjónum er viðstaddir voru heim til Mr. Pemberton, til þess að vita hver ástæóa væri. fyrir fjærveru hans. Hálfri klukkustund síðar kom lögregluþjónninn til baka með þá skýringu, að Mr. Pemberton hetði orðið veikur um nóttina, yrði ljklega að liggja í rúminu nokkra daga, læknir- inn hefði stranglega bannað honum að annast sín daglegu- störf, og iautenant Stewenson hefði tekið við yfirráðum á stöðinni, meðan á veikindum umsjónarmagnsins stæði. Meðan á öllu þessu stóð, sat Mr. Pemberton heima á skrifstofu sinni, og reykti hverja pípuna á fætur annari. Málinu var þannig varið, að hann ætlaði sér að verja nokkrum dögum til þess að leita að Kate Ferring. Hann varð að vera laus við starf sitt sem umsjónar- 55 maður á meðan. Væri .hann á skrifstofu sinni, hafði hann engan frið, þar voru sífeldar annir, skýrslur réttarhöld og símasamtöl. Til þess að engin fregn bærist út um hina réttu ástæðu fyrir fjærveru hans lést hawi verða veikur, einungis á þann hátt gat hann fengið næði til rannsóknar sinna, sem hann vann að dag og nótt. Flestir aðrir en Mr. Pemberton myndi ekki hafa lagt í þessa leit, en hann lét aldrei af fyrirætlunum sínum eða gafst upp við að rannsaka nokkurt mál fyr en í fulla hnefána, og einmitt þessi dugnaður hans hjálpaði honum þegar ervið- leikarnir voru sem mestir. Og hver gat vitað nema hamingjan og tilviljunin hjálp- uðu honum, svo hann fyndi Kate Ferring. Ðagana sem Mr. Pemberton var sagður veikur, var hægt fyrir aðgætinn áhorfenda að sjá ýmsar undarlegar persónur koma eða fara frá húsi hans í Harthstræti. Par mátti sjá vinnuklædda menn með pípu í munninum, og hendurnar í buxnavösunum, snyrtimenni í Ioðkápum, blaðasala með tösk- ur sínar, háttstandandi yfirmenn úr hernum, og landeyður úr skuggalegustu afkymum Lundúnaborgar. í stuttu máli komu þar menn af öllum stéttum, sumir fóru þaðan aftur, en sumir ekki. Allir þessir menn voru ekki annað en Mr. Pemberton sjálfur misjafnlega aulbúinn, á þann hátt og á öllum tím- um dags og nætur leitaði hann að Kate Ferring. Hann spurði alstaðar fyrir sér. Á matsöluhúsum, vín- söluknæpum, dansskólum, í kaupsýslu húsum, og yfirhöfuð ^ að tala alstaðar en alt árangurslaust. Lundúnaborg var of stór.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.