Fram


Fram - 29.03.1919, Blaðsíða 2

Fram - 29.03.1919, Blaðsíða 2
50 FRAM Nr. 13 kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níehsson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1919. Verkamaðurinn, vikublað, geíið út af verka- mönnum á Akureyri. Blað sem allir verkamenn þurfa að kaupa. Blað, sem allir atvinnurek- endur, sem, kynna vilja sér kröfu verkamanna, þurfa að kaupa. Útsölumaður í Siglufirði er: Helgi Björnsson, prentari. Oullfoss kom til Halifax á rnánu- daginn var. Afskapleg barnaveikindi í Rvík þessa daga. Hæsta útsvar í Rvík hefir Eim- skipafélagið, kr. 75,000 Lagarfoss liggur á Akureyri, fer þaðan líklega á sunnudagskvöld, vestur um land til Rvíkur, Pegar eg las greinina í »Fram« af 15, þ, m., eftir herra Hannes Jón- asson, kom mér til hugar hvort blaðið ætlaði aldrei að hætta árás- um á séra Bjarna Þorsteinsson. Mér finnast greinar blaðsins, í garð séra Bjarna meira sprottnar af persónulegri óvild, *en af velvilja til hreppsins, má vera að það sé skakt skoðað. Séra Bjarni Porsíeinsson kom hingað fyrir tugum ára, ungur og hraustur, og hefir eytt kröftum sín- um í þarfir sveitarfélagsins, og manna mest á Siglufjörður honum að þakka að hann er kominn á það þroska- stig á menningarbrautinni, sem hann nú er. Bjöldann af æskulýðnum hér, og fólki alt að fertugs aldri, hefir séra Bjarni uppfrætt og kristnað, og mun það fólk alt ætíð bera hlýan hug til hans og fulla virðingu fyrirhonum. Pó að séra Bjarna hefði á ein- hvern hátt mistekist eitthvað af öllu því, sem hann hefir gert fyrir sveit- ina, sem eg er ekki bær um að dæma, þá veit eg og allir hreppsbúar, og jafnve! greinarhöfundurinn líka, að slíkt væri óviljaverk, og efast eg stór- lega um að nokkrum öðrum hefðu farist verkin eins vel úr hendi, Séra Bjarni á sjálfsagt frekarskil- ið, af Hvanneyrarhreppsbúum og sóknarbörnum sínum, eitthvert þakk- læti fyrir störf sín hér, bæði sem kennimaður og í þarfir sveitarfélags- ins, en að hann sé lagður í einelti og reynt að skaprauna honum í mál- gagni, sem fer um land alt. Auð- vitað er séra Bjarni svo alþektur að svona árásir skerða virðingu hans ekki að neinu leyti, Eg þykist sannfærður um, að þessi orð eru töluð íyrir munn fjöldans hér í sveitinni. Siglufirði 21. mars 1919 Wilh. M. Jónsson. Svar til H. J. Rað lítur helst út fyrir að grein mín »F*jófnaður í Sig!ufirði« hafi komið H. J. eitthvað óþægilegaeða minsta kosti má draga það af aths. hans við nefnda grein; því að þar gerir hann sig óþarflega breiðann. Honum hefði verið sæmra að reyna í henni — með einu orði — að gera grein fyrir sannleiksást sinni á greininni »Næturvörður;« því flest- um mun þykja sæmra að rökstyðja að einhverju leyti þá skoðun sína er þeir slengja fram, en það finst H, J. óþarfi nú seni oftar. En hver veit þá á hverju skoðun H. J. er bygð í þessu máli? Að svo komnu efa eg að hún sé bygð á nokkt/ti því, sem hann hefði getað dregið fullyrðingu sina af. Tilraun hans til að sýna hvað eg hafi gengið óhreint til verks er veiga- lítil, því þáð sem hann tilfærir og segir að eg hafi gleymt mundi hann hafa kallað ryk hjá öðrum en höf- undi greinarinnar »Næturvörður« af því að í þeirri grein stendur á öðr- um stað: Og hve skaðlegt það er fyrir þennan bæ og þjóðina að ala upp heilan flokk heila kynslóð þjófa, Eftir þessa fullyrðingu í greininni er það reykur einn, sem H, J, vill blekkja mitt skrif með. Pví sem H. J. er að vísa heim til mín vísa eg. aftur heim til hans, því þar á það að vera, af því að eg hefi aldrei með hálfu orði lýst van þóknun minni á ritstjórn »Fram,« heldur aðeins furðað mig á því að ritstjórarnir skyldu ekki gera aíhs. við greinina »Næturvörður.« Svo að þetta var óþarfa rembingur hjá H, J. Og alt hans skrif um heimvísun- ina er staðleysa ein, Flestir, að H. J. undanteknum, veit eg að hafa tekið eftir því, að grein mín var dags. 17. marz 1919. En þó heldur H. J. að hún sé sjö vikna og kallar hana sjöviknagrein. Petta sýnir hvað mikill veigur er í svörum hans oft og einatt og einn- ig það hve vandur hann er að þeim. En mín skoðun er sú, að sum af hans »andlegu fóstrum« í »Fram« hefðu haft gott af því að vera sjö vikna, hefðu þau þá geíað orðið veiga meiri, en ekki staðlaus stafur eins og aths. hans síðast. Og skal eg gera H. J. grein fyrir þessu hve- nær sem hann vill. En að fara að eiga í orðasennu við hann nú er ef til vill sama og að leggjast á ná- inn þar eð hann er að fara frá rit- síjórn »Fram.« Guðm. Skarphéðinsson. Háttvirtum greinarhöfundi, Guðm. Skarphéðinssyni, gefst til kynna, að eg met franianskráða grein hans að verðleikum, nefnilega gjörsamlega að vettugi, og virði hana ekki svars, Getur það sparað honum sálaráreynsiu' við að hnoða saman fleiri svörum út af þessu máli. H. J. Erl. símfregnir Khöfn 25, marz Almenn óánægja hér yfir seinlæti friðarsamninganna Búistvið að Asquith verði forseti Pjóðbandaiagsins. Fregn kom um það að prússneskur liðstyrkurværi kominn til Ungverjalands, en hefir verið borin íil baka aftur. Khöfn 26. marz ítalir hafa tekið Press- burg í Austurríki herskildi. Gagnbylting er yfirvof- andi í Pýskalandi. Lögreglan í Budapesí hef- ir verið íeyst upp. Bráðabyrgðarfriðarsamn- ingunum verður lokið á laugardaginn (í dag). Pjóðverjar eiga að sækja matvöru til Liverpool. Sameinaða gufuskipafé- lagið græddi 37V2 milj. kr. síðasfa ár. Eftir skeytum til Rvík. * Leiðrétting. Nokkrar prentvillur hafa slæðst inn í grein mína um »Söngva föru- mannsins« í síðasta töiubl. Fram. Á fremstu síðu í fyrsta dálki, stend- ur í 25. línu að ofan: rnjög hugð- næm, á að vera: mörg hugðnæm. í öðrum dálki 12. línu að neðan stendur: gullinn gára, á að vera: gullnu gára. í þriðja dálki 12. línu að neðan stendur: Hann fer inn í skóginn, á að vera: Hann ber inn í skóginn. Á annari síðu, stendur í fyrsta dálki 40. línu að ofan: söm þau afbrigði: fyrir, sum þau afbrigði. Og í þriðja dálki 24. línu að ofan: Frumleikar höfundar fyrir fruinleikur höfundar o. s. frv. Retta bið eg blaðið vinsamlegast að flytja og lesendur þess að athuga. B. S. Söngskemtun héldu þeir ’Chr, Möller, Sophus A. Blöndal og Porm. Eyólfsson síð- astliðinn laugardag fyrir fullu húsi. Sungu'þeir tvísöng til skiítis, og Chr. Möller söng einn þrjú lög. Yfirleitt var gerður góður rómur að ^söngnum. Ágóðinn er ætlaður unglingsdreng hér, er hefir kreftan fót, sem búist er við að inegi réíta. Ýmsar vörur nýkomn- ar í verslun H. Hafliðasonar, Siglufirði: Blyhvidt pr. kg. 3,50 Zinkh vidt „ „ 3,60 Rautt málduft Grænt Do. Purkefni Gull Bronce Attavitar. Pakkasaumur Saumur&’, 5”, 4”, 3”, 2”, l”, i/2” Lappasaumur Cylinderolía Lagero/ía. Motortvistur Sólskinsápa (Sunlight Soap). Sápuspænir (Lux) Pvottasápa í stykkjum Blautasápa Sódi Kanel steyttur Pickles Soya Ymsar email. vörur: Kaffikönnur Ka ffika tlar. Fötur Diskar djúpir og grunnir Hrákadallar Næturgögn Fö turmismunan dis tærðir Kaffihrauð Chocolade Flormjöl Rúgmjöl Haframjöl Svínafeiti Dósamjólk Munntóbak Cigarettur Vindlar ál3 kr ]/2 kassinn og 24 kr. i|i kassinn, mjög góðir. Spil, tvær teg. Sjóstígvél íslensk Sjóstígvél með trébotnum. Skósverta Ofnsverta Taublámi og m. m. fl. Komið og spyrjið um verð áður en þið kaup- ið hjá öðrum. Virðingarfylst. Helgi Hafliðason.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.