Fram


Fram - 29.03.1919, Qupperneq 3

Fram - 29.03.1919, Qupperneq 3
Nr. 13 FRAM 5.1 Kornvöruseðlar þeir, 71/! kg, á mann, sem tilvönt- uðu handa bæjarbúum við síðustu seðlaúthlutun, eru nú komnir og vitjist hið allra fyrsta til Friðb. Níelssonar. Gæfan. Eftir götunni gekk eg grúfði’ yíir koldimm nótt. Hugurinn hvarflaði víða í hjarta var mér ei rótt. Mér fanst eg svo andstætt eiga og ölln lífinu spilt; vonir að engu orðnar allar er höfðu það gylt. þá kom þar til mín kona. »Kom þú,« sagði’ ’ún »með mér aldrei þig mun þess iðra eg yndi skal veita þér.« Eg hendi drap við henni. Hrópaði: »vík mér frá. Annari ann eg konu og als ekki vil þig sjá!« Hún hló. þeim hlátri ei gleymi og hátt ’ún mælti: »Flón! Heyrðu, hvort viltu ei líta hvernig eg er í sjón? Því eg er gæfa þín góði er get þér alsnægtir veitt. Þú vilt ei við.mér líta þér verst, þá færðu ei neitt. Því sjaldan tvisvar þeim sama sel eg mín kosta boð, vertu því enn sem áður óhamingjunnar goð.« Hún hvarf. En eg stóð eftir agndofa, og skildi ei neitt. Svo heim eg hélt að bragði mitt.höfuð hvíldi þreytt. * * * Eg hefi ei séð hana síðan en syrgi ’ana hverja stund; eg kemst víst aldrei, aldrei aftur á gæfunnar fund. s. m. Sam tíningur. í fyrra gaf Gyldendal út Fjalla-Ey- vind Jóhanns Sigurjónssonar, með myndum, Bók þessi hefir selst af- arvel í Danmörkuv að sögn 9000 eintök. Jóhann vinnur nú að nýju leikriti. Hann hefir selt hús sitt á Charlottenlund og er fluttur inn til Kaupmannahafnar. Vilhjálmur Stefánsson, var um miðjan desember sæmdur »Charles P. Dolys« heiðursmerkinu svo nefnda fyrir hið mikla starf, sem hann hef- ir unnið í þágu vísindanna á ferð- um sinum Við það tækifæri flutti hann ræðu, þar sem hann endurtek- ur fyrri áskoranir sínar um það að eigi væri verið að þröngva menn- ingu upp á Eskimóa, því það væri sama sem að útrýma þeim alveg. Sannaði hann þettað með því, að Eskimóaflokkur einn, sem fanst 1825 og þá voru 5000 manns, væri nú aðeins 40 manns. Inga Johnson, íslensk stúlka, sem hefir verið hjúkrunarkona í herliði Kanada, hefir hlotir hæsta heiðurs- merki fyrir frábært hugrekki og dugnað við líknarstörf. í Northallerton, í Bretlandi, voru verkamenn nýlega að saga trjástofna. í einum þeirra fundu þeir hreiður með 5 eggjum. Hreiðrið varl8þm. fyrir innan börkinn óg hafa vísinda- menn reiknað út, að eggin muni hafa legið þarna í hundrað ár, en tréð vaxið utanum hreiðrið. I Kaupmannahöfn eru 30 þúsund menn sem heita.Hansen. 18 tundurdufl rak á land á vest- urströnd Norgs, einn da'ginn í jan- úar. Nokkur þeirra sprungu en gerðu þó ekkert tjón. Nýlega var haldinn hrossamark- aður í Skive á Jótlandi. Par voru tveir dráttarhestar seldir á 9200 kr. — Dýrt er það! Gert er ráð fyrir að reksíurshalli á ríkisjárnbrautunum dönsku fyrir yfirstandandi ár, sem endar 30. þ.m. verði ló—17 miljónir króna. Bæjarstjórnin i Næstved samþykti nýlega á fundi að verja 60 þús. kr. til styrktar handa borgurum til fata kaupa. Föt eru afardýr í Danmörku, venjuleg karlmannsföt kosta 250 til 300 kr. í Stokkhólmi hefir íbúunum fækk- að um 2172 á síðastliðnu ári. Fæðst hafa 5584 en dáið 6912 eða 1328 fleira dáið en fæðst. Hinir hafa flutt burtu. Wilson var gerðurað »rómversk- um borgara* í heimsókn sinni til Italíu. í þeirri för heimsótti hann páfann og hélt ræðu í Kapitolium. Elsta manneskja á Norðurlöndum er Elisabeth Jensen í Bækkesöl í Noregi. Hún átti 106 ára afmæli ný- lega og fékk þá ósköpin öll af heill- óskaskeytum, þar á meðal eitt frá Hákoni konungi. Hún er vel ern og segist vel muna eftir því þegar fyrsta norskagufuskipið »Konstitution,« fór fyrstu ferðina. Bæjarfréttir. Kirkjan. Síðdegismessa á morgun. Verkamannafélag á að stofna upp úr Málfundafé- laginu í kvöld, sbr. augl. hér í blaðinu 2 skip »Helga« og »Sindri« komu hing- að frá Rvík í þessari viku, bæði með nokkuð af vörum. »Tante Charleys« heitir leikrit það sem Kvenfélag- ið ætlar að sýna hér bráðlega, og eru nú þegar byrjaðar æfingar. Ágóð- inn af því á að renna í berklahæl- issjóðinn norðlenska. \ 16 — f*að verða einnig að vera hótanir í bréfinu, sagði Mirk- ovitsch þungbúinn. — Að ef lögreglan blandar sér inní málið? — Verði ekki annað að finna en lík. Rögn varð, er þessi skuggalegu orð höfðu verið töluð. Petta var dökkva hliðin á djarfmenskubragðinu: þau tiltök að verða að myrða varnarlausan fanga. En þeir vissu allir saman, að svo gat farið að það yrði nauðsynlegt. Líf gíslsins varð að vegaá móti þeirra ef svo færi að þeir yrðu uppgötvaðir, og um hefnd yrði að ræða í staðin fyrir skifti á mönnum. — Peir munu aldrei þora að neita, sagði forsetinn, og reyndi að dreifa óhug þeim er gripið hafði flesta við hugsunina um að neyðast til að fremja morð með köldu blóði. Vér þurfum aldrei að grípa til úrræða sem eru oss ósæmileg. — Peir vita líka að líf keisarasonarins er fullkomlega í vor- um höndum, sagði Mirkovitsch með sannfæringu. — Peir geta ekki vísað oss frá sér, þeir eru neyddir til að spmja við oss. Vér getum heimtað að hver einasti hegningar- fangi, sein þjáist í Síberiu, sé látinn laus. Peir voga ekki að gleyma því að erfingi Rússlands sefur með sverð yfir höfði sér, og að þeir eru neyddir til að ganga að kröfum vorum. — Ef þeir eru réttlátir og miskunsamir, skulum vér einnig vera það, sagði forsetinn, með mildri rödd. — þann sama dag og Dunajevski og allir hinir, sem voru riðnir við síðasta sam- særi fara yfir landamærin, frjálsir ferða sinnar, skal keisarasonur- inn látinn laus. En Aleksander verður að skilja það, að ef vér fá- um minsta grun um að lögreglan blandi sér í málið þá er um leið fyrirgert lífi gíslsins. Pessu svaraði enginn. Forsetinn hafði ineð þessum orðum látið í ijósi vilja als fundarins. Mirkovitsch hafði lagt kreftan hnef- ann fram á borðið. Pað var skuggalegur og illmannlegur svip- ur í augum hans er bentu á ófagrar hugsanir. — Eg álít að nefndin hafi gleymt að taka einn mann með í reikninginn, og það er Lavrovski, rauf loks rödd ein þögn þá er varað hafði 1 nokkrar mínútur. — Fyrirgefið, sagði forsetinn. — Eg álít, að við allir saman 13 — Alt hið besta. Hvar er hann? spurði ein rödd. — í vagni Mirkovitschs með Maríu Stefanovna. — Og þar næst? — Verður hann gestur Mirkovitschs í Heumarkt nr. 21. Spurningarnar og svörin skiftust hratt á. Æsingin og kviðinn hafði auðsjáanlega verið á háu stígi, og gleðin yfir hinum góðu fréttum var greinileg. Pað var eins og steini væri létt af allri samkomunni. — Og Mirkovitsch? spurði roskni maðurinn. — Hann hlýtur að koma bráðlega. — Undireins og hann er lokaður inn. — Hann er þá á okkar valdi? — Áreiðanlega. — Gerði Lavrovski enga tilraun til að elta hann? — Ekki fyr en það var orðið of seint, og vagninn horfinn sjónum. Hann gekk alveg grunlaust í gildruna. Pað varð löng þögn. Mennirnir votu auðsjáanlega sokknir, niður í alvarlegar hugsanir, því í næstu tíu mínútur var algerð þögn í herberginu. Svo heyrðist þungt fótatak úti fyrir dyrunum'og síðan var drep- ið á þær eftir hinu sama ákveðna hljóðíalli; ruddaleg rödd sagði: — Mirkovitsch. Risavaxinn maður, þrjár álnir og þrír þumlungar á hæð, kom inn. Hann hafði sítt grátt hár, hátt enni og stingandi augu, er voru nærri hulin undir loðnum augnabrúnunum. Hann gekk til mannanna í herberginu og sagði: — Alt i röð og reglu. — Tekinn til fanga? — Lokaður inni í húsi mínu. Engir gluggar, aðeins einn hleri. Engir möguleikar til að hann finnist, því síður til þess að hann geti flúið. — Og María Stefanovna? — Lék hlutverk sitt ágætlega. Hann grunaði ekkert fyr en hurðin skail á hæla honum. — Sagði hann nokkuð?

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.