Fram


Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 2

Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 2
106 FRAM Nr. 26 Leiðbeining fyrir kjósendur í Sigiufirði við kosning á 5 inönnum til niðurjöfnunarnefndar og 2 til endurskoðunar bæjarreikninganna 23. júní 1919. Um þetta et'ni gilda lög, undirskrifuð af konungi 30 október 1913, og eru hér prentuð helstu atriði þeirra laga. Kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum skulu vera leynilegar og hlutt'allskosningar, og skulu þær fara fram á þann hátt, er segir í eftir- farandi greinuni. Kosningin fer fratn eftir listum, sem á eru skráð nöfn þeirra manna, er stungið er upp á til fulltrúa. Listar þessir skulu afhentir oddvita kjörstjórn- arinnar íyrir hádegi tveim sólarhringum á undan kosningu, og skulu und- ir hvern lista hafa ritað eigi færri en 5 og ekki fleiri en 15 kjósendur sem meðmælendur; skulu þeir greina nöfn sín, stöðu sína og bústað. Giidur er iisti, þótt áhonum standi færri nöfn en kjósa á fulltrúa; en staudi á honum fleiri nöfn, er hann ógildur. Kjörstjórnin lætur gjöra kjörseðla. Á kjörseðli skulu allir gíldir listar skráðir þannig, að öðrumegin á hæfilega stóru pappírsblaði séu prentuð út af fyrir sig, hvert niður af öðru f óbreyttri röð, nöfn fulltrúaefnanna á hverjum lista, hver nafnaröð undir sínum bókstaf, og skulu vera feit og skýr langstrik til aðgreiningar inilli listanna, Listarnir skulu skráðir á blað- ið, hver við annars hlið, eftir stafrófsröð bókstafa sinna, og nöfn full- trúaefnanna á hverjum lista aðgreind með þverstrikum; hæfilegt bil fyrir skrifaðan tölustaf skal vera fyrir framan hvert nafn innan þessa striks, sem takmarkar listann. Kosningin fer þannig fram, að þá er kjósandi hefir fengið kjörseðil afhentan af kjörstjórn, fer kjósandi með hann inn í kjörklefann að borði því, er þar stendur, og gjörir þar kross við bóksíaf þess lista á, kjörseðlinum, er hann vill atkvæði gefa. Vilji hann breyta nafnaröðinni á lista þeim er hann velur, skal hann setja tölustafinn 1 fyrir framan það natn, sem hann vill hafa efst, tcluna 2 fyrir framan það nafn, er hann vill láta vera annað í röðinni, töluna 3 við það nafn sem hann vill láta vera hið þriðja, o, s. frv. Sé eitthvert nafn, er þann getur eigi felt sig við, á lista þeim; er hann kýs, má hann strika það út, og telst það þá eigi með við sam- talning atkvæðanna. Krossinn, tölustafina eða útstrikunina skal kjósandi gjöra með blýanti, sem kjörstjórnin hefir í klefanum. Síðan brýtur kjós- andi seðilinn saman í sömu brot sem hann var í, er hann tók við hon- um; gengur hann síðan irin að kjörþorðinu, og stingur sjálfur seðlinuin þannig samanbrotnum í atkvæðakassann, gegnum rifu á lokinu. Enginn getur neytt kosningarréttar nema hann sé sjálfur á kjörfundi og greiði athvæði. Ef kjörseðill rangmerkist eða skemmist getur kjósandi fengið hjá kjörstjórninni nýjan seðil í stað hins skemda seðils, Kosningargjörðin má ekki standa skemur en 3 tíma. Enginn úr kjörstjórninni né nokkur sá, sem staddur er í kosningar- stofunni, niá meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, gefa nokkrum kjósanda ráð, tilvísun eða áminningu um það, hvaða lista hann skuli atkvæði gefa. Brot varðar fangelsi eða sekturn, þó eigi undir 20 krónum. Talning atkvæða fer fram í heyranda hljóði strax og kosningarat- höt’ninni er lokið. Kjörstjórnin. Fundurinn skorar á ráðuneytið að leggja fram á þessu þingi frv. til laga, er heimili bæjarstjórnum og sveitarstj. að setja ákvæði um bann gegn sölu suðuvínanda, hár- vatns og höfuðvatns nema gegn seðlum, er bæjarstjórnir og sveitar- stjórnir gefi út í samráði við ráðu- neytið, Með samþykki ráðuneytis- ins megi bæjarstjórnir og sveitar- stjórnir banna sölu fleiri vökva á sama hátt. Tillagan samþykt í einu hljóði. Fleira ekki tekið fyrir. G Hatinesson. Sig. Kristjánsson. ,Erl. símfregnir Khöfn 15.-6. Sigurður póstm. Briem verður fulltrúi íslands á póst- málaþingi Norðurlanda. — Hafnar- vinnuverkföll öðru hvoru. London 16.-6. Flogið á Vickers- flugvél á rúmum 16 tímum fráNew- foundland til Clifton á írlandi. 18.-6. Regar fulltrúar Þjóðv. voru að fara frá París var ráðist á lög- gæsluliðið, sem átti að verja þá. Berlín 19.-6. Stjórnin athugar svar Bandamanna og friðarfulltrúarnir ræða það á Iöngum fundi. Stjórnin álítur friðarskilmálana óþolandi, en þó virðast flokkarnir klofnir. 17. júní. Dagsins var minst hér á þann hátt, að veifur voru dregnar á stöng og samkoma haldin í barnaskólan- um. Byrjaði hún á því, að fjórradd- aður söngflokkur söng nokkur lög, en síðan mintist Guðm. læknir Hall- grímsson Jóns Sigurðssonar og að því búnu voru fáein lög sungin aft- ur. Um kvöldið var dansleikur á sama stað og stóð hann eitthvað fram á rióttina. Samkoman fór hið besta fram, en það óhapp vildi til um morguninn er skjóta skyldi fall- byssuskotum, að fallbyssan sprakk í þúsund mola við annað skotið en ekkert slys hlaust þó af þessu. Ræða Guðm. læknis var á þessa leið: Háttvirta samkoma! Pað virðist vera einhver dómur á mér að hafi eg ætlað mér að segja eitthvað opinberlega, þá er eg æf- 'inlega kvefaður og hás eins og hrafn. Eg biðst því velvirðingarxáheyrenda minna, enda þótt þetta sé mér ekki sjálfrátt. Stjórn ungmennafélagsins hefir beðio mig að minnast Jóns Sig- urðssonar forseta hér á afmælisdegi hans í dag. Eg vildi ekki skorast undan að gjöra 'þetta þó að eg vissi það full- komlega, að það er orðið vanda- verk að halda minningarræðu fyrir þessu stórmenni okkar — svo mik- ið er búið að tala um hann á ýms- um stöðum á ýmsum tímum. Pað verður því hætt við að allt verði ekki sem fullkomlegast, sem á borð er borið um hann og honum til heiðurs. Pað má þó telja sérstaka ástæðu til að minnast Jóns Sigurðssonar einmitt í dag. Petta er fyrsti fæð- ingardagur hans, seni runnið hefir síðan ísland fékk fullveldi sitt og varð siálfsfætt ríki. Með öðrum orð- um, síoan Iokið var því mikla verki, sem hann lagði svo traustan og fagran grundvöll undir. Pað veit enginn hvar vér stæðum í baráttu vorri um sjálfstæði vort og þjóð- erni vort, ef þessi inaður hefði ekki risið upp meðal vor. En eg býst við að margir muni þykjast vissú um, að vér værum ekki komnir það áleiðis, sem þó er orðið, ef hans hefði ekki notið við. Vér minnumst Jóns Sigurðssonar í dag og þökk- um honum fyrir að hann svo að kalla lyfti þessu landi upp á herð- ar sínar og hreif samtíðarmenn sína til dáða og sjálfsálits. Petta gat hann og þetta gjörði hann, af því að hann átti íiöfð- ingslund Pað mundi ef til vill vera orð í tíma talað, að setja mörk um það hugtak sem vér kQllum höfðingja, og það sem því fylgir. íslenskur almenningur hefir um langan tíma haft orðið »höfðingi« frekast að ill- yrði. Pað er oft notað með úlfúð og undirhyggju. Petta er mjög illa farið. Vér verðum að gjöra oss Ijóst og hugsa um það alvarlega ogær- lega hve ómetanlegt gagn okkur er að því að eiga sanna höfðingja á meðal vor. Á þessum afskaplega alvarlegu tímum, sem ganga nú yf- ir jörðina og á þeim þýðingarmiklu tímamótum sem nú eru hjá oss ís- lendingum, þar sem hvergi sér milli landa, og vér vitum eiginlega ekk- ert hvert stefnir, ættum vér að íhuga það hvað einn sannur höfðingi er sinni þjóð. Pá er vonlegt að hætt verði að hafa þetta orð í flymting- um! Færi maður að grenslast eftirþví í hverju sönn höfðingslund eða höfð- ingsháttsemi væri falin þá mundi það krefjast langrar rannsóknar. En einmitt þegar talað erum þann mann, sem vér minnumst í dag, þá koma allai; skoðanir hugtaksins höfðingi af sjálfu sér — því að þessi mað- ur — Jón Sigurðsson forseti — átti höfðingslund og höfðingsháttsemi í fari sínu. Hann var borinn með þessum eiginleikum, og hann óx upp og varð fulltíðamaður, stór og fagur. Hann var höfðingi í þess orðsfegursta skilningi og allir skyldu líia með lotningu til þess höfðings- titils, sem öll íslenska þjóðin hefir gefið honum. Einn sá mesti listamaður, sem fs- land ennþá hefir alið hefirgjört sér hugmynd um Jón Sigurðsson. Pað er Einar Jónsson myndahöggvari. Hans hugmynd sfendur greypt í bronze fyrir framan Stjórnarráðshús- ið í Reykjavík. Einar Jónsson hefir auðsjáanlega litið sömu augum á Forsetann, þegar hann mótaði líkn- eski hans. eins og eg hef leitast við að láta koma fram i ræðu minni núna. Hann sá höfðingjann og mótaði líkneski hans. Jón Sigurðsson var höfðingi af því að hann vildi gjöra vel og af því að hann var svo vitur að hann kunni að gjöra vel. Qg ennfremur af því að hann átti þetta — hann þekkti sitt eigið manngildi! Pegar vér nú minnumst Jóns Sig- urðssonar í dag og þökkum hon- um lífstarf hans þá mættum vér einnig láta í Ijósi þá hjartans ósk að fsland mætti bera gæfu til, að hans höfðingsandi rísi upp á ný og hefði handleiðslu á högum vorum. Jón Sigurðsson, hærðist snemma og var hálft í hvoru að uppnefni kallaður Jón Hvíti. Petta minnir á Baldur — þann hvíta ás. — Pegar vér æskjum þess að andi Jóns forseta mætti rísa upp á ný hjá oss, þá óskum vér fósturjörð vorri að aðkoman mætti verða lík því sem sagt var í fornöld um jörð- ina víð afturkomu Baldurs — hiris hvíta áss »frá Heljar« — eins og þar stendur — þá er jörðin »græn og fögur; vaxa þá akrar ósánir.« Og þá »setjast allir samt og talast við, og minnast á rúnar sínar.« Furidur í Kaupmanna og Verslunarmatina- félagi Siglufjarðar á mánudaginn (23. þ.m.) kl. 8 e. h. stundvíslega í norska spítalanum. — Félagsmenn eru ámintir um að mæta. Stjórnin. Með þessari ósk viljum vér minn- ast Jóns Sigurðssonar og honum til heiðurs vil eg biðja ykkur háttvirtu áheyrendur að standa upp. Fyrsti bæjarstjórnarfundur Sigl ufj arðar kau pstaðar. Eins oggetið var í síðasta blaði var fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar settur og hald- inn síðastliðinn laugardag. Bauð oddviti bæjarfulltrúana velkomna og lýsti yfir þeirri ósk sinni, að þeir mættu í sátt og sameiningu vinna að því, að efla framfarir þessa bæjarfélags og allir leggj- ast á eiít um framgang þeirra mála, sem bæjarstjórniri fengi nú til meðferðar. Kvaðst hann vona, að þeim mundi heppnast að stíga rétt hin fyrstu sporin á sjálfstjórnar- braut bæjarins, því að þessi spor, sem nú stigi þeir, mundu að mikluleyti marka framsóknarbaráttu Siglufjarðar um iangan aldur, Quðm. T. Hallgrímsson héruðslæknir, þakkaði fyrir hönd bæjarfultrúanna, lilýleg orð og góðar óskir oddvita, og bað hann heilann setjastí oddvitasess bæjarstjórnar Siglufjarðar. Oskaði hann, að oddviti mætti í þeim sessi vinna að mörgum málutn sér ti^ heiðurs og bygðarlaginu til blessunar, og lýsti yfir því fyrir hönd bæjarfulltrú- anna, að þeir mundu allir vilja setjast að einu verki um það, að styðja hinn nýkomna bæjarstjóra'að góðu starfi og í sameiningu hver við annan leysa svo gott verk af hendi, sem þeim væri frekast unt, til’ heilla og frantfara þessu bæjarfélagi. Bað ræðumað- ur fulltrúana að standa upp og þakka með því ávarp oddvita, og var svo gert. Þá voru fundarmál þau, er fyrir lágu, tekin fyrir og birtist hér útdráttur úr fundargerð- inni: I. Þessar nefndir voru kosnar: /. Fjárhagsnefnd: Sig. Kristjánsson, Friðb. Níelsson, B. Forsteinsson. 2. Fasteignanefnd: Ouðm. T. Hallgrímsson, Oddviti, Friðb. Níelsson. 3 .Vatnsveitu ografmagnsnefn: Friðb. Níelsson Sig. Kristjánsson, Odd- viti, Bjarni Þorsteinsson, Maron Sölva- son. 4. Veganefnd: Oddviti, Flóvent Jóhannsson, Björn Jónasson. 5. Brunamá/anefnd: Flóvent Jóhannsson, Oddviti, Friðb. Níelsson. 6. Eliistyrktaksjóðsnefnd: Bjarni Þorsteinsson, Friðb. Níelsson, Helgi Hafliðason. 7. Fátækranefnd: Helgi Hafliðason, Friðb. Níelsson, Sig. Kristjánsson. 8. Byggingarnefnd: Oddviti, sjálfkjörinn, Flóvent Jóhannsson Helgi^ Hafliðason, Albert Jónsson Jón Olafsson. Báðir hinir síðast nefndu utan bæjarstjóruar.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.