Fram


Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 3

Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 3
Nr. 26 FRAM 107 \ 9. Hafnarnefnd: Sig. Kristjánsson, Ouðm. T. Hallgríms- son, Oddviti, Jón Ouðmundsson, O. Tynes. Tveir þeir síðustu utan kæj- arstjórnar. 10. Skólanefnd: B. Þorsteinsson, Sig. Kristjánsson, S. A. Blöndal (utan bæjarsfjórnar), Friðb. Níelsson, Helgi Hafliðason. 11. Kjörstjórn: Oddviti. sjálfkj. B. Þ., Sig. Kristj. 12. Skattanefnd: Oddviti sjálfkj., Sig. Kristj., F. N. 13. Heilbrigðlsnefnd: Oddviti og héraðslæknir sjálfkj., Flóvent jóhannsson, Stefán Sveinsson. 14. Sóttvarnarnefnd: F. N., Oddviti og héraðslæknir. II. Slökkviliðstjóri var kosinn Jón Ouðmundssou. III. Naitðsyn reglna um sölu á brensluvínanda o. fl. Kosnir ásamt Oddvita til að semja reglur um sölu á slíkum teg. B. Þ. og G,^T. H. IV. Lögregluþjónn,Aðst.lögþ., Næturvörður. Samþykt var að sameina lögregluþjóns og hafnarvarðarstöðuna og launa með 1600 kr. úr bæjarsjóði og 400 úr hafnarsjóði, Samjsykt að fela oddvita að ráða aðstoð- arlögregluþjón og næturvörð og auglýsa lögregluþjónsstöðuna. V. Oddvita var falið að fá mann til að vaka á nóttunni og gæta aðkomu skipa, uns næturvörður yrði kosinn. Utan dagskrár var oddvita falið að sjá um útvegun einkennismerkja, ef til kæmi að hér yrði stofnaður sérstakur borgar- eða alþýðuvörður, sömuleiðis að sjá um útvegun einkenningsbúninga fyrir lögreglu- þjóp aðst.lög.þj. og næturvörð. Yms fleiri mái voru á dagskrá, sem enga þýðingu hefir að birta nokkuð um að svo stöddu. Vikan. Tíðin: Kuldaveðrátta alla þessaviku þokur tíðar og norðanátt ríkjandi, hefir þó ekki fest hér snjó. Hefur verið kalt um alt land, einkum á Suður- og Vestur- landi. Fent niður í mið fjöll syðra, og á Ströndum varð alhvítt niður að sjö fyrripart vikunnan 19. júní. Kvenréttindadaginn, fór kvenfélagið »Voh« í »lautartúr,« var drukk- ið kaffi og skemt sér við söng og leiki suður og upp í Hafnarfjallinu. Buðu kon- nrnar nokkrum gestum með sér, og varð þetta talsverður leiðangur. Stefán alþ.m. Stefánsson frá Fagraskógi kom hingað 18. þ. m. Hélt hann þingmálafund þá um kvöldið, og er þess fundar nánar getið á öðrum stað í blaðinu. Stefáu fór héðan strax að lokn- um fundi, og er kominn á leið suður á þing. | 4 fiskigufuskip, 2 netjakúttarar og flutningsgufuskip með 15000 tuunur og salt er væntanlegt til O. Tynes kring- um 1. júlí. B T. S. »Kóra« leggur upp frá Bergen til Islands 25. þ. m. og fer síðan fastákveðnar ferðir frá Bergen fimtu hverja viku. E.S. Siglufjord* varð fast í ís á heimleið frá Kings Bay á Spitzbergen og laskaðist svo, að það varð að fá við- gerð í Tromsö. Skipið er væntanlegt hing- að innan skamms með 2000 staura og ánn- að byggingarefni til »Siglufjord Sildesalt- eri & Anlægs Co.« Meiri hluti norska fiskiflotans verður gerður út til veiða hér við land en á að salta síld úti á hafi og engra hafna að leita hér. Stldveiðin á Helgolandi í Noregi hefir mishepnast aðallega vegna þess, að örð-. ugt hefir verið að koma stldinni út, enda var luin mjög mögur. Suðusprittið. Lögreglustjórinn hef- ur beitt sér fyrir því, að allir þeir setn leyfi hafa til verslunar hérí Siglttfirði, hafa með undirskriftum skttldbundið sig til þess og sektir viðlagðar, að selja ekki suðu- spíritus, hárvötn ogfleiri vökva nema gegn seðlum, sem bæjarstjórn úthluti. Hefur nokkrum orðið bilt við ráðstöfun þessa, því næstu daga, og meðan þetta ekki komst í gildi, var suðuspritt auglýst á götum bæj- arins með krónu afslætti á potti, frá þvi sem alment verið hafði. Vonandi tekst lögreglustjóra með þessu að stemma stigu fyrir því að kogesinn verði drukkinn eins og mann grttnar að hafi verið gjört, og á hann þakkir skildar fyrir uppástunguna, því samkvæmt lögurn vorum er það ekki skaðvænt að staupa sig á kogesnum, og ekki hægt að koma í veg fyrir að svo sé gjört þó á hinn bóginn löggjafar vorir hafi af einskærri föðurlandsást og náung- ans kærleika lagt þvert bann fyrir, lagt við tugthús, og missir æru og eigna, ef einhver vildi gleðja sál stna og skerpa vit- ið, með glasi af fínu þrúguvíni. Þetta er nú rotið! Talsíminn. Nýlega hefir símastjóri sent umburðarbréf til símastöðvanna þar sem hann tilkynnir að nú hafi allarstærri stöðvarnar vissan ákveðinn tíma að deg- inurn til samtala við Reykjavík. Tíminn sem Siglufjörður hefur við Rvík á hverjum degi er síðasti fjórðungur hverr- ar klukkustundar allan daginn, 10,45—11, 11,45—12 o. s. frv. og mun a öðrum tím- um ekki til neins að biðja um samband þangað. Skipaferðir M.k. Helgi kom frá Rvík laugardaginn var með salt til Þorst. Jónssonar. Skonortan Mevenklint fór héðan á miðvikudag með 522 föt af lýsi til Englands. — Sk. Patriot kom þann 18. frá Noregi með tunnur og salt til Knút Húse. — Esther kom frá Rvik á fimtudag á leið til Akureyrar, fer suður aftur í dag. — 5 mótorkúttarar frá ísafirði og M.k. Annafrá Haugesund Noregi hafa komið hér í vikunni og ætla skip þessi að stunda héðan fiski með línu. Sterling er væntanleg hingað í fyrra málið. Innlendar fréttir. Rvík 20.-6. Stjórnin kemur með írumv. um stofnun hæstaiéttar hér. Sigurjón Pétursson missir Qrett- isnaut í Íslandsglímu við Tryggva Qunnarsson þann 17. þ. m. Ásgeir Pétursson leigir Frances- hyde með síldarfarm til Svíþjóðar. Útför Ólafs ritstj. Björnssonar fór fram með mikilli viðhöfn. Wilson Green bankastj. frá Fleet- wood er hér staddur. Bifreiðaverkfall hefir verið hér undanfarna daga sökum textahá- marks stjórnarinnar, en nú er akst- ur byrjaður aftur. Kvenna- og landsspitalasjóðsdag- urinn haldinn hátíðlegur hér í gær, Áííir þeir er hafa beðið uin reiti í kirkju- garðinum eru ámintir um að afinarka þá. Lykillinn að sálarhliði kirkju- garðsins er í húsi Skarphéðins. Sóknarnefndin. Leiðrétting. í síðasta tbl. af «Fram« misprent- aðist nafnið, undir þakkarávarpi tiF Guðm. T. Hallgrímssonar læknis, Helgi Bjöi nsson, átti að vera Helgi Pétursson. Fjármark mitt er ómarkað hægra og sylt, biti fr. vinstra, Brennimark: G. T. H. Guðm. T. Hallgrímsson. Þær stúlkur, sem vilja ráða sig til síldarsöltun- ar á þessu sumri hjá J. Iversen, við stöðvar T. Bakkevig hér á Siglufirði fá: 1.30 fyrir að salta hverja tunnu. 10,00 vikupeninga, frítt húsnæði og brenni. 300 kr. ábyrgst sem lágmark hverri stúlku. Komið og talið við J. Iversen. Nokkra duglega háseta vantar mig til síldveiða í sumar. Óvanalega hátt kaup í boði. Anton Jónsson. Nýkomið: Hvítt léreft vænt og ódýrt. Flónel 3 teg. hver annari betri. Drengj’afataefni. Heklugarn o. fl. í verslun Sig. Kristjánssonar. Sótarastarfið í Siglufjarðarkaupstað. Umsóknir ásamt launakröfum sendist lögreglustjóra Siglufjarðar fyrir 1. ágúst n. k. Lögreglustjórinn 16. júní 1919. G. Hannesson.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.