Fram


Fram - 26.07.1919, Page 2

Fram - 26.07.1919, Page 2
128 FRaM Nr. 31 Erl. símfregnir Khöfn. 20.-7. Pjóðverjar senda 500 þús verkamenn til Norður-Frakkiands til að bæta þar skemdir, Tyskland sender 500 Tus. Arbejdere til Nord-Frankrig for at böde paa Krigsöde- læggelsen, Viðskipti bréfa og símskeyta milli Frakka og Þjóðverja gefin frjáis. Brevveksling og Telegrammer mellem Frankrig og Tyskland er blevet tilladt. Frá New-York er símað, að 50 þús. sjómenn hafi iagt niður vinnu og séu ailar siglingar teptar. Fra New-York telegraferes at 50 Tus. Sömænd har gjort Strejke og al Skibs- fart forhindret. Austurríkismönnum hafa verið af- hendir friðarskilmáiarnir, en þeirneita undirskrift sinni. Fredstraktaten er bleven overrakt til Ost- errig, men det nægter at underskrive. Bandaríkjamenn, Japan og ítalir eru mótfallnir framsaii keisarans, en Bethmann-Hollweg og Hindenburg vilja koma í hans stað. De forenede Stater. Japan og Italien modsætter sig Kejserens Udlevering, men Bethmann-Hollweg og Hindenburg frem- byder sig som hans Stedfortrædere. 22.-7. Verkföll og óeirðir um heim allan. Strejker og Revolter hele Verden over. Kristjanía einangruð vegna Bols- jevikka óspekta. Kristjania er bleven afspærret paa Qrund af Bolsjevikkernes Optöjer. Lenin vill semja frið við Rúmena. Lenin önsker Fredsunderhandlinger med Rumænien. Á Englandi hafa 270 þús. námu- menn gert verkfall. 270 Tus. engelske Minearbejdere har gjort Strejke. Bolsjevikkar fara halloka í Rúss- landi. Bolsjevikkerne i Rusland viger. Eftirlit með símskeytum er nú upp- hafið. Telegramcensuren er bleven ophævet. Rorvaldur Thoroddsen hefirgefið Rjóðmenjasafninu marga dýrgripi ættmanna sinna. Lífsábyrgð. (Eftirfarandi hugvekja er tekin úr norsku blaði, og enda þótt hún sé stíluð til Norðmanna, á hún þó engu síður við hér á landi.) F*að má svo heita nú orðið, að allir viðurkenni, að lífsábyrgðir miði til almennra þjóðfélagsheilla, en þó kann margur sá að finnast, sem ekki gerir sér Ijósa grein fyrir, hvað átt er við með þessu. Allflestum verð- ur víst aðeins litið á hið beina og auðsæja markmið lífsábyrgðarinnar, sem er það, að tryggja líf ein- staklingsins og fjölskyldu hans. En hvar er þá þjóðarhagnaðurinn af lífsábyrgðinni — hverja þýðingu hef- ir hún fyrir þjóðfélagið? Peirri spurn- ingu má svara þannig í fám orðum : Lífsábyrgðin venur menn á spar- semi og kennir þeim að gæta fjár síns, og hún myndar stofnfé, sem komið getur þjóðfélaginu að not- um. Lífsábyrgðarfélögin norsku greiða árlega félagsmöunum sínum og erf- ingjum þeirra 8—10 milj. króna, en starfsfé þeirra hefir nær því tvöfald ast á síðustu 5 árum og mun nú vera rúmar 150 milj. kr. Pað er nú auðsætt hverjum manni,aðhið fyrsta, sem gera þarf til þess að fjármagn þetta verði arðberandi, er að koma því haganiega fyrir, enda eru ákvæði í þá átt tekin upp í lífsábyrgðar- lögin. Pessu næst ríður á að vaxta féð vel og sjá um, að starfrækslan sé vel af hendi leyst. Petta hvorttvegga er einkar mikilsvarðandi fyrir vöxt og við gang félaganna og um leið fyrir félagsmenn sjálfa þar sem árs- arðurinn að miklu eða mestu leyti rennur til þeirra sem uppbót eða »bónus.« Fjáreiðsla félaganna kemur á marg- an hátt veðlánsstofnun-um að góðu haldi, sumpart með því, að verja fénu beinlinis til veðlána og sum- part með því að kaupa verðbréf, sem út eru gefin af lánsfélögum (Kredit- foreninger), en það stuðlar til að greiða fyrir lánum gegn veði í fast- eignum, hvort sem um jarðeignir er að ræða eða fasteignir ( bæjum og kaupstöðum. Ársreikningar félaganna bera það með sér, að þau verja einnig fé sínu í verðbréf, sem út eru gefin af iðnaðarstofnunum. Pá eru og allálítlegar upph. lánaðar sveita- og bæjarfélögum. Á þennan hátt kemur sparifé félagsmanna þjóðfé- laginu að notum, t. d. með þvt' að reisa skóla, leggja vegi, koma upp rafveitum og fleira þess háttar, sem miðar til framfara og þjóðþarfa. Pá hafa lífsábyrgðarfélögin einnig tekið þátt í norskum ríkislánum og með- al eigna þeirra finnast einnig verð- bréf fasteignabanka (Hypothekbank- obligationer). Pá hafa félögin enn fremur oftlega hlaupið undir bagga með félagsmönnum sínum, með því að lána þeim peninga út á lífsá- byrgðarskýrteini þeirra. Fjárfúlga sú, sem félög þessi fá til umráða, kemur þannig ýmsum þarflegum fyrirtækjum að notum og það verður aftur til þess, að styrkja og efla efnahag þjóðfélagsins í heild sinni, Er því ástæða til — einnig frá þessu sjónarmiði — að óska lífsábyrgðarfélögunum góðs gengis. Einnig ber þess að gæta, að mestur hluti þess fjár, sem menn hafa trygt sér á þennan hátt, mundi að öðrum kosti hafa orðið að eyðslufé. En um það kemur öllum saman, þpr sem lífsábyrgðir á annað borð tíðkast, að hollast sé að leggja fé sitt í inn- lend lífsábyrgðarfélög. Með því eina móti hafa menn vissu fyrir því, að geta að einhverju leyti stuðlað að því, að efla efnahag síns eigin lands. Blindi snillingurinn. Maður er nefndur Kristján Símon- arson og á heima á Hraunum — al- ment nefndur Kristján blindi. Maður þessi er 26 ára gamail og er blindur á báðum augum — bú- inn að vera alblindur í 5 ár. En það hafa ýmsir sagt, er fróðir eru um augu manna og augnasjókdóma, að Kristján myndi máske geta feng- ið nokkra bót þessara meina sinna, ef hann kæmist undir hendur ein- hvers erlends meistara. Pað er þess vegna, að komið hefir til orða, að fá honum far í haust til Noregs, til þess að hann gætj náð fundi ein- hvers snillings þar og þá lengra suður á bóginn, til Pýskalends eða Frakklands, eftir því sem ræðst, er er til Noregs kemur. Kristján er held eg alveg einstak- ur maður að því leyti, að hann, blindi maðurinn — er smiður dverghagur — og smíðar alt, sem vera vill, nema í smiðju getur hann ekki far- ið, og ræður það að líkindum. Til dæmis um hegurð hans get eg þess, að rennibekk hefir hann sjálfur smið- að sér og rennir í honum alt, sem hugann girnir, í tré, bein og málm. Þess er áður getið, að menn hafa í huga að koma Kristjáni til einhvers erlends meistara, en til þess þarf fé — - mikið fé. — Skotið hefir verið saman í þessu skyni og hefir safn- ast hér í sveitinni nokkurt fé. En það mun ekki verða nándar nærri nóg. Fyrir því leyfi eg mér að skjóta til allra góðra og hjálpfúsra manna þessum spurningum: Vilið þið leggja orð í belg ®g aura í sjóðinn — utanfararsjóðinn hans Kristjáns blinda? Yiljið þið ekki stuðla til þess, að þessi ungi mað- ur, sem orðið hefir fyrir hörmung- inni miklu — þeirri að missa Ijós augna sinna — geti fengið bót meina slnna? Mín trú eU sú, að hann verði landi sínu til gagns og sóma, ef hann fær sjónina aftur — annars má hann heita dauðadæmdur maður. Gjöfuni til væntanlegrar utanfarar Kristjáns blinda, veita móttöku ritstj. »Frams« og undirritaðnr. Hraunum 20 júlí 1919. Gliðm. Dav. Vikan. Tiðitl. Fyrripart vikunnar kalt og óstilt, en seinni partinn hefur skift um og eru nú blíður og hitasólskin á hverjum degi. Síldin. Miðvikudagsmorgun fengu nokkur skip síld og tóku þau hana á Skaga- firði. Virtist síldarmagnið töluvert, og rifn- uðu nætur hjá 2 skipum, því að þær voru alveg fullar. En svo kólnaði á miðvikud. og hvaif síldin þá aftur þarna. Nokkur skip hafa síðan sótt síldina vestur að Horni en í nótt og í dag eru skip að koma inn með síld sem þau hafa fengið hér útifyr- ir Siglufirði. Nær 8 þús. tunnur munu vera komnar á land. f kvöld búast menn við síld því hitinn hefur verið svo mikill og stilt veður út í dag. s-|s. »ísland« fór hér hjá í fyrra- kvöld og voru farþegar sóttir út í það. Meðal þeirra: Fru C. Goos Kbh., Dis- opant H. Varborg, og margir Akureyringar. Ennfremur eru komin til bæjarins þessa viku: Frú Sigríður Blöndal frá Rvík, kaup- mennirnir Edvin Jacobsen, Fosnavaag og Thorvald Björnsson, Stavanger og fjöldi fólks sem vér ekki vitum deili á. Bannlagabrot? Hér var gufuskip á feröinni »Vistula« frá Aberdeen, með tómar tunnur hingað og á fleiri hafnir. Skip þetta vakti hér töluvert umtal, því nú er það sjaldgæft orðið að vín sé á skipspappírum tilgreint, þó eitthvað sé meðferðis af því tagi. En þarna var ekk- ert Iaumulega að farið. Skipstjóri, sem ekk- ert kvaðst þekkja til bannlaga vorra, hef- ur víst sýnt vín-farmskírteinið ásamt öðr- um plöggum, en þá fór nú ver en skyldi, var vínið gert upptækt, flutt hér á jand og sett í — steininn. Voru þetta 3 ámur og 2 eða 3 kassar af fínum drykkjum sent nafngreindum mönnum á Akureyri. Lög- reglan leitaði víða um skipið, en fann ekki meira. Réttur var hér haldinn yfir skip- stjóra en ekkert ákveðið um sekt hans að sinni. Skipið var á leið til Akureyrar, mik- ið af farminum þangað, og ekki örgrant nema eí(thvað kynui að leynast af hinum forboðnu ávöxtunum, og átti því að út- kljá mál skipstjóra þar. Dánarfregn Guðbjörg Einarsdótt- ir, Hermannssonar fráSkútu, andaðistsuð- ur á Vífilstaðahæli 5. þ. m. Guðbj. heitin varð aðeins 17 ára, var hún mjög efnileg vönduð og góð stúlka. Hún fékk brjóst- himnubólgu fyrir rúmu ári síðan, og fékk aldrei heilsu eftir það. Var faðir hennar nýkominn heini frá því að fylgja henni á spítala, þegar snjóflóðið eyðilagði bæ- inn þeirra 13. apríl síðastl. Líkhennarvar flutt hingað með »Kóru« um daginn, og var hún jarðsuugin síðastl. mánudag og fylgdi henni fjöldi fólks til grafar. Jakob Björnsson yfirsíldarmats- maður er hér kominn og dvelur hér fram yfir síldartíma. Kirkjan: Messað kl. 5 á morgun. Hingað og þangað. Wilhjálmur keisari er hættulega veikur. Læknarnir eru stöð- ugt yfir honum, en eru mjög hræddir um hann. Hann er mjög órólegur og þrótt- Iaus orðinn. Drotning hans er einnig sárlasin. Ítaíir ætla að kalla heim alt herlið sitt, það er þeir eiga utan landamæra, og ekki hlut- ast til að neinu leyti um málefni Rússa né ar.nara þjóða. Verkföll geisa nú um heim allan og meðal allra stétta að heita má. M. a. hefir komið til mála að breyta launakjörum danskra lög- reglumanna með nýjum launalögum, en þeir telja þau ákvæði, sern þar eru sett, svo óaðgengileg, að helst lítur út fyrir að allir lögreglumenn landsins leggi niður starfa sinn verði launin ekki hækkuð. Trúarbragðakensla í þýskum lýðskólum hefir valdið nokkr- um ágreiningi, en nú er það. orðið að samkomulagi, að trúarbragðakenslan skuli að vísu teljast sem námsgrein við skólana en þó verður enginn kennari skyldaðurtil að veita tilsögn í trúarbrögðuin. Ekki verða ungiingar heldur skyldaðir til að taka þátt í kenslunni ef foreldrarnir öska þess ekki eða eru því mótfallnir. Orður og titlar hafa verið til umræðn á þjóðsamkom- unni í Weimar, sem og það hvort aðals- tigninni skuli haldið við. Báru jafnaðar- menn upp þá tillögu, að öllu þessu skyldi kastað fyrir borð, en sú tillaga var feld. Aftur á móti var það samþykt, að nafn- bætur þær, sem menn bæru nú, skyldu fylgja nafninu, en framvegis skyldi eng- um veitast nýjar nafnbætur né heldur »orðtir« og enginn þýskur borgari má heldur þiggja slíkt af stjórnum erlendra ríkja. Einkennil. atvinnuleysingjar. í byrjun ófriðarins var sú ráðstöfun gerð viðvíkjandi atvinnulausum mönnum í Dan- mörku, er ekki virðist hafa haft sem best áhrif á sómatilfinuingu verkamanna. Var styrkurinn til atvinnulausra manna ætlaður svo ríflegur — eitthvað 30 kr. á viku — að menn fóru blátt áfram að »spekúlera< í iðjuleysi. Það hafði jafnvel komið fyrir að trúlofaðar persónur giftu sig upp á styrk þennan — sögðu upp atvinnu, sem lítið gaf af sér og innheimtu síðan at- vinnuleysisstyrkinn sitt t hvoru lagi. Seinastliðinn vetur var hlutfallið milli atvinnulausra manna og verkmannalausrar atvinnu tekið til rannsóknar og kom þá UPP úr kafinu, að danskar iðnaðarstofn- anir skorti 10 þús. verkamenn, en 65 þús. manns gengu atvinnu- og iðjulaus. Auglýsing. 4 vanir trésmiðir geta fengið vinnu nokkra mánuði. Ennig fæst akkorðs- vinna við að koma upp síldarbryggju. Byrjar í næstu viku. H. Söbstad.

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.