Fram


Fram - 03.07.1920, Page 2

Fram - 03.07.1920, Page 2
104 FRAM Nr. 27 Gúmmístígvél þau bestu í bænum fá rnenn hjá Steíáni Kristjánssyni. Rú ert ímynd Ijóssins og sann- leikans. Yiur þinn er ímynd þess mannkærleika, sem yfirvinnur alt. Vorvindur! Pjóttu gegnum nýja vorgróður kjarrsins og yfir blómin og grasið á jörðinni. Leiktu sem atlot um andlit okkar. Blástu á burt úr hugum okkar og hjörtum öllu því ryki sem við hversdagsvenjur hefir sest þar að og afhjúpa margt það besta hjá ckkur; okkar hrein- ustu óskir og fegurstu áform. Færðu þeim veiku heilsuna. Hugg- aðu þá hryggu og vektu hjá okkur öllum dýpri löngun eftir sannleika og réttlæti, eftir þekkingu og fegurð. Tónar! Raddir frá fuglasöng og brjóst- um mannanna, úr strengjahörpu og hljóðpípu, úr slaghörpu og kirkju- klukku. Verðið þið að vængjum sem við getum hafið okkur á upp úr rústunum, upp yfir hleypidóma og þröngsýni, á hærri sjónarhæðir, í hreinna loft þar sem við getum betur skynjað og skilið þær hug- sjónir og það mark sem við í raun og veru vinnum fyrir og keppum að ná. Tónar, náið iðrandi hjörtum og vekið þau af svefni. Ó tónar! Rið sem eruð það sem best af öllu getur vakið það góða hjá okkur og látið sannleika og fegurð blómstra og bera ávöxt. Menn! Við skulum gleðjast hvor- ir með öðruin yfir dirísku og greind hugans í hvert sinni er honum tekst að leysa eitthvert efamál og færa Ijós yfir myrkrið. Látum oss gieðjast yfir kærleik- anum, sem gefur því veika þrótt að blómstra á ný, því fallna að reisa sig við og biaktandi loganum að lýsa og verma. Látum oss gleðjast yfir þeim krafti sem ber sínareigin og annara byrðar, en vex þó undir þunga þeirra. Látum oss gleðjast yfir réttlætinu og styðjum að því að það breiði greinar sínar, ávalt, til fleiri og íleiri einstaklinga og þjóða. Látum oss gleðjast yfir sannri fegurð. Hennar ríki er ríki eining- arinnar, samlyndisins, sannleikans og als þess góða. Látum alt það hreinasta og æðsta hafa áhrif á okkur. Látum oss finna til samúðar og að við erum einn liður í náttúrunni og af sama stoíni og aðrir kynflokkar og þjóðir. Lát- um samkensluna, heildarkensluna og guðræknistilfinninguna gagntaka okkur á stæðstu augnablikum lífsins. Sól! lýstu og vermdu okkur. Vindur! gefðu okkur hreinna tærra loft. Tónar!lyftið okkur upp til hærri víðari geima. Vordagur! nú helgum við þér framfarir, samkenslu og alt gott. Sestu síðan að hjá okkur, sem var- anleg styrkjandi minning, sem við geturn ílúið ti! og endurnýjað síðar með sömu tilfinningu og nú. Örn. T Böðvar Kristjár.sson cand. mag. framkvæmdarstjóii. —oo— Hingað barst sú fregn að Böðvar Kristjánsson, fyrverandi latínuskóla- kennari, en síðan framkvæmda- stjóri hlf. »Kol og Salt«, hefði orð- ið bráðkvaddur í rúmi sínu aðfara- nótt þ. 29. júnímán. Retta veldur miklum harmi. Böðvar Kristjánsson var fæddur 31. ág. 1883 i Flensborg í Hafnar- firði, en þá var faðir hans, Kristján Jónsson, hæstarjettarjustitiaríus, þar sýslumaður. Föðurætt hans þekkja allir, en móðir Böðvars er Anna dóttir hins merka prófasts í Görðum á Alftanesi síra Pórarins Böðvars- sonar. Kristján háyfirdómari ogfrú hans hafa nú á tæpum tveim árum orðið að sjá bak tveim sonum sínum. í spönskuveikinni dó Jón sonur þeirra, prófessor í lögfræði við Háskólann í Rvík, rúml. þrítugurog kona hans líka deginum síðar. En þá dóu svo margir. Böðvar ‘Kristjánsson var bráðefni- legur drengur, fór snemma í skóla og útskrifaðist 17 ára gamall með 1. einkunn. Síðan lagði hann stund á málíræöi við Kaupmannahaínar- háskóla og hafði ensku aðaðalfagi. Par lauk hann prófi árið 1908. Síðan varð hann kennari við hinn alm. mentaskóla í Reykjavík og kendi ensku í ölium skólanum. Hann þótti vera dæmafár kennari. Jafnframt því er hann kendi lærisveinum sín- um málið, auðgaði hann þá að mörgu öðru í hugsun og mentun og hann hjelt ágætum aga, en var jafnframt vinur lærisvei.na sinna. En verkið var illt. Vinnan var löng' og ákaflega Ijelega borguð. Böðvar þreyttist á henni, og tók víst feginshendi þeirti stöðu er hon- um bauðst sem forstjóri hlutafjelags- ins »Ko! og Salt« í Rvík. Ressi staða var mun hægari og rniklu betur launuð — en hitt er víst að Reykjavíkurskóli misti mikils, Retta verzlunarfyrirtæki átti eins og mörg önnur slík, erfitt uppdrátt- ar vegna síríðsins, og var líít farið að reyna á hæfileika Böðvars í þessari grein. En nú er vonandi að Ijeíta í lofti og liðkast um sam- göngurog verzlun — ogþá fór svona. Böðvar var giítur Guðrúnu, dótt- ur Th. Thorsteinsson, kaupmanns í Rvík, og lifir húu mann sinn á- samt einu barni þeirra. En þann voða harm bar að hendi, er litla barnið fæddist — að móðirin misti sjónina og hefir verið blind síðan! Og svo dó hann og enginn var hjá honum — nema ung blind kona. En það getur enginn skilið hve mikils hún hefur misf. • Böðvar var fríður sýnum, karl- menni, prúður, lengi glaðlyndur og hvers manns hugljúfi. Vinur rninn! Jeg minnist þín þeg- ar þú varst lítill, Ijóshærður og blá- eygur piltur. Þótt vegir okkar lægju síðar meir sjaldan saman í lífinu, þá var það samt augljóst í hverl sinn, er við hittumst, annaðhvort í bro*si eða handarbandi, að samúðin frá bernsktidögum okkar hafði ekki gleymst. Pað eru augljós ósannindi, að hver einn sje smiður sinnar gæfu. Rví að þú varst bæði góður, greiudur og samvizkusamur og barðist hraust- lega við þau öfl, er mótuðu lífsferil þinn, en samt gazt þú ekki slitið gæfuna úr höndum þeirra. Jeg tók eptir því, er jeg sá þig síðast, að þjer var horfinn hláturinn. Jeg sá þig aðeins brosa litlu brosi — einhvern veginn mjúku hálíbrosi, sem var vingjarnlegt og ?— rauna- legt. En þú hafðir sennilega lært að gráta eins og karlmenni. Nú ertu, frændi minn, hníginn í valinn. Skjöldurinn er höggvinn en glampandi fajgður, og sverðið er leiftrandi bjart — en brotið. Og þú liggur á beðnum fölur og Ijóshærður — með b!áum brostnum augum. Máske leikur raunabrosið um v.ar- ir þinar — og þá eflaust afundrun ’yfir harðýðgi örlaganna. Guðm. T. Haiigrímsson. Erl. símfregnir. —oo— 25. júní. Bretar og Frakkar skipa sendiherra í Berlín. Ný stjórn mynduð í Póllandi og er Ladislás stjórnarformaður. Kosningar danska þingsins fara fram ti! fólksþingsins 6. júlí og landsþingsins 10. ágúst. 25. júní. Bretar auka her sinn vegna ástandsins í Austurlöndum. Breskir verkamenn eru andvígir Bolsjevikkastefnunni. Her Grikkja sækir fram í Litlu- Asíu. Fehrenbacn myndar stjórn á Rýska- landi. 28. júní. Sendinefnd Tyrkja er á leið til Parísar með breytingartillög- ur við friðarsamninginn. Pjóðaratkvæðagreiðsla fer fram 11. júlí á veslur og austur Prúss- landi um sameining við Pólland. Gulschkow undirbýr herferð á hendur Bolsjevikkum. 30. júní. Svíar skora á Finna að láta lausa þá Alendinga sem í iialdi eru. Búist við stjórnmálasambandssliti milli Svía og Finna. Friðarsamningar miili Rússa og Finna hafa engan árangur borið. Fjármálaráðstefna í Bryssel 23. júlí. Allsherjar verkfall í Róm. Innl. símfregnár. í Reyjavík urðu tvö börn fyrir flugvélinni þegar hún var að hefja sig til ílugs og beið annað þeirra bana þegar í stað en hitt meiddist hættulega. Munið að gjalddagi blaðs- ins var í. þ. m. ' Sig. E. Birkis söng hér í samkomuhúsi bæjarins síðastl. laugardagskvöld. Vér Siglfirðingar eigum sjaldan kost á að heyra góðfræga söngnrenu; það er rétt eins og hinum góðu söngvur- uni þyki bærþessi á altof iáguinenningarstígi til þess að bjóða honum list sína. Eða máske þar sé um að kenna samgöngunum. En nú varð undantekning á þessu. Nú gisti bæinn einn hinn besti af yngri söngv- urum þjóðarinnar og gaf okkur kost á að njóta lista sinna En svo undarlega brá við, að svo fáir sóttu skemtunina, að við !á að söngmað- urinn yrði frá að hverfa. Það er ekki vansa- laust Siglfirðingurn. Leir hafa þó sýnt það að ekki eru þeir ófúsir á að sækjaskemt- anir sem minna er í varið. Vonandi lætur söngvarinn til sín heyra seinna, og væri þá óskandi að Siglfirðingar sýndu honum þann þakklætisvott að sækja skemtunina vel. Pað cr að bera í bakkafullan lækinn að hlaða lirósi á hr. Birkis hér í þessum línum. Reykjavíkurbiöðin bera þess best vitni að hér er meira en meðalmaður á sviði sönglistarinnar, þó byrjandi sé. Röddin er skýr og einkar blæfögur, og framburður allur afbrigða-góður. Spái eg því að hr. Birkis eigi langa og fagra lista- mannsbrauí fyrir hendi, þó eigi kynnu nema fáir Siglfirðingar að meta hann að þessu sinni, því þgir sem á heyrðu létu óspart aðdáun sína í Ijósi eftir livert ein- asta lag. X Vikan. —oo— Þorskfiskið. Fiskur mun nú taisverður vera genginn hér á mið, en er mishittur og beituvandur. Nokkrir bátar hafa feng- ið dágóðan afla síðustu daga, 2—3 skpd. í róðri. Beituvandræði mikil. Hákarlaveiðin. »Snyg« kom um síð- ustu helgi inn úr þriðja túr með 130 lifr- artunnur. Skip. »Ouiifoss« fór hér fyrir síðasti. laugardag. Voru sóttir út í hann farþegar héðan, ineðal þeirra: O. Blomkvist verk- fræðingur, H. H. Andersen bókhaldari, Frú Vestesen og barn þeirra hjóna, Qunnar Jónsson lögregluþjónn, Þóroddur Guðmundsson og ungfrú Rósa Halldórsd. M.k. »Emma« kom í morgun beina leið frá Rvík, með henni korn Jón Jónsson verkstjóri. »Kóra« er væntanleg hingað á morgun M.k. »Stella« frá Akureyri kom hingað inn í morgun með veikan mann; sagði tregan færafisk. Eyjafjarðarsýsla er veitt Steingrími Jónssyni sýslumanni í Þingeyjarsýslu. Heyrst hefir að cand. juris. Jóh- Júlíus Havsteen verði settur sýslumaður í Þing- eyjarsýsiu. jarðarför etatsráðs Havsteens fór fram á Akureyri í gærdag að viðstöddu fjölm. Kirkjan. Messað á morguii kl. 1. Aðalfundur Eimskipa- félags Islands var haldinn í Reykjavík síðastl. latigardag. Hreinn arður af rekstri félagsins á árinu 1919 varð krónur 1.211.338.48. Skuldlausar eignirfé- lagsins námu í árslok kr. 1.321.946.93, og er þá talið með skuldunum alt hlutaféð og varasjóður félagsins. Hluthöfum verða greiddir 10 af luindraði í arð, samtals kr. 168,075.00 og 450 þúsund lagðar við varasjóð og verður varasjóðurinn þá krónur 1.055.811.43. Stjórnin lagði fram til-

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.