Fram


Fram - 03.07.1920, Blaðsíða 3

Fram - 03.07.1920, Blaðsíða 3
Nr, 27 FRAM 105 lögu um að fundurinn heimilaði að láta kaupa eða byggja nú eða síðar 1 eða 2 millilandaskip og var sú tillaga samþ. í e. hlj. Úr stjórn fé- lagsins gengu: Eggert Claessen, Halldór Daníelsson, Jón Rorláksson og Jón Bíldfell. Form. skýrði frá því að H. D, hefði skorast undan endurkosningu, sökum stöðu sinn- ar sem hæstar^ttardómari og þakk- aði honum fyrir starf hans. Stjórn- arkosningin fór á þá leið að kosn- ingu hlutu Eggert Claessen 15707 atkv. Garðar Gíslason 1404ö atkv. Jón Þoriáksson 12131 atkv, J. J. Bíldfell 9953 atkv. Endurskoðandi endurkosinn Ól. G. Eyjólfsson með 8899 atkv. »Vísir« 27. júní. Krossgötur. —oo— Hér er hvorki svakk né sukk á Siglufirði, en götur handa geit og bukk — eg get þess til, að Jóni Krukk, ef hann lifði, tnatur úr þeim yrði. Jón Krukkur lá úti á krossgötum við kukl og fjölkyngi eins og allir vita. Göngu-Hrólfur. Kolaeklan. — oo— , Algert útflutningsbann í Skotlandi á öllu eldsneyti. —oo— í gær barst hingað einkaskeyti þess efnis, að bannaður hafi verið útflutningur frá Skotlandi á eldsneyti af öllu tagi, kolum, steinolíu og hverju nafni sem nefnist. Er engin von tal- in um, að því banni verði aflétt fyr en í fyrsta lagi í september. En áð- ur var það kunnugt orðið, að Bret- ar ætluðu að takmarka útflutning á kolum að miklum mun, frá því sem áður var. Eldsneytiseklan í heiminum, er að verða eitt mesta vandamálið á dag- skrá. Stafar hún eingöngu af því, að minna er unnið að kolanámi en áður, vinnutíminn miklu styttri og ver unnið. Hefir aldrei verið meiri þörf á því en nú, að hvert land reyni að bjargast sem mest á eigin spítLir um eldsneytis framleiðslu; því miður mun þó viðbúnaðurinn hér á landi vera fjarri því, að samsvara þörfinni, og jafnvel minni en undan- farin ár. Tilraunir er verið að gera til þess að fá flutt hingað kol frá Aineríku, Er það að vísu vinnandi vegur, kostnaðarins vegna, því að svo eru ensku kolin dýr, að amerísk kol ættu ekkí að verða dýrari hingað komin. Norðmenn hefa fengið mikið af kolum frá Ameríku undanfarið, og hafa þau jafnvel orðið þeiin ódýrari en þau ensku. En miklir örðugleik- ar eru á að ná í kolin þaðan, vegna flutningaörðugleika bæði á sjó og landi. Það er því áreiðanlega hollast að reyna að birgja sig sem bestað innlendu eldsneyti til vetrarins, en treysta minna á vonina um kolin, hvort sem er frá Bretlandi eða Ame- ríku. Vísir 22. júní. Indverskir töframenn. 00 — Indverskir töframenn hafa ávalt þótt snjallastir allra töfranianna, sem sýnt hafa öðrum listir sinar. — Valdimar heitinn Asmundarson, sem var ritstj. »Fjallkon- unnar« og setti það blað á stofn, lýsir á- gætlega töfrum Indverja eftir enskri frá- sögn í fylgiriti, sem á þeim árum var með »Fjallkonunni« og Valdimar nefndi »Gefjuni.« — Þessi lýsing á indversk- um töframanni, sem hér fer á eftir, er tek- in úr norsku blaði (Stavangeren) og er frásögn Norðmanns, Thorbjörn Nordskog- en að nafni, sem sjálfur var viðstaddur sýninguna og segir frá, hvað fyrir sig bar og aðra áhorfendur, sem þar voru. Th. Nordskogen segist hafa reynt að taka svo vel eftir öllu, sem sér hafi verið mögulegt. — Þess má geta, að þessir indversku töfra- menn eru flestallir múnkar (Fakírar) eða förumúrjkar. Sýningin var á bersvæði á engja- bletti rétt við þjóðbrautina og byrj- aði kl. 3 síðd. Áhorfendur skiftu hundruðum. Sjálfur var töframaður- inn á að líta »eins og fólk er flest.« Annars veit eg ekki hvaða skilning landar mínir heima í Noregi leggja í nafnið »Fakír«. En svo segirforn- indversk vísa um Fakíratta, að þeir séu einhvern végin svona: Fakír er andi — maður án líkama, Fakír er vera — heimurinn ryk og reykur, Fakír er sannleikur — alt hitt ó- sannindi, Fakír er lífið sjálft — geymt í ógna- djúpi dauðans. Töfrar eru nefndir á Indversku »lndra-Jala«, en það nafn þýðir á vorum máluni »net Indra« ogtöfra- manninn nefna lndverjar »Indra-Jal- íka«. í surrium héruðum Indlands er hann nefndur öðruin nöfnum, sem merkja ýmist Sjónhverfinga- mann eða Sigrara. Töframaður þessi vakti fyrst geysi- mikinn gný og hávaða bæði með rödd sinni og ýmsuni hljóðfærum og veifaði um leið páfjaðrablævæng með vinstri hendi alt í kring um sig, en að því búnu sýndi hann höggorma, sem hann bjó til eða skapaði af engu, að því er virtist. Hann tók tóma tréskál, sem eg skoðaði í krók og kring, og hélt henni á hvolfi, snart hana síðan með blævængnum, sneri henni við — og þá skreið upp úr henni gríð- arstór höggormur! Síðan kom héri, dúfa og ofurlítil mús upp úr sömu skálinni. Hann sáði fræjum af brauð- aldinatré, pálmaviði og Ananas, en trén spruttu upp í sömu svipan og báru ávexti, er margir áhorfendanna báru í munn sér og kváðu þá eðli- lega að öllu leyti, en þó gegndi það mestri furðu, að altí einu flaug páíugl af brauðaldinatrénu. Pá lék hann margar listir nieð körfu eina. Hann tróð dreng ofan í körfuna og setti lokið yfir, en samt komst drengurinw úr henni. Sami dreng- urinn kleif upp stöng eina, er var á hæð við skipsmastur og hvarf síðan upp í loftið! Pá tróðu þeir eld. Var kynt stærðarbál, rúmra tíu metra á lengd og breidd og gengu jneir á eldinn alklæddir með vefjar- hetti á höfðum sér og komu úr honum aftur óskaddir að öllu leyti. Síðan var drengur jaessi skorinn í smástykki að okkur ásjáandi, en fanst svo steinsofaudi inni í tjaldi, sem þar var. Þá lék liann ýmsar listir með brauðhleif einn. Hann tók gullúrið mitt, tróð því inn í brauðið, át svo alt saman upp til agna, en að því búnu var úrið komið aftur á sinn stað í vestis- vasa minn. Rá lék hann eina list, sem vakti almenna gleði. Áhorfendurnir kvöld- ust af þorsta og spurði einn þeirra töframanninn, hvort hann gæti ekki útvegað okkur límónaði, Hann kvaðst enginn veitingamaður vera, en síð- an vék hann sér að mér og mælti: »Pessi sahíb (herra) getur hjálpað okkur.« Öllum varð litið á mig og sagði hann þá: »Eg sé líniónaði- flöskur svo þúsundum skiftir í hatti þessa hvíta manns.« Pví næst bað hann mig að fá sér hattinn. Eg gerði það og hann snart hattinn með blævængnum og dró síðan upp úr honutn ótal límónaðiflöskur, áhorfendunum til mikillar ánægju, Hann dró fingurgull af hendi mér og henti því í læk, er þar rann. Því næst gekk hann að tré einu og bað um að fá hringinn aftur, en þá datt hringurinn úr trénu og beint í lófa minn. Ennfremur gat hann lesið í huga manns. Hann bað mig að hugsa mér eitthvað, skrifa það á pappírsblað og stinga blaðinu í vasa minn. Eg skrifaði »Karl Jó- hannsgata 92, Kristjanía«. Tíu mín- útum síðar skrifaði hann sjálfur með griffli á reikningsspjald nákvæmlega sömu orðin. Að því búnu spurði eg hann hve mikið hann ynni sér inn. »Nóg til þess að borga fyrir mig í gistihúsinu«, svaraði hann brosandi, »og jaað er réttur einn penny enskur (7 aurar)«. Hann kvaðst heldur ekki vera þurftarfrek- ur, því að hann nærðist ekki á öðru en vatni og brauði og svæfi úti á víðavangi í skjóli skógaitrjánna. Hann fer bæja á milli og sýnir listir sínar, en þegar eg spurði, hvar hann hefði lært þær, svaraði hann aðeins: »í Vindiýa-fjöllunum«. »Eru þessar listir, sem þér hafið sýnt okkur, af sjálfum yður, eða gerðar með andlegum’ tilstyrk?« spurði eg. »Það hjálpar mér andi,« svaraði hann. >En eru þetta ekki tómar missýningar?« sagði eg. »Allir hlut- ir eru furðuverk,« svaraði hann, »og þetta, sem eg hefi sýnt ykl^ur, er örlítil! hluti af því mikia furðuverki, sem nefnist maðurinn ognáttúran«. Síðan hneygði hann sig og mælti: »Friður veri með yður.« Eg ætlaði að gefa honum peninga, én hann afþakkaði þá og sagði: »það eru svo margir, sem þarfnast peninga, og eg bið guð að launa yður, ef þér leitið þá upp og kaupið brauð þeim til naeringar.« Pað tilkynnist hérmeð, að frá þessum tíma veitist engum gjaldfrestur á símagjöldum öðrum en talsímanotendum bæjarins. Jósep Blöndal stöðvarstjóri. 79 Janet skýrir frá. \ 12. kapítuli. Með hraðlest til Lundúna. Eg hefi verið beðin að skrifa um það, sem á dagana dreif fyrir mér eftir að Arthúr kom fram á sjónarsviðið í Portlandi á óvæntan og undursamlegan hátt og þegar eg taldi mér hann al- gerlega tapaðan. Eg þarf ekki að íjölyrða um það, hversu mér brá, er eg hitti Arthúr alt í einu á Strandveginum í fylgd með þessum hræðilega Herzog og öðrum baðgestum og ekki heldur um það, sem á eítir fór, alt þangað til eg lagði af stað til að leita að þessum dularfulla »Danvers Crane«. Ekki er eg heldur að biðja þig, lesari góður, að aumkvast yfir uiiga stúlku, sem var að reyna að verja unnusta sinn, tryggann og tápmikinn, smánarlegum dauðdaga — eg veit, að þú gerir það óbeðið. En hins vil eg þiðja þig, að virða mér á hægra veg öll glappaskot- in, sem eg gerði og þó einkum þá megin-villu, að eg gerði alt of lítið úr slægð og vélræðum andstæðings míns. Eg hafði mjög lítil kynni haft af veröldinni, seni svo er nefnd, þegar þessir atburðir urðii, því að tímanuni varði eg næst- um eingöngu til að stunda minn kæra föður á heimiii okkar í Bayswater, og það var ekki vandalaust að gera honum til hæfis, því að geðsmunir hans voru stirðir í meira íagi. Þannig leið tím- inn alt þangað til eg hitti Arthúr á dansleik hjá eintim vini okkar beggja. Við vorum fljót að kynnast og brátt tókust ástir með okkur, en það tók alt skjótan enda þegar Arthúr var dreginn í svartholið og dæmdur til dauða. Pað voru erfiðir dagarogmér

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.