Fram


Fram - 04.09.1920, Blaðsíða 2

Fram - 04.09.1920, Blaðsíða 2
138 FRAM Nr. 36 uppgangstímar, hættir mönnum við að halda of lengi í sama horfinu og taka eigi tillit til þess, að kring- umstæðurnar eru að breytast — að mögru árin eru í aðsigi. Bein af- leiðing af viðskiftakreppunni er, að deyfð færist yfir atvinnulífið, og er þá mest undir því komið, að segl- in séu rifuð í tæka tíð. Þjóðin verð- ur á næstunni að búa við þrengri kost en undanfarið og sætta sig við meiri vinnu og minni þægindi. Komist sparnaður í hásætið, er eng- inn vafi á því, að vér komumst klaklaust yfir örðugleikana, þótt miklir verði. En sé litið lengra iram í tímann, þá er það ekkert úrræði til fram- búðar, að færa saman kvíarnar á öllum sviðum. Náttúruskilyrðin marka þá braut, sem vér verðum að fara í þjóðarbúskapnum. Sjávarútvegur og landbúnaður eru og verða aðal bjargræðisvegir vorir. Um stund verðum vér að færa saman kvíarn- ar, en það á líka að eins að vera um stund; að öðrum kosti er þjóð- in dæmd til kyrstöðu og hnignun- ar. Vér verðum að finpa ráð til þess að notfæra sem best þau framleiðslu- skilyrði, sem fyrir hendi eru, og um leið að gera atvinnuvegina sem tryggasta. Rað má telja víst, að sem stendur getum vér eigi valdið meiri útgerð en hér er nú, enda fram- leiðslan þegar orðin svo mikil, að áhættan er geysistór, ef bregst með sæmiiega sölu afurðanna. Allar af- urðir vorar fara óunnar eða lítt unn- ar út úr iandinu, og sölumarkaðirn- ir bæði fáir og takmarkaðir. Alt öðru vísi stæðum vér að vígi, ef unt væri að breyta afurðunum í margvíslegar iðnaðarvörur. Ef vér gætum framleitt nógu ódyrt til að standast samkepni annara landa, eru engin takmörk fyrir þvi', hve mikið er hægt að selja af slíkum vörum. En um neinar þess hátíar framkvæmdir getur eigi verið að ræða, fyr en fossafiið hefur verið tekið ti! uotkunar. Jafnvel óbrotin fiskverkun fer úr þessu að verða óframkvæmanleg, ef eigi verður tek- in upp vélþurkun. Fyrir framtíð aðalbjargræðisvega vorra er það lífsnauðsyn að fossarnir verði hið bráðasta teknir til notkunar — því að eins eru möguleikar til að auka framleiðsluna og víkka verksvið at- vinnuveganna. (»Verzlunartíðindi«). Erl. símfregnir. —oo— Ensk blöð fullyrða að burtför Kameneffs frá London boði það, að ófriður muni hafinn (af Rússum) við: Breta og Frakka í Asíulöndum. Pólverjar hafa tekið 10 þúsund fanga og umkringt 14, og 15, her Bolsjevikka, en 80 þús, af norður- her þeirra hafa flúið til þýzkalands og eru kyrrsettar þar. Sendisveitir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna semja um hve langt Pólverjar skuli sækja fram. Samningnum milli Rússa og Pólv. í Minsk er slitið. Pilsúdski krefst þess að landa- mæri Póllands verði sett 200kílóm. austar en Bandamenn ákváðu. Frá París er símað að ósennilegt þyki, að Bolsjevikkar geti rétthiuta sinn í viðureigninni við Pólverja fyrir veturinn. Frá Moskva er símað að Wrang- el hafi beðið ósigur á Krim. Stöðugar óeirðir eru á írlandi, einkum í Belíast. Danska stjórnin ráðgerir að skipa nýja gjaldeyrisnefnd. Norðmenn hafa gert upptækar 70 þús. rúblur, sem Bolsjevikkar hafa sent til undirróðurs í Noregi. Reglusemisnefndin í Stockhólmi leggur til að alsherjar vínbanni verði komið á í Svíþjóð. Verkamenn á Englandi hafa greitt atkvæði um kolaverkfall og voru 606 þús. 782 atkvæði með en 238 þús. 865 á móti. Pó er búist við að nýir samningar verði gerðir við stjórnina. Vikan. —oo— Tíð/íJ: Hlý og hagstæð veðrátta bæði til lands og sjávar. Síldin. Reknetaveiði er ágæt og mörg skip sem hana stunda héðan. Hringnóta- veiði er ennþá töluverð, en sækja verður nú síldina austur á Skjálfanda. Fjöldi skipa er að hætta veiði, mest vegna þess að örðugt er að koma út síldinni. útflutt sí/d þessa viku. S.s. »Doll- art« 5015 tnr, M.k. »Svea« 378 M.s. »Sola« 137, M.s. »Sæbövik« 100, M.k. »EUen« 115, S.s. »Oardar« 450, S.s. »Utvær« 130, S.s: »Snorre« 150, flest þessara skipa veiði- skip sem taka í sig farm um leið og þau halda heimleiðis. Sunnlensku skipin eru nokkur farin heim, um þessi vitum vér: Trollar- ana »Rán«, »Porstein lngólfsson« og »Ing- ólf Arnarson«, M.s. »Seagull«, M.s. »ísa- fold«, M.s. »Faxi«. Rán var aflahæst þeg- ar hún fór, og verður að líkindum afla- kongur að þessu sumri; hafði fiskað 5,800 tunnur. Hátíðaha/d. Hr. Espeland ráðs- maður norska sjómannahælisins biður þess getið, að nokkurskonar kveðjuhátíð verð- ur haldin í norska sjómannahælinu kl. 4 á morgun. Þangað eru allir velkomnir, bæði útlendir og innlendir, að taka þátt í borðhaldi, (smurt brauð og kaffi eða te) og hlusta á ræðuhöld og söng. Frelsisher- inn aðstoðar með söng og hljóðfæraslætti. Vér viljum hvetja fólk til að sækja sam- komu þessa. Hjónaband. í dag eru af Júl. Hav- steen bæjarfógeta á Akureyri, gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Pálsdóttir Einarssonar hæstaréttardómara og cand. phil. Theódór Jakobsson frá Svalbarðseyri. Meðai aðkomumanna þessa viku: Páll J. Árdal skáld með frú sinni og Þorvaldur Sigurðsson kaupm. Ak. Varnargarðurinn. sig. Gíslason verkstjóri frá Reykjavík er hér með sjö menn að gera við skemdir á flóðgarðin- um. Hafa þeir verið hér síðastl. viku og eru þegar langt komnir. Sveinn B/örnsson aiþingismað- ur og yfirréttarmálaflutningsmaður er skip- aður sendiherra íslands í Kaupmannahöfn og ráðherra með umboði og flytur hann Jjangað í haust. Lagarfoss er væntanlegur hingað í kvöld og Gullfoss um miðja næstu viku, báðir halda »fossarnir« vestur um land og suður til Reykjavíkur. Kirkjan. Messað á morgun kl. 1. Guðspeki og andatrú. —oo— Áhugi manna á guðspeki og anda- írú vex afskaplega, en ekki er ósenni- legt að styrjöldin mikla og afleiðing- ar hennar eigi mestan þátt í þeim vexti. Til guðspekinnar hafa stofnað þrjár konur: Helena Blavatsky, Annie Besant og Katrín Tingley og er hin fyrst nefnda einnig hin fremsta þeirra og sú er mest kveður að. Hún er dóttir rússnesks hershöfð- ingja og fór þegar á 12 ára aidri að rita eftir »forsögn« framliðins manns, en til allar ólukku komst það upp seinna, að þessi »framliðni« maður var bráðlifandi. Hún giftist Blavatsky ráðherra þegar hún var 17 ára, en dulbjó sig í drengjaíöt og strauk burt frá honum með því að hjúskaparskyld- urnar voru henni ekki að skapi. Hraktist hún nú hingað og þangað, en í för með henni voru ýmsar vinkonur hennar og komst hún þann- ig til Parísar, Orikklands, Egyfta- lands og Indlands. Á þessu ferða- lagi var hún í 7 ár og var þá kom- in til New York og stofnaði þar hina svo nefndu kraftaverkasam- kundu. Hún kennir að þegar maðurinn vakni eftir dauðann af »andasvefn- inum« sé hann veikburða eins og barnið nýkomið úr móðurkviði. En hann nær sér allfljótt og kemst að raun um, að það er ekki svo af- leitt að vera dauður, heldur þvert á móti. Fyrst og fremst er manneskj- an fríðari annars heims og er það mikill kostur í augum kvenna. Ekki er manni þar heldur aldurinn að meini og þjáningar engar. Giftar persónur halda ekki áfram hjúskap sínum í andaheiminum, en vitanlega halda þeir andar hóp, sem mest eru samhuga, og það ber jafnvel við að ástir takist milli karls og konu í þessum undarlega heimi, þar sem hvorki finnast vinnuveitendur né verkamannafélög. Pað er sagt að einn andinn hafi frætt einhvern jarðarbúa um það, að tilveran hinu megin væri alls ekki ieiðinleg og miklu þægilegri og nota- legri en vistin hér á jörðu. í hinu mikla riti sínu: »Isis un- veiled« (Isis afhjúpuð) gefur frú Blavatsky gott yfirlit yfir, hvað guðspekin er — og ekki er. Hún skoðar manninn sem miðil, er þjóni óþektum öndum, enda þótt menn séu mjög misfúsir til þess, og gerir hún guðsp^kina þannig að dulspeki fremur en trúarbrögðum. En margir þeir, sem eru utan þessa félagsskap- ar gera lítinn greinarmun á guðspeki og trúarbrögðum, en þegar betur er aðgætt þá er það tvent ólíkt. Trúin er bljúg og full auðmýktar og trú- brögðin fræða menn um einn eða fleiri guði og fyrir miskunnsemd þeirra öðlast hverflyndur og breyskur maðurinn eilífa náð og frelsi. Guð- spekin er samband dulspekilegra fræðikerfa og þjáningar mannkyns- ins skifta hana engu. Kristur og kenning hans eru guðspekinni óvið- komandi og eiga ekkert skylt við hana. Guðspekin er sérstakt fræðikerfi og fræðir menn um alheiminn, upp- runa hans og framþróun. Pessa framþróun hugsar hún sér eins og hringrás frá hinni upprunalegu »andatilveru« að »efnistilveru« nú- tímans og svo áfram þangað til náttúran og mennirnir hafa náð »andatilverunni« aftur. Líf það, sem vér lifum nú, ber aðeins að skoða sem millibilsástand og trúarbrögðin sem það afl, er hrindi framþróun- inni áleiðis og þessi framþróun stefnir öll að endanlegri fullkomn- un. Ennfremur hefir fræðikerfi þetta ýmsar eðlisfræðiskenningar í sér faldar, líklega í sambandi við fram- þróunarkenninguna, og minna þær ýmist á Darwín, Spencer eða Laplace. Pað er miklu erfiðara að gagn- rýna andatrúna eða spíritismann. Guðspekin hefur sitt fræðikerfi um sjálfsþróun og sjálfsviðhald einstakl- ingsins, en spírítisminn er aldrei mjög andstæður trúarbrögðunum. Einkum vill hann styðja Kristnina, að því er margir spírítistar halda fram og ýmsir þeirra benda í fullri alvöru á Krist sem hinn fyrsta mið- il, er lifað hafi á þessari jörð. Jafu lærður og hámentaður spírítisti sem Conan Doyle er þeirrar skoðunar, að spírítisminn muni ekki verða Kristninni að falli, heldur efnishyggj- unni og lesi maður gamla og nýja testamentið gaumgæfilega og hleypi- dómalaust, þá komist menn að raun um, að biblían sé í raun og veru andatrúarbók — t. d. verði krafta- verkin ekki skilin á annan hátt. En1 eins og menn vita, þá er það aðalinntak nútímakristninnar, að menn geti bæði verið kristnir og sanntrúaðir án þess að byggja trú sína á kraftaverkum eða láta hana styðjast við þau. (Pýtt). Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 31. ágúst 1920. —oo— Af málum sem fyrir voru tekin, skal þessara getið: 1. Samþykt tillaga um að hækka Ijósgjald fyrri helming Ijósársins um 50%. 2. Samþykt að hækka vatns- gjald af fasteignum í bænuni um 20% frá gildandi vatnsgjaldaskrá og í stað bryggjugjalda þeirra, sem áður hafa verið, komi 3 aur. gjald af hverri útfluttri síldartunnu. Pá kom fram tillaga um að mót- orskip þau, er síldveiði stunda hér á sumrin, 20 tonna eða stærri, gjaldi kr. 40,00 í vatnsgjald og

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.