Fram


Fram - 04.09.1920, Qupperneq 3

Fram - 04.09.1920, Qupperneq 3
Nr. 36 FRAM 130 Böglauppboð verður haldið í gamla Bíó á morgun 5. sept. kl. 5 e. h. Ágóðanum verð- ur varið til Berklahælis Norðurlands. Margir ágætir böglar. Dans á eftir. Clement Johnsen A|s Bergen Norge Telegrafadresse: „Clement“ Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000. Mottar til forhandling fiskeprodukter: Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc. Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat. að gufuskip greiði kr. 5,00 fyrir hvert vatnstonn er þau fá, þó ekki minna en 60 kr. hvert. Tillagan samþykt. Ennfremur samþykt að nema úr gildi vatnsgjald af stór- gripum. 3. Varnargarðurinn og kaupin á Hvanneyri. Oddviti skýrði frá að hann hefði átt tal við forsætisráð- herrann um varnargarðinn, hafnar- málið og kaup á Hvanneyri. Hafði forsætisráðherra getið þess að Hvanneyri myndi máske fást til kaups fyrir um 150 þús. kr. auk núverandi aðgerðar á varnargarð- inum. 4. F*á gat oddviti þess að hann gæti fengið dýralæknirinn á Akur- eyri til þess að koma hingað og skoða nautgripi bæjarins, vegna berklaveiki, en kostnaður við það myndi verða 5—6 kr. á kú. Samþ. að fá læknirinn og að æskilegt vær1 að hann jafnframt skoðaði kýr bæði á Dölum, Nesi og Héðinsfirði. Sam- þykt að greiða kostnaðinn úr bæj- arsjóði. Prír fulltrúar mættu ekki á fund- inum. Hingað og' þang’að. —oo— Undarlegt hálsnien. »The Scotsman« segir frá undarlegum fyrirbrigðum, sem komið hafa fyrir í Edín- borg og standa í sambandj við gamalt perluhálsband frá Egyftalandi. Kona sú, sem á hálsband þetta, á heima í Edinborg og fékk það frá Kaíró árið 1913. Háls- band þetta er úr egyfzkum glerperlum, en konunni þótti aft af iítið í það varið, en geymdi það samt með öðrum skart- gripum sínum. Fyrir skömmu ætlaði hún að losa sig við það og fleygði því í ruslakörfuna. Um kvöldið sat hún i stofunni þar sem karf- an var og fanst henni þá greinilega að þrifið væri um úlnliðinn á sér. Nokkru síð- ar heyrðist henni eitthvert þrusk í körfunni einna líkast því sem þar væri mús að naga. Hún leitaði í körfunni, en fann þar ekkert annað en perluhálsbandið og pappírsrusl. Hún fékk nú bróður sínum hálsbandið og hann lagði það á koddann hjá sér þegar hann fór að hátta. Um nóttina virt- ist það vera fært úr stað af einhverri ó- sýnilegri veru. Einu eða tveimur kvöldum síðar lagði hann hálsbandið aftur á rúmið sitt og háttaði síðan og sofnaði, en um nóttina hrökk hann upp úr fasta svefni við það, að rúmið ruggaði á báðar hliðar. Einnig heyrðist honum seinna, að það skrjáfaði í hálsbandinu og það væri að fær- ast til. Nóttina þar á eftir svaf hann vel enda þótt hálsbandið væri í sama her- berginu, en klukkan fjögur uin morguninn vaknaði hann við það, að rúmið var farið að hristast aftur. Síðan hafa fleiri þózt verða hins sama varir í sambandi við perlu- hálsband þetta. Fáskiftinn. Enskur dómari, sem látinn er fyrir nokkru, gat þess oft að hann hefði aldrei talað í síma, aldrei farið með neðanjarðarbraut- inni, aldrei horft á veðreiðar, aldrei spil- að um peninga, aldrei komið á skemti- staði þegar hann var unglingur og aldrei hleypt sér í skuldir eða fengið peninga að láni. Ný reknet standsett, trássnr og belgir til sölu. Afgr. v. á. Húsgrind 10x11 álnir til sölu. Uppl. gefur Vííhjálmur Vilhjálmsson. Carlsberg Pilsner í V* kössum íæst ódýr hjá Hallgr. Jónssyni. 3 stúlkur óskast í vetrarvist að Hólum { Hjaltadal. Uppl. gefur Margrét Pétursdóttir í efra Róaldshúsinu. Stúlku vantar í vetrarvist hér í Siglufirði. Hátt kaup. Upplýsingar á afgr. biaðsins. Fjölbreyttan Hljómleik heldur Ingimundur Sveinsson kúnstinúsikant á ,planinu‘ hr. Helga Hafliðasonar og hr. Jóns Sigurðs- sonar núna á sunnudaginn 5. sept. kl. 4 e. m. Allir velkomnir. Nýkomið: dúnhelt Léreft 3 teg. Lasting 3 teg. hvítt Léreft 4 teg., Boldang, Stúfa- sirts, Flauel stórt úrval, Silki ódýrast í „Hamborg.“ Munið að borga „Fram“. 112 veit eg að hann fékk ekki nokkurt skeyti frá því að eg sté á land og þangað til hann rauk alt í einu út á skipið þegar við vorum að ganga hingað heim.« »Eg skil heldur ekkert í þessu ferðalagi Rogers Marske, en þar fyrir get eg ekki sagt að eg sakni hans minstu vitund,« sagði ungfrú Múríel og hleypti faðir hennar þá brúnum en Ralph Car- den roðnaði 6f ánægju og fór mér strax að skiljast hvað hér var um að vera. Eg komst að því undir borðum, að Clarden var lautinant í setuliðinu þar á eyjunni og sömuleiðis að hann var eitthvað skyldur Alphington lávarði langt fram í ættir og móðir hans hafði verið landseti lávarðsins, síðan hún varð ekkja. Ennfremur heyrði eg það á tali þeirra ungfrú Múríel og Cardens, að þau hefðu þekst frá barnæsku. Herzog var mjög fáorður undir borðum, en lék hlutverk sitt sem húslæknir minn aðdáanlega. Pað lítið sem hann sagði var auðvitað smellið, en eg tók eftir því, að hann virtist vilja láta sem minst á sér bera, líklega til þess að sér yrði þá síður veitt eftir- tekt þegar hylkið kæmi til sögunnar. »Með leyfi að spyrja herra Marteinn,« sagði lávarðurinn nú skyndilega og vék sér að mér, »í hvaða héraði eigið þérheima? Mér skilst, að þér munuð ekki vera heimilisfastur á þessari yndisfögru eyju.« Herzog var búinn að leggja á ráðin hverju eg skyldi svara ef eg yrði spurður um þetta og sagðist eg dvelja mestan hluta ársins í Lundúnum. Eg tiltók það ekki nánar og lávarðurinn spurði heldur ekki meira um það. En Ralph Carden lét sér ekki þetta svar nægja og sagði með talsverðum ákafa: »Ef að þér verðið í Lundúnum í október í haust og segið mér heimilisfang yðar, þá skal það vera mér sönn ánægja að heimsækja yður þar. »Pað er mjög ólíklegt, að eg verð Lundunum um það 109 farið að skyggja þegar við komum þangað, en fyrir utan hliðið var kveykt á Ijóskeri og þar nam Herzog staðar og tók í hand- legginn á mér. >Bíðið þér svolítið — mig langar til að líta á hylkið allra- snöggvast.« Pað sió út um mig köldum svita, en eg fékk honum öskj- una og riðaði á fótunum meðan hann var að skoða hylkið. Svo rumdi eitthvað í honum, en ekkert vissi eg hvað það átti að þýða. »Það er víst alt í góðu lagi,« sagði eg tii þess þó að segja eitthvað. »Alt í bezta lagi,« svaraði hann og leit einkennilega á mig. »Við skulum nú koina svo að fólkið þurfi ekki að bíða eftir okkur.« 18. kapítuli. Bragðkænska. Eg hafði enga sinnu á að gera tnér grein fyrir hvað það var bæði ilt og broslegt þegar brytinn nefndi nöfn okkar við sals- dyrnar og ungfrú Múríel og æðstu höfðingjar ríkisins gengu á móti okkur til þess að bjóða inig, burthlaupinn fangann, velkominn. Ekki var eg þó að hugsa neiít um sjálfan mig eða óheillaverk það, sem leiðtogi minn iiélt, að eg ætlaði að fara að framkvæina. Hugurinn snerist allur um það, hvort Roger Marske mundi vera kominn aftur úr Lundúnaför sinni, en eg sá brátt, að hann var þar hvergi nærri. En eg rankaði við mér við það að forsætisráðherrann ávarp- aði mig og við þá tilhugsun, að nú þyrfti eg að leika á alla, sem

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.