Fram


Fram - 19.04.1922, Blaðsíða 2

Fram - 19.04.1922, Blaðsíða 2
44 Nr. 13 bólgu. Hann dó í útlegð á eyjunni Madeira. Konungssinnar í Ungverja- landi hafa reynt að yfirlýsa kon- ungdóini Ottó prins, en mishepnast. Farþegaflugvélar 2 rákust á í þoku milli London og París og fórust 6 manns. Er þetta fyrsta slysið á sain- göngi^leið þessari í 2 ár. De Valera hótar borgarastyrjöld verði írski sáttmálinn sainþyktur og skuli þá ástandið á írlandi ekki verða betra en í Mexíkó. Falkenheim, þýski herforinginn er nýlátinn. Nýjustu þingfregnir. Fiskiveiðalögin. Nefndin sem fjaílar um frumvarp- ið í Eírideild, leggur til að frum- varpið verði þar samþykt. Fjárlögin eru fyrir riokkiu komin til Neðri- deildar aftur. Efrideild afgreiddi þau með 110 þúsund króna tekjuhalla. Pinglok. Talað er um að þingi verði slitið um miðja næstu viku. Hafnarbryggjan. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var hér 10. þ. mán. var með öll- urn gr. atkv. (7) samþykt tillaga frá hafnarnefnd um byggingu hafskipa- bryggju á hafnarlóðinni, svo fram- arlega að hægt sé að útvega lán til fyrirtækisins. Hefur hafnarnefnd áætlað lengd bryggjunnar nær 100 metra og að hún þá nái fram á 14 feta dýpi um stórstraumsfjöru. Að áliti verkfræðings kostar bryggja þessi bygð á kláfum fyltum grjóti, 20 feta breið, með 40 feta haus, um 48 þúsund krónur. Er tilætlun- in, ef lán fæst, að verkið verði boð- ið út í sumar og byrjað á bygg- ingunni á komandi hausti. Er svo talað um að þessum hafnarbótum reynum vér að koma upp hjálpar- laust af hendi hins opinbera, enda okkur í engan máta ofvaxið að byggja þessa bryggju á eigin spýt- ur. En um leið og við byggjum bryggju þessa án hjálpar, er hún ekki annað en spor í áttina til hinn- ar fullkomnu hafnarbótahugmyndar, sem hér var á döfiuni 1919, og lýst var aftur hér í blaðinu fyrir skemstu. Fessi bryggja sem nú á að ráð- ast í, mun að öllu sjálíráðu flýta fyrir því að reynt verði að fara á stúfana með hina hafnargjörðina, með öldubrjót o. fl., og er þeim, er þetta ritar, gleðiefni, að hafnarnefnd og bæjarstjórn skyldi falla frá hug- mynd sinni, þeirri í vetur, að byggja svo innarlega á hinni ágætu liafn- ar'.óð bryggju fyrir á annað hundr- að þúsuud krónur, sem auðvitað var eigi hægt að gjöra án tilstyrks ríkissjóðs, og skjóta með því loku fyrir að vér nokkurntírna seinna FRA/4 fengjuin frekari styrk til hafnarbóta hér. Með þessari nýjustu hugmynd höfum vér aftur á móti óbundriar hendtir, og getum strax sem oss finst þar til vera hentugur tími lagt út í sjálía hafnaigjörðina og þá með fullkominni sanngirni mælú til þess að verða til hennar styrktir af opinberti fé. ísfirðingar, sem hat'a í huga um- íangsmikiar umbætur á höfninni, hafa á þessu þingi fengið lof- orð fyrir mikiili fjárupphæð tii hafn- argjörðar trm leið og fé verði fyrir hendi og þótt það geti dregist að peníngar verði til í kassanum, þá eru þeir þó komnir á stað. Ekki skuium vér öfundast yfir því, að þeir fái bætur á höfn sinni, miklu frem- ur skulum vér gleðjast yfir því að þeir hafa fengið málum sínum fram- komið, þess hægri verður eftirleik- urinn okkur. Síldartollurinn. Eftir að síðasta blað kom út frétt- urn vér, að Sigurður H. Kvaran alþ.maður er ekki einn flutnings- maður frumvarpsins um lækkun á síldartollinum, frumvarpið flytur með honum alþ.maður Björn Kristjáns- son. Á borgarafundinum sem um er getið hér annarstaðar var svohljóð- andi tillaga borin upp : Á fjöímennum borgarafundi sam- þykkjum vér borgarar í Siglutirði, að skora á hið háa alþingi að lækka útflutningsgjald af síld niður í 1 krónu af tunnu þar sem ella er hætta á, að innlendir síldarframleið- endur neyðist til þess að veiða og yerka síld utan landhelgi, og var tillagan samþykt með 172 samhlj. atkvæðum, og send nokkr- um þingmönnum tafarlaust. Nýjustu fregnir af máli þessu eru þær að flutningsmennirnir hafa kom- ið að nefndaráliti sem kemur til um- :æðu í Efrideild í dag. Hafa þeir gjört miðlunartillögu um að tollur- inn lækki niður í kr. 1.50 pr. tunnu, og lög síðasta alþingis um eftirgjöf á tolli falli niður. Er álitin von um að svona nái frumvarpið fram að ganga. Ekki fisað saman. í febrúarhefti Læknablaðsins þ. á. segir læknisnemi einn við háskólann eftirfarandi sögu: Eg gengdi störfum fyrir héraðs- lækni nokkra hríð. — Eitt sinn sem oftai kom maður að sækja mig. Kvað hann gamla konu á næsta bæ við sig hafa dottið á stein og lík- lega lærbrotnað. Bjó eg mig hið skjótasta og lagði af stað. Eftir hér um bil 3 stunda hraða reið komum við á bæinn. Var það reisulega bygð- ur bær. Baðstofan var björt og rúm- góð. Hátt var upp í súðina og strompur stóð upp úr mæni. Rúm- in stóðu út við veggina. Brekán lágu breidd yfir. Konur s^tu við tó- skafp en karlar tveir unnu úrhross- hári. Annar þeirra fléttaði reiptagl. Vafði hann því um ’oita jafnóðum sem iengdist. Hann tók bakföll þeg- ar hann herti að þáttunum, og dró elcki af sér þegar eg horfði á hann. Hlýtt var í baðstofunni. Olíulampi tneð stórum skermi brann í ntiðri stofu, í einu horninu lágamla konan í rúmi sínu. Hún varum nírættoggerði öll fjósaverkin, og það sást á hönd- unum, rokknum og bandhnyklunum við rúmið hennar, að ekki hafði hún seíið þar auðunt höndum. Eins, og vant var hefði hún borið hey- meisana frá heygarðinuni til fjóss- ins, en skrjkaði fótur og féll á stein- stétt við fjósdyrnar. Hún heyrði bresta í lærinu við fallið, ogkvaðst hafa fundið nokkuð mikið til. Hjálp- laust staulaði hún þó til baðstofu, all-langa leið, og til hvílu sinnar. Fegar eg kom, hafði hún legið þar hálfan dag og látið á litlu bera. Við skoðun fanst lærleggur hægri hrokkinn f sundur á ská, skamt of- an við hné, og gengu brotendar á misvíxl. Teygði eg nú úr fætinum, lagaði brotið eins vel og auðið var, og batt ull og spelkur við. Ekki vildi hún láta svæfa sig. Hún brá sér hvergi meðan þessu fór fram. Mun hún þó hafa fundið allmikið til. Fólkið spurði hvort henni mundi batna aftur svo að hún kæmist á fætur. Kerling varð fyrri til svars. Kvaðst hún ekki vera hrædd um að ekki kæmist hún á fætur; þó að hún þyrfti að liggja nokkuð lengi, gerði það ekkert til ef einhver gæti gert fjósaverkin nógu vel á nieðan. Eg spurði hana um heilsufar hennar. Varhúnminn- ugogskýrí svörum. Kvaðst hún al- drei á æfinni hafa verið veik, ekki einu sinni fengið mislingana, sem hefðu þó margan harí leikið. Son- ur hennar bjó rausnarbúi áþessuin bæ. Eg gaf henni síðan ráð um leguna. Batavonir þurfti eg ekki að gefa henni, því að hún var miklu vonbetri en eg. Skömmu síðar sögðu mér sann- orðir samtíðarmenn- þessarar konu þessa sögu af búskapaárum hennar: Hún bjó með karli sínum á hjá- leigu, kotrassi í túninu á annari jörð. Rau höfðust við í torfkofa. Rúmflct stóð á torfgólfi, og var gryfja aftan við rúmgaflinn. Bóndi fékk á haustin mörg afsláttarhross frá eínaða fóik- inu. Mátti hann eiga mötuna ef hann skilaði aftur hánni. Hrossakjötið geymdi hann í gryfjunni undir rúm- gaflinum. Rau áttu ekki nema 2 ílát í búinu, snældustokk og jjárnpott lítinn. Pottinn notuðu þau bæði nótt og dag, og bóndi át spönamatinn úr snældustokknum. Pá þektust eklci olíulampar. Ekki áttu þau grút- arlampa, en þau tóku gulrófu, grófu holu ofan í hana, lögðu kveik í, heltu á hrossafloti og kveiktu svo á. Pegar þau lögðust til svefns átu þau rófuna og flotið sem eftir var. Ekki er lengra síðan þau bjuggu svona en um 40 ár. Gefðu barni þínu lífíryggingu! Ef til vill verður þaö einasíi arfurinn! „Andvaka“ Seinna frétti eg að kerlingunni hafði gróið lærbrotið. Ekki veit eg hvort hún hefir tekið upp aftur gegningarnar. Víkan. fíðin. Framan af Páskavikunni voru kafaldshryðjur öðru hvoru og nokkur frost, einkum á nóttum, en síðan á Páskuni hef- ir hver dagurinn verið öðrum blíðari og betri t. d. 13 st. hiti í gær. S k i p af e r ðir. S.s. -Sirius kom hér á föstudaginn langa, og fór aftur sama dag. Með skipinu komu hingað utanlands frá: Olafur Vilhjálmsson bókhaldari og bræð- urnir Fery sem hér voru síðastl. smnarog ætla nú að setja hér upp síldartunnuverk- smiðju. Frá Reykjavík komu frú Svanlaug Thorarensen og A C Sæby beykir. Með skipinu tóku sér far héðan til útlanda, út- gerðarmaður Ole Tynes, og Halldór Jón- asson kaupmaður S.s. »Goðafoss« kom hingað á páska- dag. Með skipinu fóru héðan fii Reykja- víkur, Ottó Jörgensen stöðvarstjóri og frú hans, Sophus Arnason verzlunarstjóri, Jó- sep Blöndal fyrv. póstafgr.rnaður og Qunn- laugur Blöndal listmálari. S.s. »Tordennkjöld« aukaskip Bergenska félagsins væntanl. næstu daga frá Reykjavík. S.s »Tango« kom hér í morgun til hinna sam. ísl. verzlana. Með »Sterling« síðast fór frú Guðrún Björnsdóttir vestur í Húnavatnssýslu, ag ætlar að dvelja þar fratn á sumarið. Þorskveiði. Góður afli hefur fengist á mótorbóta nú um páskana. Útkoma blaðsins liefur dregist þetta vegna pappírsleýsir. 2 biöð koma í næstu viki), hið fyrra á þriðjtidag. Ko n unglegiir hi rð sal i. Auk þeirra sem taldir voru i síðasta blaði er útnefnd- iir tóbakssalinn Teofani í London. Umboðsmaður hans hér á landi er Pórður Sveinsson kaupm. í Revkjavík. Kvenníélagið - Vori" hefur gengist fyrir því að æfðir hafa verið 2 smáleikir, »Happið'. cftir Pál Jónsson og »Stundarhefð Pernil!ii,« eftir Holberg. Býðtir félagið til prófsýningar í kvöld, en nnnaðkvöld mtin ákveðin alnienn sýning. Fluglisí framtíoarinnar. (Grein þessi er tekin úr »The Strand Magazine«, marzheftinu t fyrra. og er eftfr Harry Harper, skrifara loftflutningafélags- ins í Lundúnum). Ftirðuveiíc þau, sem nú gerast i loftinu, eru að eins í byrjun. Vér erum eins og staddir á sjónarhæð °g eygjum í fjarska uppgötvanir og fyrirbrigði, sem munu yfirskyggja og gera að engu, eða því sem næst, alt það, sem enn hefir komið í Ijós- Vér höfum þegar verið sjónar- vottar að svo mörgu og merkilegu, en vér höfum enn ekki séð helrning þess, sem mun verða að sjá, og furðuverk þau, sem í aðsígi cru, munu verða miklu furðulegri en

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.