Fram


Fram - 10.06.1922, Síða 4

Fram - 10.06.1922, Síða 4
78 Nr. 21 Vikan. Tíðin. Norðvestan ruðningiirogbleytu- hríð á sunnudaginn og fraiti á ntánudag. Varð alhvítt af snjó á sunnudagskvöldið og máuudagsnóttina. Síðan hefir verið tiagstæð tíd, hægð og bliðuveður með sólskiui og regni á víxl, og grær nií og grænkar óðum þótt mikill snjór sé í fjöll- um enn þá. Fiskiskipin eyfirsku liafa koinið hér inn allmörg á leið frá Akureyri til veiða. S k i p a k o m u r. Vélskipið »Æskan« héðan, kom að vestan af þorskveiðum á þriðjudag með rúm 20 skpd. af fiski. — Skipstjórínn Jón Jóhannesson sem varð eftir í landi á Isafirði á dögunum sökum augnveiki, kom með skipinu að vestan og er nú á batavegi. E.s. >.Annaho« koin hingað á föstud. nteð kol og tunnur til sam. ísl. verslananna hér. E.s. Villemoes* kom hingað á þriðjudag, stansaði hér iítið en hélt áfram austur um. — Með skipinu var fjöldi farþega, þar á meðal allmargt af verkafólki hingað. E.s. »Danebod« fór héðan á þriðjudags- kvöld áleiðis til Grænlands. E.s. »Suma*, hið nýkeypta skip O. Tyn- es útgerðarm. hér, kom á föstudag frá Noregi; hafði verið 6 daga á leiðinni frá Stavanger og hingað, en orðið að fara inn til Færeyja vegna óveðurs. Skipið hafði og komið við í Grímsey og keypt þar egg handa »náunganuni*. Með skipinu komu frá útlöndum eigandinn O. Tynes, Halldór kaupm. Jónasson, Guðfinnna Ein- arsdóttir héðan úr Siglufirði ásamt manni hennar, norskum, Agnar Gíslason frá Ak- ureyri, Alfred Hjemgaard og Severin Koovik frá Stavanger, svo og nokkrir norsk- ir verkamenn og sjómenn. Skipið hafði hrept slæmt veður á leiðinni. Skipið er hið snotrasta að öllu leiti og prýði mikil fyrir Siglfirska flotann, og óskar ?Fram« eigandanum til heilla og hamingju með það. Qrímseyingar voru kaffi |og svkurlaus- ir og höfðu verið það alllengi, — úr því gat E.s. íSurna-- bætt og var það með þökkum þegið. FRAjM »E.s. -Sölve* frá Gautabðrg kom í morg- un hingað, fermdur tunnum og salti til O. Tynes og Godtfredsens: — Með skip- inu var aem farþegi íslenskur niaður sem dvalið hefir í Noregi og Svíþjóð um 20 ár, og starfað þar á klæðaverksmiðjum. — Er mælt að hann ætli að bjóða íslensku ullarverksmiðjunum þjónustu sína. Goðafoss er á Akureyti í dag, kemur hingað í nótt eða á morgtin. •Samvinnufélag Fljótamanna* hefir skift um framkvæmdarstjóra, Guðm. Ólafsson bóndi í Stórholti lét af því starfi en Hermann Jónsson á Ystamói tók við. Fuglafli við Drangey var fremur rýr framan af vertíðinni en er nú síðan tíðin batnaði, orðin góður. Sauðkræklingar voru hér um síðustu helgi að selja fugl og egg. Seldu þeir langvíuna á 40 au. en eggið á 25 att. f’ótti það ekki dýrt, en sumum þóttu dýrari langvíurnar of smáar, en þær ódýrari — þ'ær í eggjunum — of- stórar. Slys. Guðin. Jónsson úr Skagaf. féll of- an af E.s. »Danebod« og niður í bát við skipshliðina og kostaðist hann eitthvað innvortis. Hann var strax fluttur til Sauð- árkróks með vélabát sem hér var staddur. Dáin er í þessari viku, húsfrú Anna, kona Níelsar jbónda á Hall-landi gegnt Akureyri, og móðir þeirra Friðbjarnar ag Finns, Níelssona kaupmanna, og Sigur- línu konu Sumarliða skósmiðs Guðmundss. sem öll eru búsett hér í bænuni. Bana- meinið var afleiðing lungnabólgu. Fermd voru 16 börn í kirkjunni hér á hvítasunnudag. »Fram* óskar þeim og að- standendum þeirra til hamingju. Þorskurinn er kominn. V.b. »Hjalti< og »Skarphéðinn< komti að úr fyrsta róðri sem farinn er héðan, í gærmorgun, Hjalti með uin 2500 kg. og Skarphéðinn með rúm 1500 kg. af fullorðnuni þorski; sá síð- ari á mjög stutta lóð. Þeir koriui aftur í gærkv. með 2500 til 3000 kg; hvor, og fleiri bátar með ágætan afla. í dag eru allir bátar í róðri sem tilbúnir voru, en nokkrir eru ekki tilbúnir enn og er slíkt mjög bagalegt. Leiðrétting. Sú villa slæddist inn í Öllum lóðareigendum er skylt að hafa hreins- að lóðir sínar innan 15. þ. m., að öðrum kosti mun heilbrigðisnefndin láta gera það á kostnað lóðareigenda, sem mega auk þess búast við að sæta sektum. Siglufirði 2. júní ly22. Heilbrigðisnefndin. Blautfisk og saltfisk kaupir hæsta verði Páll S. Dalmar. greinina »Vorhugur« í síðasta blaði að Steingr. er þar eignað kvæðið »Ó bless- uð vertu sumarsól*. — Það var ekki til- gangur höf. að draga heiðurinn af þeim sem átti hann, en ekki getur villan talist meinleg, því hvert mannsbarn veit að höf. þessa fgullfagra kvæðis er Páll Ólafsson og líkindi til að greinarhöfundurinn hafi vitað það líka, þótt svona færi í þetta sinn. Kirkjan. Messað í kirkjuiini á morg- un kl. 5 síðd. Símskeyti konui engin til blaðsins í þetta sinn, segir fréttaritari þess í Reykja- vík ekkert markvert tíðinda nema talsverð- nr róstur á írlandi. Kaupendur blaðsins sem skifta um heimili gjöri svo vel að láta vita um það í sölubúð Stefáns B. Kristjánssonar sem hefir afgreiðsluna fyrir bæinn. Sömul. ef vanskil eru á útsend- ingu blaðsins. Purkaða, ósaltaða HÁKARLSUGGA bæði bak og eyrugga kaupir erindreki Fiskifél. Páll Halldórsson háu verði, og borgar með peningum út í hönd. Fæði er selt í kaffihús- inu í Suðurgötu 12. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Siglufjarðarprentsmiðia. 136 ókunni maðurinn minti hann á, eti komst ekki að neinni niður- stöðu. Svo sló klukkan hálf-tólf á kirkjuturni þar nálægt ogvissi Oottfreð þá, að tíu mínúturnar voru liðnar. Hann gekk að götu- lukt, tók spjaldið upp úr vasa sínum og las það, sem hér segir: >Pér þurfið ekki að gera yður neinar áhyggjur, því að þér eruð skilgetinn. Petta segir maður, sem veit það með vissu, en getur ekki fært sönnur á það. Ekki skuluð þér samt fara að leita hans; honum er ómögulegt að hjálpa yður.< Petta vissi eg altént!«- hrópaði hann himinglaður, veifaði spjaldinu í hendinni og skundaði heim. »En hver getur þessi maður verið, sem þekkir svona út í æsar öll æfikjörmín?« Hann varð þvi ruglaðri þess lengur sem hann hugsaði um þetta og honum var lífs ómögulegt að átta sig á manninum. Hann var svo sokkinn niður í þessar hugleiðingar, að hann fann ekkerttil rigningarinnar og var orðinn holdvotur þegar hann kom heim til sín, en í stað þess að afklæðast, settist hann á rúmstokkinn og var að rifja upp fyrir sér viðburði kvöldsins og þar sat hann þangað til hann fékk ákafan kölduhroll. Pá háttaði hann loks- ins og breiddi vel ofan á sig, en þegar hann vaknaði um morg- uninn, eftir mjög óværan svefn, þá var hann búinn að fá megna hitasótt, svo að læknirinn, sem sóttur var til hans, varð mjög aivarlegur á svipinn, enda liðu nokkrir mánuðir þangað til að Oottfreð komst út fyrir húsdyr aftur. XX. Rödd náttúrunnar. Nú var komið að burtfarartíma Vicars. Mornington hafði ver- 137 ið óþreytandi að sýna honum alt það markverðasta í borginni og leiða hann fyrir öll stórmenni, en Vicars virtist lítið kæra sig um það. Ungfrú Mornington varð það æ óskiljanlegra, hvernig kunningsskap þeirra Vicars og föður hennar væri varið, en það var hún sannfærð um, að þeir væru engir vinir, því að Vicars ávarpaði Mornington örsjaldan nema nauðsyn krefði og þá all- kuldalega, en hins vegar virtist Mornington vilja hliðra sér hjá að vera í einrúmi með gesti sínum, þó að hann gerði sér alt far um, að sýna honum veldi sitt og auðæfi, sem annars var þó ekki vani hans. Þetta þótti Evu líka undarlegt. Hver var þessi dularfulli Vicars og hvernig hafði faðir hennar komist í kunn- ingsskap við hann? Hún var sí og æ að leggja þessar spurning- ar fyrir sig. Þessi fæð Vicars kom aldrei fram við hana og þau höfðu talað margt og mikið saman þau fáu skifti, sem þau voru tvö ein. Ekki þótti henni minna til þess koma þegar hann gat þess einu sinni, að hann hefði þekt móður hennar og lét hana skilja, að hann Iiefði borið ást til hennar. Þetta gat kannske ver- ið ástæðan til þess, að henni fanst einhvern veginn, að hann væri þeim alls ekki óviðkomandi og vandalaus. Hana langaði, oft til að segja honum sínar leyndustu hugsanir, en fanst það hins vegar fráleitt að opinbera þær ókunnugum manni, sem ætl- aði að fara burt aftur eftir víkutíma. Nú var seinasta kvöldið komið og var í skyndi stofnað til stórveizlu í heiðursskyni við gestinn. Ungfrú Mornington bjóst ekki við því, að fá færi á að tala við hann einslega þetta kvöld, en það fór á aðra leið. Hún kom inn í dagstofuna klukkutíma áður en gestanna var von og þá var Vicars þar fyrir. sPér komið snemma,« sagði hún brosandi og settist hjá honum. »Eg er feginn að fá tækifæri til að kveðja yður, ungfrú Morn- ington«, sagði hann.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.