Fram


Fram - 24.06.1922, Page 2

Fram - 24.06.1922, Page 2
84 Nr. 23 t Eríendur Páísson verslunarstjórí á Hofsós, andaðist að heimili sínu í Hofsós úr slagi, á laugard.morguninn 10. þ.m Erlendur sál. var ættaður úr Hörg- árdal og mun hafa fæðst þar, en fæddur var hann 24. mars J856.— Hann fluttist barn að aldri, með foreldrum sínum. að Brúnastöðum í Fljótum, og síðar að Arnarstöð- um í Sléttuhlíð, en þaðan fluttust foreldrar hans upp í Hjaltadal og bjó íaðir hans þar lengi. Erlendur var bróðir þeirra Vilhelms og Magn- úsar Pálssona, sem um langt skeið hafa dvalið vestan hafs og mörg- um eru kunnir. F.rl. sál. réðist innan við tvítugs- aldur, til Snorra heitins Pálssonar verslunarstjóra hér á Siglufirði, og starfaði alla æfi síóan við Oránu- félagið meðan það var til og síðar við eftirkomendur þess, sam. versl- anirnar, fyrst sem búðarþjónn og bókhaldari hér á Siglufirði og Sauð- árkrók, og síðan um 20 ár, sem verslunarstjóri á Orafarós og Hof- sós. Árið 1884 giftist Erl. sál. eftirlif- andi ekkju sinni, Ouðbjörgu Stef- ánsdóttur, ættaðri austan úr Keldu- hverfi. Eru 6 börn þeirra á lífi, — 2 synir, Páll bóndi á Þrastarstöð- um og Vilhelm sem nú hefir tekið við forstöðu verslunarinnar í Hof- sós, og 4 dætur, allar fullorðn- ar og giftar. Erl. sál. var vel gefinn bæði til sálar og líkama; — fríðleiksmaður í sjón og prúðmenni hið mesta í a'.lri framkomu, skemtilegur og skýr í viðræðum og gestrisinn með af- brigðum. Var kona hans og börn honum samhent í því sem öðru. Er heimili þeirra viðbrugðið víða fyrir það, hve skemtilegar og góð- arviðtökur gestir og gangandi áttu þar, og gestrisni þeirra hjóna tók eigi aðeins til vinanna og þeirra sem liærra voru settir, heldnr einn- ig og engu síður til hinna sem þeim voru lítið kunnugir eða alls ekki, og eigi síst til þeirra sem voru fátækir og áttu lítið að sér. Minnist sá er þetta ritar þess eigi, að hafa annarstaðar átt ástúðlegri og betri viðtökur óþektur, en á heimili þeirra hjóna. - Sem verslunarstjóri var Erl. sál. einkar vel látinn bæði af yfirboður- um sínum og viðskiftamönnum, og er slíkt þó frenuir fágætt. Mun hans mjög saknað af mörgum. Vinátta sem nær lengra en að grafarbarminum. Eins og mönnum hér alment er kunnugt, og um hefur verið getið hér í blaðinu áður, hafa líorðmenn safnað samskotum til minnisvarða yfir Hafliða heitinn Ouðmundsson hreppstjóra. Gengu samsl<ot joessi mjög greiðlega og safnaðist fé um Ffy\M allan Noreg, alstaðar átti höfðing- inn og ljúfmennið dána, trygga og góða vini. Þetta geroist meðan heimsstríðið stóð sem hæst, svo frekari framkvæmdum var frestað. Nú hefir minnisvarðinn verið gerð- ur í vetur, og kom hingað til Siglu- fjarðar með »Sirius« síðast. Er það 9 feta há súla höggvin úr norskum granít, en á framhlið súlunnar cr greypt andlitsmynd Hafliða heitins úr eir. Norðmönnum sem hingað eru komnir hafa gefendurnir falið að sjá um að koma minnisvarðanum fyrir. Verður hann reistur á afgirt- um bletti fyrir framan íbúðarhús Hafliða, og er þegar byrjað á und- irbúningi, en ekki mun minnisvarð- inn verða afhjúpaður fyr en í byrj- un ágústmánaðar. Ekkju Hafliða heitins, börnum hans og aðstandendum öllum, er það óblandin gleði, hversu mikla virðingu og staðfasta vináttu Norð- menn auðsýna hinum látna, og ó-1 hætt mun að fuilyrða, að öllum sönnum Siglfirðingum muni það fölskvalaus gleði að taka við svo göfugri virðingargjöf frá öðru landi, til minningar um einhvern hinn besta mann, og mesta höfðingja sem fjörðurinn hefur átt. a—b. D-listinn 8. júlí. Á fjessum lista eru þeir efstir Jón Magnússon fyrverandi forsæt- isráðherrð og næstur Sigurður Sig- urðsson ráðunautur Búnaðarfélags íslands, en fjórði mað.ur á listan- um er Páll Bergsson útgerðarmað- ur í Hrísey; þá eru þar þrír aðrir sem okkur eru minna kunnir. Aðalumboðsmenn þessa lista í Reykjavík hafa falið mér að verá umboðsmaður þessa lista við kosn- ingarnar hér 8. júlí og mæla fram með listanum. Eg gjöri hvorttveggja með ánægju. Því þótt eg sé ekki allskostar ánægður með röðina á listanum, — hefði t. d. óskað að Ráll Bergsson stæði ofar —, þá dettur mér ekki í hug að taka neinn af hinum listunum til jafns við þennan hvað þá heldur fram yfir hann. Eg mun því hiklaust kjósa D-listann, og skora á alla góða menn í kjördæmi þessu að gjöra slíkt hið sama, og vona að svo verði sem víðast gjört; en svo sem öllum ætti að vera kunnugt, er list- inn kosinn með því að gjöra kross framan vió lista-bókstafinn, framan við stóra D, þannig: x D-!isti. B. Porsteinsson. Ágangur búfjár, einkum sauðfjár og geitfjár á Hvanneyrartún, bæði heimatúnið og strandartúnið er orðinn svo afskap- lega mikil og kæruleysi fjáreigend- anna í þessum efnum orðið svo óþolandi, að við slíkt er ekki unnt að una lengur. Vil eg því biðja alla þá, sem eiga sauðfé eða geitfé í Hvanneyrarlandi, að taka það strax og þeir hafa lesið eða heyrt þessa aðvörun, og flytja það út á Strönd og upp á Dal og halda því síðan þar, fjarri túnunum. Vona eg að menn bregðist vel við þessari sann- gjörnu kröfu og bæði sjái það og viðurkenni, hvílíkan skaða þessi á- gangur gerir mér og hve miklafyr- irhöfn eg og fólk mitt máhafafyrir fénaði þeirra. Sjái eg litla eða enga viðleitni fjáreigenda í þá átt að draga til muna úr ágangi þessum, þá rek- ur að því, að eg neyðist til að grípa til þess óyndisúræðis, sem eg hef ætlað að hlífast við í lengstu lög, að banna öllum fjáreigendum undantekningarlaust alla hagbeit í iandi Hvanneyrar frá næsta nýjári. B. Þorsteinsson. Tóbakseinkasa/an. . Landsverslun eða ríkissjóður er nú búinn að taka tóbakssöluna í sínar hendur svo sem kunnugt er. Tilgangurinn með því var sá, að afla ríkissjóði tekna og ef til. vill, enn þó að miklu minna leiti sá, að takmarka tóbaksbrúkun landsmanna, og á þann hátt spara landinu eða þjóðarbúinu ónauðsynleg útgjöld. Það er ofskamt umliðið síðan þessi lög komu í framkvæmd, til þess að hægt sé að dæma ábyggi- lega nm það, hvort þau muni verða að tilætluðum notum eða ekki, en allar líkur virðast benda til þess að þau verði það ekki í fyrra atriðinu heldur þvert á móti. Það virðist fyrirsjáanlegt að ríkissj. tapar tekj- um við þetta. Vér skulum leitast við að færa rök fyrir þessu. 1. Landsverslun hefir eigi séð fyrir nægum byrgðum af tðbaki inn í landið svo allvíða hefir orðið ekla á því og sumstaðar alger vöntun. (Sbr. kvörtun í »Vísi« urn neftó- baksvöntun í Reykjavík og tilfinn- anlega munntóbaksvöntun hér í Siglufirði.) 2. Þetta heíir orðið til þess, að ýnisir kaupmenn liafa haft á boð- stólum og selt gamalt og skemt tóbak, sem gekk ekki út hjá þeim á meðan kostur var á að fá óskemda vöru, og þetta tóbak hefir verið selt við talsvert hærra veiði enn á því var meðan það var óskemt. Þetta kemur óorði á landsverslun, því henni og lögunum er nieð réttu kent þetta. 3. Landsverslun lætur ekki tóbak til kaupmanna nema gegn greiðslu út í hönd, en það er mörgum kaup- manni ókleyft að fá sér vörur á þann hátt nú í peningakreppunni, auk þess sem þeir (kaupm.) munu tæpast leggja mikla áherslu á það, að kaupa inn gegn peningum þá vöru sem þeir hafa talsvert minni söluhagnað af enn öðrum vörum Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýndu hluttekningu við fráfall og jarðarför litla sonar og fóstursonar okkar. Agúst Hreggviðsson /. Tynes O. Tynes er þeir geta fengið með lægra verði eða skemri gjaldfresti, og þeir voru vanir við gjaldfrest á tóbakinu með- an verslun með það var frjáls. Af þessum ástæðum hiýtur tó- bakssala að verða miklum mun minni enn stjórn og þing áætlaði við undirbúning laga þessara og tekjur ríkíssjóðs sem því svarar minni, en hitt er annað mál, hvort lögin ná tilgangi sínum í síðara at- riðinu, — hvort tóbaksnautn lands- manna fer minkandi. Það æ 11 i að vera svo ef dæma mætti eftir ofan- greindu eingöngu, og væri þá vel að verið, jafnvel þótt ríkissjóður inisti tekna í við það, en því mun verða ver og miður að tóbaksnautn- in takmarkast eigi að því skapi nema á hagskýrslunum. — Smygl- unarleiðin stendur opin hverjuifl þeim sem lund og lægni hefir þess að nota hana, og eitir bann- lögunum að dæma þá mun sú leið verða ótæpt notuð. Tryggingin er engin í því, þótt alt tóbak frá landsverslun verði stimplað. Ef það er satt sem vér höfum heyrt, að t. d. munntóbak 1 1|8 kg. sé stimplað þannig, að askj- an með 5 kg. sé stimpluð en ekki hvert stykki, þá sér nú hver maður að vandalítið er að selja innsmygl- að tóbak í skjóli þess, að vér ekki tölum um hve auðvelt það er, að smygla því inn til eigin neytsln» enda ætti og verður sjálfsagt ekki. gjörð svo mikil rekistefna úr því, þótt Pétur eða Páll skreppi um borð í miMiferðaskipin og fái sér »höpk eða »rulln«. Meðan tolleftirlit er ekkert til sem gagn sé að hér hjá oss íslending" um, þá er ekki við öðru að búas* en því, að aðflutningshöít og að- flutningsbönn séu brotin, og þsð sem verst enbrotin fara s t ó r- kostlegaívöxtmeðhverjú á r i. — Þessi lög munu auka þau til muna en ekki minka, og sérstak- lega er vöntun á óskemdu tóbak' beinlínis hvatning til smyglunar, og er það ilt, því á þann háttinn tap- ar ríkissjóður af tekjunum, en kaup' andinn græðir ekki að sama skapji því smyglarnir munu hafa vit á þvl’ að setja verðið nógu hátt. Það má gleggst sjá hve þýðiní' arlítið er að setja takmarkanir urT1 innflutning einstakra vörutegund3' þegar ekki fylgir þeim takmörki"1' um fullkomið tolleftirlit, er vér a*' hugum árangurinn af banninu gegn innfl. ýmisk. óþarfa varnings. ^ Postulín og átsúkkulað hefir ve". á boðstólum í næstum annari hve sölubúð og það jafnvel í þeim, selt1 ekkert höfðu til af því áður erlt1 það bann var sett, enda alku"n* að postulíni hefir verið smyg|a

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.