Fram


Fram - 24.06.1922, Blaðsíða 3

Fram - 24.06.1922, Blaðsíða 3
Nr. 23 FRAM 85 inn í skjóli leirvöru og átsúkkulaði og þessh. í skjóli suðusúkkulaðis- ins, hvortveggja í stórum stíl. Dularfull fyrirbrigði. Haraldur próíessor Níelsson flutti hér fyrirlestur á fimtudagskvöldið í samkomuhúsi bæjarins. Eiginlega voru fyrirlestrarnir tveii og dálítið hlé á milli þeirra. Hafði prófessor- inn ætlað að flytja hinn síðari á föstudaginn, en gat það ekki vegna þess hvað Goðafoss kom snemma og vann því til að leggja það á sig að halda báða fyrirlestrana í einu. Jafnframt fyrirlestrunu^n og til skýr- ingar þeim, sýndi prófessorinn fjölda skuggamynda. Fyrri hluti fyrirlestr- arinsvar um fjarfrymi og lík- amningafyrirbrigði. Virtist það ’ vera eitt og hið sama og s v i p i r n i r í þjóðtrúnni. Prófessorinn telur það vísinda- lega fullsannað að fjarfrymi eða kraftur sá er fyrirbrigðunum veldur sé e f n i og virðist eigi hægt að véfengja það, þareð það verður bæði vegið og ljósmyndað. Fylgju- og svipatrúin gamla fær þarna byr undir báða vængi því vísindarannsóknir þessara tíma varpa nýju Ijósi yfir hana, svo björtu að varla mun lengur hægt að efast um sannindi margra slíkra sagna. — það mun t. d. varia hægt að rengja mynd Sólrúnar ömmusystur próf- essorsins og umsagnir ogvottfesta vitnisburði þeirra er myndina þektu. Önnur mynd þótti oss harla merkileg. Það var myndin af prest- inum sem var að biðja fyrir vini sínum. Venjuleg ljósmynd tekin án þess nokkur miðill sé viðstaddur og að björtum degi, en það er ljósbaugur kringum höfuð manns- ins. það var þó má ské öllu frem- ur skýring prófessorsins á þessu fyrirbrigði sem hreyf oss; að bæn- in sé n. k. þráðlaus skeyti, send frá biðjandanum [til guðs og frá guði til góðra manna sem fram- kvæma vilja hans, að hjálpa. — Pessi skýring er svo Iíkleg og auk þess svo fögur, að hún ætti að geta fest rætur í hverju hjarta. Og margir munu þeir, sem hafa vlð eigin reynslu einhverntíma á æfinni orðið varir vió eitthvað sem kemst nálægt vissunni í þessu efni. Síðari hluti fyrirlestrarins var um andamyndir. ,Sýndi prófessor- inn fjöldamargar þeirra, sagði sögu þeirra og skýrði þær. Hin merkasta af þeim þótti oss myndin af stúlk- unni sem »gekk um í húsinu eins og ein af fjölskyldunni og sagði börnunum sögu.« Og sú mynd er svo gömul og það fyrirbrigði skeði talsverðum tíma áður en vísindin fóru að sinna þessu máli. . Hér er ekki rúm til þess að ræða um fyrirlesturinn og efni hans svo sem vert væri, enda brestur oss þekkingu til þess og svo kemur hann væntanlega fyrir almennings- sjónir síðar. Vér erum alls eigi sannfærðir um sannindi spiritismans, en hitt verð- um vér að játa að fyrirlesarinn fræddi oss um og skýrði margt um það efni, og hverjum augum sem vér lýtum á málefni þetta, þá verð- um vér þó öll að telja fræðsluna á þessu sviði sem öðrum góða, og mál þetta afar mikilvægt. Og um eitt erum vér víst öll sammála: Fyrirlesturinn var ágæta vel fluttur og hinn fróðlegasti og kunnum vér prófessornum bestu þakkir fyrlr hingaðkomu sína. Fyrirlesturinn var vel sóttur, ert hefði þó áreiðaalega verið betur sóttur ef annríki, sem stafaði af ó- venju miklum afla, eigi hefði hindr- að marga frá að koma. Vikan. Tíðin hefir verið fremur köld allavik- una. Sunnud. mánud. og þriðjudag var norðan og norðvestan óveður og bleytu- hríð, festi þó ekki snjó á láglendinu en gjörði nokkra fönn til fjalla. Seinnipart vikunnar hægviðri en fremur kalt. A f 1 i. Framan af vikunni var lítið hægt að fara á sjó veðursins vegna, en síðan á þriðjudagskvöld hafa bátar allir róiðstöð- ugt nótt sem dag og afli verið svo niikill að inenn muna' vart slíkan. í gær og dag gátu margir af minni bátunum ekki tekið nema hálfa lóðina og varla það, og stærstu bátarnir komu með mikið á þilfari. Höfðu sumir þeirra 6 til 8 þús kg. — Fiskimenn- irnir segja þetta nýja göugu og er fiskur- inn nú nokkru smærri. Barnaveiki hefir gjört vart við sig hér í einu húsi. Veikin var væg og sjúkl- ingurinn sem var strax einangraður, er nú úr allri hættu. Skipakomur. M.s. »Scania« kom á fimtud. fermd tunnum og salti til Ooos. V.s. »Sjöstjarnan« kom frá Ak. áfuntud. með fólk og flutning. Meðal farþega var Lúðvík kaupm. Sigurjónsson, Guðm. Pét- ursson framkv.stj., Jakob kaupm. Karls- son o. fl. E.s. »Goðafoss« kom að sunnan og vestan í gær á leið til útlanda. Mesti fjöldi farþega var með skipinu þar á meðal St. B. Kristjánsson kaupm. hér ogjakob Möller ritstjóri með tvo sonu sína á leið til útlanda. Aðkomumenn eru margir í bænum nú og kunnuni vér þá ekki alla að nefna. Meðai þeirra ern H. Henriksen síldarút- vegsm. frá Haugasundi, Har. Magnússon kaupm. frá Rkv. sem verslar hér í stimar, H. Hávarðsson katipm. frá Bolungarvík, Lárus Gístason ljósmyndari frá Vestmanna- eyjum sem dvelur hér noltkra daga og tek- ur myndir, og margir fleiti. Kaupfélag Fellshreppshefir keypt húseign Olafs kaupm. Jenssonar t Hofsós fyrir 6 þús. krónur og er Olafur fluttur hingað alfarinn með fjölskyldu sina. Kirkjugarðurinn. Sóknarnefnd á þakkir skyldar fyrir það hve fljótt og drengi- lega hún brást við i kirkjugarðsmálinu. — Hún hefir nú látið girða garðinn á þrjá vegu með þéttu vírneti sem að sönnu er nokkuð veikt til frambúðar, en kentur þó að bestu notum meðan það endistv Það þarf að festa netið betur bæði að ofan og neðan, hlaða ttndir það í stöku stað og hækka upp girðinguna á parti að sunnan, en svo er hún örugg. Pað kentur nú til þeirra kasta sem leiði eiga í garðinum og annara sem hafa vilja og fegurðarsmekk, bæjarins vegna að taka nú við og prýða garðinn, gjörahann að fagurskreyttum og friðhelgum reit, sem með tímanum verði bæjarprýði jafnframt því sem hann geymir hjartfólgnar minn- ingar flestra bæjarbúa. »Eftir ernúyðvarr- hluti« munu margir segja til heilbrigðis- nefndarinnar. Sjómenn sem hér eru aðkomandi, voru all háværir á götum bæjarins á sunnd. kvöldið og nóttina svo fólk hafði varla svefnfrið. Væri ekki ráðlegt að gefa þess- um »bæturgölunu nokkur eintök af lög- reglusamþ. bæjarins, því helst lítur út fyrir að þeir standi í þeirri meiningu að þeir megi lifa og láta hér eins og þeim best líkar en þetta kemur óverðskulduðu óorði á Siglufjarðarbæ út um landið. 4 Trúlofuð eru ungfrú Indíana Jóns- dóttir og Porlákur Guðmundsson mótoristi. 5 a u ð ár kró ksafmæ I i ð fórframmeð mikilli viðhöfn þ. 17 og var hið prýði- legasta enda fjölment mjög. — Nákvæm skýrsla um afmælisfagnaðinn kemur í næsta blaði. Slys. Háseti á v.b. »Bjarmi«., Simon að nafni af Höfðaströnd, festi handlegginn f línuspilinu í róðri í nótt og handleggs- brotnaði. Hann var strax fluttur hingað inn, og batt. héraðslæknirinn um brotið en sendi manninn tafarlaust til Akureyrir þar eð hann var eigi ugglaus um að bein- ið væri tvíbrotið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Síglufjarðarprentsmiðja. 146 i um misklíðina milli þeirra feðginanna. Henni féll það illa, að hann skyldi hafna þeirri vináttu, sem hún hafði ávalt auðsýnt honum og varð því einnig að sínu leyti fálát og þyrkingsleg þeg- ar þau hittust. Hasting hafði lítið breyst á þessum tveimur árum. Hann lagði ef til vill öllu meira á sig og var óþreytandi að hjálpa fá- tæklingum með ráð og dáð, enda var nafns hans alt af getið, þegar um einhver guðsþakkaverk var að ræða. En nú höfðu kunningjar hans og yinir nýlega orðið þess varir, að einhver breyting var komin á hann. F*að var líkast því sein hann hefði skyndilega orðið fyrir einhverju áfalli, er lamaði þrek hans og framtakssemi og gerði hann sljóan og hugdapr- an. Vinir hans réðu honum að leita læknis, enda þótt sumir þeirra væru ekki í neinum vafa um, að hann væri öllu heldur eitthvað veiklaður á sálunni en líkamanum. Sjálfur gerði hann ekkert úr þessu, ef minst var á það við hann, en vinum hans var þetta áhyggju-efni. Enginn veitti þó þessari breytingu meiri eftirtekt en ungfrú Mornington og þráði hún með sjálfri sér að talfæra þetta við hann og hugga hann í raunum sínum, en þá kom sjálfsþóttinn til skjalanna og varnaði henni að rjúfa þá girð- ingu, sem fáleikar hans höfðu reist milli þeirra. Eitthvað viku eftir að Mornington veiktist, kom séra Hast- ings þangað, og með því að þá stóð einmitt svo á, að Eva gat helzt vikið frá sjúklingnum, þá gekk hún ofan til hans. Dýrnar að stofunni, sem honnm hafði verið vísað inn í, stóðu opnar og Eva var á inniskóm, svo að hún var komin rétt að honum áður en hann varð hennar var. Gat hún því athugað hann stund- arkorn áður en hann setti upp þennan glaðværðarsvip, sem hann var vanur að taka á sig og blöskraði henni að sjá, hvernig hann leit út í raun og veru. Hann hafði að vísu altaf verið grannleit- ur, en nú virtist eins og eitthvert leynifarg lægi á houum, sem yæri að kremja úr honum alt líf og fjör. Hann var kinnfiskasog- 143 við það, að dyrabjöllunni var hringt í ákafa, en litlu síðar kom þjónninn inn og færði honum bréf. Hann reit það upp í skyndi og las. Bréfið var frá flokksforingja hans og hafði miklar fréttir að færa. Forsætisráðherrann hafði beðist lausnar og fengið hana þegar í stað, en bréfritarinn hafði fengið áskorun um að ganga á konungs fund og var ekki um að villast, hvert erindið væri. »Takist mér að mynda nýja stjórn«, stóð í bréfinu, »þá von- ast eg til að mega telja yður einn meðlim hennar, en það er ekki fuílráðið enn, hver starfi yður verður fenginn í hendur. Mérværi þökk á að fá nokkrar línur frá yður um það, hvort þér munduð vilja taka að yður að gerast einn ráðherrann«. Mornington fékk ákafa blóðsókn til höfuðsins og misti bréf- ið- úr hendi sér — svo mikið varð honuni um þetta. »Alt þetta hefi eg komist með því að nota mér nafns hans og stöðu«, sagði hann við sjálfan sig. »Baia það væri alt sam- an mínum eigin verðleikum að þakka«! Hann laut niður til að taka bréfið upp af gólfinu, en þegar hann rétti sig upp aftur, snarsvimaði hann alt í einu, svo að honum varð fótaskortur. Um leið og hann féll, rakst hann á bjölluna, sem stóð á skrifborðinu. Kom þjónninn þá hlaupandi og fann húsbónda sinn liggjandi meðvitundarlausan á gólfinu. Nú komst alt í mesta uppnám, bjöiium var hringt og þjón- ar hlupu fram og aftur og þvældust hver fyrir öðrum. Einn nafn- kunnasti Lundúnalæknirinn var sóttur á augabragði og skoðaði sjúklinginn nákvæmlega. Leið svo ein klukkustuná eða meira, að líf Morningtons blakti á skari. Eva stóð við rúm lians, titr- andi af geðshræringu, en þó stilt og róleg í angist sinni og leit- aði vonar- og huggunar í svip læknisins. Svo leið nóttin og gráleit morgunskíman gægðist inn um tjaldaða gluggana, en á strætunum byrjaði hinn daglegi ys og þys. F*á lyrst varð vart breytingar nokkurrar á útliti sjúklingsins og hvíslaði læknirinti hljótt að Evu, að nú væri batavon. Voru

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.