Kennarablaðið - 01.11.1899, Blaðsíða 4

Kennarablaðið - 01.11.1899, Blaðsíða 4
20 ilanna er því þessi: Reynið að koma börnunum í ljósan skiln- ing um það, sem þau sjá og heyra, fyrst og fremst það, sem næst þeim er og sem þau daglega umgangast, en hættið yður Íó eigi út í að útskýra fyrir þeim það, sem skilningi þeirra r ofvaxið. Spyrji þau um slíka hluti, þá segið þeim, að um á muni þau síðar fá fræðslu. Leyfið þeim aldrei að tala með um þau efni, sem þau ekki hafa vit á, en krefjist þess, að tal þeirra sé ljóst og vandað bæði að efni og búningi. Ef þér gætið þessa, þá ieggið þér góðan og traustan grundvöll undir þá fræðslu, sem börnin siðar eiga að njóta. Svo kemur til kennarans kasta að hagnýta sér þennan grundvöll, að halda fræðslunni áfram í sömu stefnu, sé hún einu sinni rétt byrjuð. En það hefir lengi loðað við skólana og loðir enn við víðast hér á landi, að þessa er ekki gætt. Það er svo langt frá að fræðslan, sem börnin fá í skólanum, sé áframhald af heimilisfræðslunni, að hún einmitt byrjar á alt öðru, stundum jafnvel á öfuga endanum, ef svo mætti að orði komast. 1 stað þess að byrja með því, sem börnunum er næst og sem þau þekkja bezt, byrjar hún oft á því, sem þeim er fjærst og sem þau þekkja minst til. fannig t. d. í landafræði. Þar byrja kennararnir vanalega með því að út- skýra lögun jarðai'innar, gang bennar og snúning. Allir hljóta að sjá, að þetta er algerlega nýtt fyrir börnin og liggur þeim svo fjarri, sem framast má verða; er því eðlilegt, að þeim veiti næsta erfitt að skilja það. Sama er að segja um reikn- ingskensluna. Hún byrjar sjaldnast með því, sem börnin vita eða hafa hugmynd um, þegar þau koma í skólann, heldur á því, sem smábörnum liggur miklu fjær, — að lesa úr töl- um. Pau eru látin læra að lesa úr þúsundum, jafnvel miljón- um og biljónum, áður en þau hafa lært að setja svo mikið sem tölurnar upp að 20 í samband við nokkuð sýnilegt. Síð- ar eru þau á sama hátt látin „geyma“ í samlagningu og „lána“ í frádrætti, án þess að þau haíi hugmynd ura hlutfallið milli tuga og eininga. Alt þetta verða þau að leggja á minnið, því fátt af því skilja þau. Þannig hefir byrjunarfræðslunni verið háttað hjá oss i

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.