Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 5

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 5
181 ar þessarar; atvinnuvegirnir borgi það aftur margfaldlega, með því að þeir geíi þeim mun meira af sér. En svo er eittmjögmikilsvarðandi atriði enn, sem getur komið til greina. Það er þroski þjóðarinnar, framsóknar-áhuginn, við- leitnin á því að vinna þjóðfélaginu í heild sinni eitthvert gagn, tilfinningin fyrir skyldum og réttindum einstaklinganna. Petta er það, sem mest á riður. Eitt hið veglegasta hlutverk upp- eidisins er það að gera börhin að nýtum mönnum í þjóðfélag- inu. En í þessu atriði er oss hvað mest áfátt. Þjóð vor er yfirleitt miklu þi-oskaminni og framtaksminni um alt það, er að heillum þjóðfélagsins lýtur, heldur en nágrannaþjóðir vorar. Sjóndeildarhringur einstaklinganna er þrengri, félagstilfinningin sljórri, útúrboringsskapurinn og einþyknin meiri. Þetta eru þjóðarmein, sem að vísu eru mjög eðlileg, þegar litið er á allar kringumstæður þjóðarinnar á liðnum öldum. En þau eru engu að síður hættuleg og skaðleg, því að þau hljóta að verða öll- um framförum þjóðarinnar, bæði andlegum og verklegum, til stórmikils hnekkis. Uppeldi barnanna og unglinganna getur mikið gert að verkum í þessu tilliti. Yíða hér á landi verðum vér að vísu að fara á mis við eit.t af þeim meðulum, er mesta þýðingu hafa í þessa átt, en það eru barnaskólarnir. Samvera og samvinna barnanna glæðir félagstilfinninguna hjá þeim. En nú eru það fæst börn á íslandi sem í skóla ganga, og naumast við því að búast, að það breytist til muna fyrst um sinn. Á því eru svo margir lítt sigranlegir örðugleikar. En svo eru það ýms fleiri ráð, er menn geta viðhaft til þess að vinna að þessu hlutverki. í fyrirlestri um alþýðuskólana og þjóðlífið, sem prentaður var í síðasta tölubl. blaðs vors, var þetta efni tekið til rækilegrar meðferðar og sýnt fram á, að kenslan í hinum einstöku náms- greinum á að vera og getur verið þannig, að hún styðji að því. En barnakenslan hér á landi er ekki yfirleitt þannig. Það hefir oftar en einu sinni verið sýnt fram á það hór í blaðinu, að hún miðar ekki fyrst og fremst að því að þroska börnin, glæða tilfinningar þeirra eða styrkja viljann, heldur að því að fræða þau, auka þekkingu þeirra. Og það er auðvitað mál,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.