Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.09.1900, Blaðsíða 6
182 að þetta sama verður altaf ofan á, meðan eigi er betur vandað til kennarastöðunnar heldur en nú gerist alment. Menn, sem eigi hafa notið neinnar kennarafræðslu,. ekki kynt sér .neinar kensluaðferðir, geta ekki breytt til frá þeirri. aðferð, sem vana- legust. er, fað er þess vegna að voru áliti eigi rétt að halda því fram, að kennararnir séu „fullfærir til kenslu þeirrar, sem heimtuð er“ eða að þeir- geti „fullnægt núverandi kröfum, þótt eigi hafi þeir notið kennarafræðslu". Jú, þeir geta að vísu full- nægt lagalegu kröfunum og þeim kröfum, sem menn alment gera til þeirra, af því a.ð almenningur hér á landi þekkir ekki hið . sanna hlutverk kennaranna. En þeir geta alls ekki full- nægt kröfum tímans eða þeim kröfum, sem framtíðarheill þjóð- félagsins gerir til þeirra. Sumir þeirra hafa, sem vonlegt er, litla eða enga hugmynd um þessar kröfur, og þótt þeir þekki þær, geta þeir ekki fullnægt þeim vegna mentunarleysisins. Aukin kennaramentun er því hér á landi sem annarsstaðar eitt af aðaískilyrðunum fyrir viðunanlegri alþýðumentun, þ. e. a. s. alþýðumentun, er komi þjóðinni að nokkuru verulegu liði. En jafnframt því að mentun kennara er aukin verður að sjálfsögðu einnig að bæta kjör þeirra, auka lcostnaðinn við alþýðumentunina. Þau tvö atriði eru hvort öðru svo náskyld, að eigi er . hægt að hugsa sér hið. fyrra, nema hitt sé einnig tekið með. Enginn þarf að hugsa sér að fá aukna og bætta alþýðumentun fyrir ekki neitt; það gildir sama um hana og alt annað, að ekkert fæst án fyrirhafnar eða kostnaðar, og eigi er hægt að búast við því, að kennaraefni kosti miklu sér til undirbúnings, þegar kennarastaðan gefur lítið eða ekkert af sér. Mentunarleysi kennararma er því löggjafarvaldinu að kenna, fremur en kennurunum sjálfum. Eftir þessu verður þá niðurstaðan sú, að framsóknar-til- raunirnar i alþýðumentunarmálinu verða nú fyrst um sinn aðallega að vera fóignar í því að auka mentun kennaranna, og að löggjafarvaldið hlýtur að sinna því máli hér eftir meira en hingað til bæði með fjárframlögum og öðrum, nauðsynlegum ákvæðum, svo framariega sem því, á að verða nokkurs fram- ^angs auðið.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.