Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 2

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 2
Biskupsvígsla á Hólum Hinn 27. júní árið 1982 vígði biskup Islands, Herra Pétur Sigurgeirsson, nýkjörinn vígslubiskup hins forna Hólastiftis séra Sigurð Guðmundsson prófast á Grenjaðarstað, biskups- vígslu. Var mikið fjölmenni á Hólum þennan dag. Veður var hið fegursta eins og jafnan er hátíðir eru haldnar á Hólum. Rúmaðist aðeins hluti hátíðargesta í kirkjunni en hinir stóðu fyrir utan kirkjuna og fylgdust með athöfninni þaðan eða í íþróttasal Bændaskólans þangað sem sjónvarpað var úr kirkjunni. Biskupar og prestar gengu skrúðgöngu frá skólahúsinu til kirkju og á meðan ómaði Hjaltadalur af samhringingu kirkjuklukkna Hólastaðar. Kór Grenjaðarstaðarkirkju söng við biskupsvígsluna við undirleik organista síns, Friðriks Jónssonar, og stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra. Séra Örn Friðriksson á Skútustöðum lýsti vígslu og flutti æviágrip vígslubiskups. Vígsluvottar voru prófastar Hólastiftis, séra Stefán Snæv- arr, sr. Gunnar Gíslason og sr. Róbert Jack og fyrrverandi prófastur Húnavatnsprófastsdæmis séra Pétur Þ. Ingjaldsson. Við vígsluna aðstoðuðu auk þeirra sóknarpresturinn, sr. Sig- hvatur B. Emilsson, og biskuparnir Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Pálsson. Biskupsþjónar (famuli) voru séra Ólafur Þór Hallgrímsson, sóknarprestur á Bólstað og séra Oddur Einarsson, sóknarprestur á Skagaströnd. Um kvöldið bauð kirkjumálaráðherra, Friðjón Þórðarson, og frú til samkvæmis í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Þar flutti séra Bjartmar Kristjánsson minni séra Sigurðar og séra Bolli Gústavsson minni frú Aðalbjargar. Voru það eftir- minnilegar og fagrar ræður. Þakkaði séra Sigurður vígslu- biskup daginn með snjallri ræðu og bað mönnum blessunar Guðs. H. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.